Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.08.2008, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 30.08.2008, Qupperneq 74
50 30. ágúst 2008 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Sverrir Sverrisson var í gær ráðinn þjálfari Fylkis í Lands- bankadeild karla og mun hann stýra Árbæjarliðinu út yfirstandandi keppnistímabil. Fyrsta verkefni Sverris með Fylkisliðið verður und- an úrslitaleikurinn í VISA-bikarn- um gegn Fjölni á Laugardalsvelli á morgun. „Þetta er bara spennandi verk- efni og það verður gaman að takast á við þetta,“ segir Sverrir. Þetta er í annað skiptið sem Sverrir tekur við Fylki undir þess- um kringumstæðum. Núna tekur hann við af Leifi Garðarssyni sem var sagt upp störfum í fyrrakvöld en í september árið 2005 tók hann við Fylkisliðinu af Þorláki Árna- syni við sömu aðstæður. Sverrir stýrði Fylkisliðinu þá í tveimur leikjum og þeir unnust báðir, þannig að hann hefur 100 prósent árangur að verja. „Við náum vonandi að fylgja þeim árangri eftir,“ segir Sverrir og hlær við. Sverrir er gamall Fylkismaður og lék þrjú tímabil í Árbænum frá árinu 2000 til ársins 2003. „Ég er Fylkismaður út í gegn og á reyndar heima nálægt Fylkisvellin- um þannig að það er ekki langt að sækja æfingarnar. Ég er búinn að sjá alla heimaleikina hjá liðinu í sumar og hef því fylgst vel með lið- inu,“ segir Sverrir. Annar gamall Fylkismaður, Finn- ur Kolbeinsson, verður Sverri til aðstoðar með liðið og Sverrir segir að markmið þeirra fyrir lokaátökin séu ekki flókin. „Staða liðsins í deildinni er ekk- ert sérstök og það liggur ljóst fyrir að takmark okkar númer eitt, tvö og þrjú er að halda liðinu í deild- inni. Það er ekkert flóknara en það,“ segir Sverrir. Sverrir gerir samning við Fylki út yfirstandandi keppnistímabil og er ekkert farinn að hugsa lengra en það. „Það eina sem ég hugsa um er að bjarga liðinu frá falli og síðan sjáum við hvað setur. Það er ótíma- bært að vera að horfa eitthvað lengra fram í tímann,“ segir Sverr- ir. Sverrir stýrði sinni fyrstu æfingu með Fylkisliðið í gærkvöldi, en fyrsti leikur Fylkis undir hans stjórn í Landsbankadeildinni verð- ur 13. september á móti Grindavík á útivelli. Fylkir er sem stendur í tíunda sæti Landsbankadeildarinnar, fjór- um stigum fyrir ofan HK sem er í fallsæti. Fylkir á fjóra leiki eftir í deildinni en HK á fimm. -óþ Forráðamenn Fylkis gengu frá ráðningu á nýju þjálfarateymi í gærdag: Sverrir ráðinn þjálfari Fylkis SPENNANDI VERKEFNI Sverrir Sverrisson hlakkar til þess að takast á við þjálfarastarfið hjá Fylki og hér sést hann stýra sinni fyrstu æfingu hjá Árbæjarliðinu í gærkvöldi. Sverrir segir að aðalmarkmið hans með liðið verði að tryggja því áframhaldandi sæti í Landsbankadeildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Þjálfaranum Leifi Garð- arssyni var sem kunnugt er vikið úr starfi hjá Fylkismönnum í fyrrakvöld en aðstoðarþjálfar- inn Jón Sveinsson var einnig lát- inn fara. Leifur tók við Árbæjar- liðinu haustið 2005 og var því að stýra liðinu á sínu þriðja keppn- istímabili. Leifur gat ekki neitað því að ákvörðun stjórnarinnar hefði komið honum talsvert á óvart þegar Fréttablaðið heyrði hljóðið í honum í gær. „Þetta kom mér bara mjög á óvart, verð ég að segja. Það er líklega fátt sem maður getur sagt í stöðunni,“ segir Leifur sem viðurkennir að staða liðsins á þessum tímapunkti sé ekki sér- lega góð. „Það er búið að vera að endur- nýja liðið talsvert í sumar og það hefur bara ekki gengið nógu vel í deildinni. það er ekkert hægt að flýja það. Fylkir er hins vegar komið í undanúrslit VISA-bik- arsins og þar er kjörið tækifæri til þess að snúa hlutunum við en forráðamenn félagsins ákváðu greinilega að það væri best að gera það með einhverjum öðrum þjálfara en mér,“ segir Leifur. „Annars er aðal höfuðverkur- inn hjá okkur í