Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 24
24 30. ágúst 2008 LAUGARDAGUR Á RÖKSTÓLUM Hafið þið hist áður? Hvað vitið þið um hvort annað? Auður: Já, við höfum hist einu sinni. Jakob: Ég gekk niður Frakkastíg í sumar og rakst þá á Auði þar sem hún var að dytta að eigum sínum við Bergþórugötu. Ég sá þar fallega mynd á húsvegg og minnugur orða byggingafulltrúans, um það að ef menn hefðu málað hús sín eða garða án vitundar yfirvalda væri óskað eftir því að menn sendu umsókn eða tilkynningu, staldraði ég við og benti Auði á þetta. Svona til að koma í veg fyrir að verkið yrði óvart fjarlægt í því átaki sem stendur yfir gegn óumbeðnu veggja- kroti. Auður: Þú gafst nú eiginlega í skyn að þessir sem borgin sendir út til að mála sæju ekki mun á listaverki inni á lóð og veggjakroti úti við götu. Mér fannst þetta yfirlýsing um and- lega getu vinnuflokka borgarinnar og þeirra sem stjórna þeim. Jakob: Þeim er ekki uppálagt að fara í mat á listrænu gildi. [Hér fór á eftir löng umræða um sitthvað sem betur má fara í miðborginni. Hálkuvarn- ir á Frakkastíg voru til að mynda ræddar í þaula, án handalögmála þó, þar til blaða- maður minnti á nærveru sína.] Jakob: En já við höfum sem sagt hist þarna einu sinni og Auði var mikið niðri fyrir. Ég var á hraðferð sjálfur svo ég náði ekki að ræða við hana til hlítar en tók ábendingar hennar alvarlega. Enda skil ég að fólki mislíki ef það er margsinnis búið að kvarta undan þjónustu hins opinbera án þess að nokkuð sé gert. Ég tek slíkum ábendingum vel ef þær eru fram settar í skíru og kurteisu formi. Auður: Ég man nú ekki til þess að ég hafi verið neitt sérstaklega kurteis. Jakob: En hvað veit ég um Auði. Ég veit að hún er þekkt fyrir að vera mikill andans jöfur og þekki það af skrifum hennar, en við sem sagt höfum ekki átt nein samskipti sem mig rekur minni til. Auður: Og ég hef aldrei farið á Stuðmanna- ball. Ég hef alltaf verið svo góð stúlka. Jakob: Hér er kjörið tækifæri til að bjóða Auði á Gróttuballið. Auður: Auður fer ekki á svona villta mann- fagnaði. Þetta er gott boð en ég fæ svo mikið af olnbogum í augun þegar ég fer á manna- mót að ég bara megna ekki meira af því. Fjöldasamkenndin er góð Snúum okkur að málum vikunnar. Hvað fannst ykkur um móttökurnar sem landsliðið í handknattleik fékk á miðvikudag? Ýmsir hafa gagnrýnt ferðir menntamálaráðherra á Ólympíuleikana sem kostuðu ríkið á fimmtu milljón, hvað finnst ykkur um það? En gist- ingu þingmanna við Elliðavatn á kostnað rík- isins? Jakob: Ég fylgdist grannt með frá því mót- taka landsliðsins var á undirbúningsstigi og þar til þetta var komið á sviðið á Arnarhóli. Svo sá maður í sjónvarpinu þegar forsetinn framkvæmdi krossfestinguna. Þetta var í mínum augum alveg einstaklega skemmti- leg og yndisleg athöfn sem tókst í alla staði frábærlega. Auður: Ég fylgdist ekki með þessu en þurfti því miður að fara í verslun við Skólavörðu- stíginn og vissi ekki að þessi uppákoma væri þar. Þannig að ég lenti í mannþvögunni og þær eru mér mjög erfiðar vegna þess að ég næ flestum í öxl - nema þeim sem ég næ í mitti. Jakob: Ég bendi á „platform“ tískuskó að hætti Abba. Auður: Já, ég þyrfti 30 sentimetra og þeir eru mjög hættulegir. Vont að hjóla í svoleiðis skal ég segja þér, þá fæ ég hnéin á mér í augun og það er verra. En ég sem sagt braust þarna í gegn og hélt fyrst að það væri 17. júní en mundi svo að það er ágúst. Svo runnu þeir þarna niður Skólavörðustíginn meðan ég barðist í bökkum inni í versluninni og þegar ég kom út hugsaði ég: já, þegar það verður kraftaverk í Lourdes fellur fólk fram og biður hljóða þakkarbæn. Þegar verður kraftaverk á Íslandi þá fær fólk sér bjór og fer út á götu og öskrar. Jakob: Ég sá nú enga bjóra þarna og fannst þetta bara dásamlegt. Skemmtileg þessi fölskva lausa gleði sem skein úr hverju and- liti. Auður: Jú, jú, það er eitthvað gott við það þegar maður finnur þessa fjöldasamkennd. Ég var reyndar óskaplega undrandi á þess- ari orðuveitingu. Jakob: Það var ágætt að sjá þetta skref stig- ið. Oft finnst manni næstum að það sé verið að klappa einhverjum skrifstofumönnum á bakið fyrir það eitt að hafa mætt í vinnuna. Svo þegar eitthvað svona gerist og menn eru búnir að vinna hugi og hjörtu þjóðarinnar er flott að hópurinn sé heiðraður. Auður: Já, þeir hafa verið röskir í peninga- sláttunni. En í sambandi við ferðir mennta- málaráðherra, rúmar fjórar milljónir segir þú, var hún borin þangað? Mér finnst þessi kostnaður ekki eðlilegur. Jakob: Ég tel að Þorgerður Katrín hafi gert rétt með því að fara aftur. Handbolti er henn- ar líf og yndi og það speglast í þeim gjörðum sem fylgdu í kjölfarið. Mér fannst þetta flott hjá henni. Þessi hótelgisting þingmanna við Elliðavatn er hins vegar skrítnara mál sem þarfnast frekari skýringa. Auður: Kannski leið yfir þá alla og ekki þor- andi að flytja þá. Jakob: Kannski sáu þau fram á að þetta yrði löng nótt og ódýrara að gista en að taka leigu- bíl. Auður: Gátu þau ekki tekið rútu? Jakob: Ég veit ekki. Þetta var náttúrulega svona hópeflisferð, vonandi skilar það sér í verki. Auður: Við skulum bara vona það, eigum við að ræða um árangurinn eftir tíu ár? Eða tut- tugu? Jakob: Sjáum til. Ef Frakkastígurinn verður sveltur af bæði salti og sandi þennan vetur- inn skulum við fara með lykilráðamenn borg- arinnar upp í Kríunes, láta þá gista og sjá hvort það gerir ekki gæfumuninn. Auður: Ég vil miklu frekar fara með þá upp á Frakkastíg, einn með sandfötu, annan með saltfötu og þann þriðja með kúst. Það er ódýrara fyrir okkur öll. Svo held ég að við þurfum að byrja svolítið aftar og kenna fólki umgengni. Ég held að það sé þar sem hnífurinn, og bara allur lagerinn af hnífunum, stendur í belj- unni. Jakob: Spurning hvort við ráðum þig ekki bara sem götusópara. Auður: Get ég fengið það á svörtu? Jakob: Ég er hræddur um ekki. Auður: Þá segi ég nei. Ég lofaði konu í tollin- um að ég ætlaði bara að vinna svart hér eftir og ég stend við orð mín. Þjóðlegur Öndvegissúludans Borgarráð hefur heimilað nektardans á Óðali og Vegas en vill að ríkið banni nektardans með öllu. Hvað finnst ykkur um það? Hafið þið farið á nektardansstað og gætuð þið hugs- að ykkur að vinna fyrir ykkur sem fatafell- ur? Auður: Ef ég gæti fengið einhvern til þess að kaupa sig inn á það þá væri ég til vegna þess að þetta er vel launað. Ég er samt hrædd um að þó ég geti það sem þessar ungu geta ekki, það er vafið brjóstunum utan um súluna, þá held ég að ég hefði ekki mikið upp úr því. En ef að karlmenn eru svona vitlausir, og ég veit að þeir eru það, að þeir vilji horfa á fólk klæða sig úr fötunum þá bara verði þeim að góðu. Ég held ekki að þetta leiði til afbrota og eiturlyfjaneyslu. Ég held þetta leiði til þess að þeir þurfi að þvo nærfötin sín oftar. Jakob: Ég