sumar búinn að vera sú staðreynd að okkur hefur gengið illa að skora mörk. Liðið var oft á tíðum að spila vel saman úti á vellinum en náði ekki að klára sóknirnar með marki. Það skipti líka sköpum hjá okkur að vegna meiðsla og leikbanna neyddumst við til þess að gera eina til tvær breytingar á varnar- línunni leik eftir leik. Það er nátt- úrulega ekki hægt að búa til alvöru fótboltalið undir þannig kringumstæðum,“ segir Leifur. Leifur ætlar að taka sér sinn tíma í að ákveða hvað nú taki við. „Ég ætla bara að byrja á því að horfa á Everton slátra Ports- mouth í enska boltanum. Við sjáum hvað kemur upp á borðið í þjálfun næsta haust,“ segir Leif- ur. - óþ Leifur Garðarsson bjóst ekki við að verða rekinn: Kom mér á óvart HISSA Leifur Garðarsson átti alls ekki von á því að verða vikið úr starfi þjálfara hjá Fylki. Leifur var þriðji þjálfarinn til þess að verða rekinn í Landsbankadeildinni í sumar á eftir Gunnari Guðmundssyni og Guðjóni Þórðarsyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI >Fimmtugasti landsleikur Signýjar Körfuknattleikskonan Signý Hermannsdóttir mun í dag spila sinn fimmtugasta A-landsleik fyrir Íslands í leik í Hollandi þar sem kvennalandsliðið spilar annan leik sinn í Evrópukeppninni. Signý mun líka bæta met Önnu Maríu Sveinsdóttur yfir flesta leiki sem fyrirliði A-lands- liðs kvenna. Signý verður sjöunda landsliðskonan sem nær því að leika 50 A-landsleiki fyrir Íslands hönd en það eru liðin átta ár síðan Anna María Sveinsdóttir braut fyrst 50 landsleikjamúrinn í Lúxemborg 30. apríl 2000. Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta er komið til Hollands þar sem liðið mætir heimastúlkum í dag í öðrum leik liðsins í Evrópukeppn- inni. Ísland vann 15 stiga sigur á Sviss í fyrsta leiknum á miðviku- daginn en Ágúst Björgvinsson, þjálfari liðsins, segir að liðið þurfi að spila betur til þess að vinna Holland. „Við erum klárlega minna liðið, bæði á pappírunum og líka í bókstaflegri merkingu því þær eru mjög hávaxnar,” segir Ágúst og bætir við. „Við eigum enn eftir að ná þessum toppleik því mér finnst leikurinn okkar vera að batna,“ segir Ágúst. Holland vann tveggja stiga sigur í Slóveníu í fyrsta leik sínum og bæði lið eru því með fullt hús. „Ég veit að hollensku stelpurnar eru mjög ánægðar með sinn sigur í Slóveníu. Við vorum ánægðar með að vinna Sviss en við teljum að við getum spilað miklu betur og það er það sem við stefnum á að gera á morg- un,“ segir Ágúst en hvað þarf að ganga upp í leiknum til þess að íslenska liðið landi sigri. „Það er mjög mikilvægt að vörnin haldi og að við séum að taka fráköst. Við erum að fara að spila á móti liði sem er töluvert hærri en við og ef við tökum fráköst og komum þeim í aðstæður þar sem þær skora ekki auðveldar körfur þá eigum við alltaf möguleika. Við erum með sterka sóknarleikmenn með Helenu fremsta í flokki. Hún matar liðsfélaga sína og ef að við erum að nýta okkar skot þá eigum við möguleika í öll þessi lið sem við erum að fara að spila á móti í þessari keppni,“ segir Ágúst sem var ánægður með að langskotin gegn Sviss. „Við höfum ekki verið að nýta þau en mér finnst það vera koma betur hjá okkur, bæði á æfingum en líka í leiknum á móti Sviss. Þar vorum að skora mun fleiri þriggja stiga körfur en við vorum að gera til dæmis á Norðurlandamótinu,“ segir Ágúst. Landsliðsþjálfarinn stefnir á sigur en gerir sér vel grein fyrir því að þetta verður mjög erfiður leikur. „Við ætlum samt ekki að koma með neina minnimáttakennd í leikinn, ætlum að stefna á sigur eins og í öllum leikjum en við vitum það að við þurfum toppleik til þess að vinna Holland.“ ÁGÚST BJÖRGVINSSON, ÞJÁLFARI KVENNALANDSLIÐSINS Í KÖRFUBOLTA: MÆTA HOLLANDI Í EVRÓPUKEPPNINNI Í DAG Við þurfum toppleik til þess að vinna Holland
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.