er hjartanlega sammála. það kemur mér ekkert við þó einhverjir staðir bjóði upp á nektardans. Núna þegar listrænn dans er leyfður formlega á Vegas ber að benda á að staðurinn þarf að líkindum að víkja fyrir nýjum Listaháskóla sem hlýtur þá að verða að bjóða upp á listdansdeild þar sem einhvers konar öndvegissúludans væri kenndur. Auður: Það líst mér vel á. Jakob: Já, er það ekki? Svona þjóðlegur önd- vegissúludans, með þjóðlegum dansmeyj- um. Auður: Á sauðskinnsskóm. Jakob: Já, já, svo fella þær íslenska þjóðbún- inginn smám saman á öndvegissúlunni og í ljós kemur fjölþjóðlegur undirfatnaður og helst einhvers konar húðflúr. Auður: Væntanlega skjaldarmerkið. Vætt- irnar á rasskinnunum jafnvel. Ég styð þetta. Jakob: Á sama hátt og borgarstjórn vísar málinu til ríkisstjórnarinnar leggjum við til að ríkisstjórn vísi þessu til Evrópuráðs og Evrópuráð til alþjóðadómstólsins ... Auður: ... og hann til Guðs. Jakob: Og þar með er þetta komið í hring og ekkert verður aðhafst í málinu. Auður: Ég held að nektardans skaði fólk minna en margt annað sem viðgengst hér. Jakob: Nokkrir stjórnmálamenn eru afar uppteknir af hugtakinu mansal. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það er staðreynd ein- hvers satðar og hugsanlega á Íslandi en það þarf þá að stíga fram með vitnin. Við viljum engan þrældóm á Íslandi og ég trúi því satt að segja ekki að hann viðgangist á þessum súlustöðum. Svo ég svari nú allri spurningunni þá hef ég farið á strippstað. Ég fór á hinn fræga súlustað Stringfellows í London. Peter Stringfellow breytti næturklúbbnum sínum í súlustað og súlumeyjarnar fengu að dansa með því að borga 75 pund en fóru svo heim með 2.000 eða 2.500 pund eftir kvöldið. Ég hef í rauninni aldrei skilið þá fimi og það lík- amlega atgervi sem þarf til þess að vinda sér öfugum upp á súlu. Ég myndi hrynja í gólfið og hálsbrjóta mig. Auður: Ég var einu sinni í ballet en get þetta náttúrulega ekki lengur sjálf. En ég get þjálf- að þig. Fyrir gæsapartýin til dæmis. Ég skal gera þig út, þú færð 75 pundin og ég tek afganginn. Jakob: Hér eru viðskiptatækifærin bara að renna inn á borð til mín. Ég þarf smá tíma til að ígrunda þetta. Auður: Svo prjóna ég bara á þig g-streng, við förum ekkert að kaupa hann. Ekkert bruðl. Jakob: Þetta hljómar nú ágætlega. Ég get strax gert við þig samning um að prjóna þjóð- lega hljómsveitarbúninga fyrir Stuðmenn, en hvort ég tek tilboðinu um g-strenginn... ég veit ekki nema það myndi stinga of mikið. Auður: Það er til annað en lopi. Lambsull er örugglega alveg frábær í g-strengi. Hvað Stuðmannabúningana varðar þá vildi ég nú ekki vera í ljósunum uppi á sviði í lopabún- ingi. Jakob: Ég var nú að hugsa um föt fyrir úti- hátíðarmarkaðinn. Auður: Þá er lopinn fínn. Heyrðu ég get selt þér lopahúfu. Ég er meira að segja með hana á mér. [Gramsar í bakpokanum sínum og dregur upp poka með fjórum húfum.] Jakob: Ég er aldrei með húfu. Auður: Sérðu, [Dreifir úr húfunum á borðið] hvaða lit má bjóða þér? Þetta er íslenskur lopi. Jakob: Jahá... og þetta prjónar þú með eigin hendi. Auður: Báðum. Jakob: Og hvar selur þú þessar húfur. Auður: Ég er að fara með þetta í Rauðakross- inn. Jakob: Selurðu þetta þar? Auður: Nei, ég gef það sem ég er ekki nógu ánægð með. En ég hafði nú hugsað mér að selja þér þetta samt. Þegar það verður kraftaverk í Lourdes fellur fólk fram og biður hljóða þakkarbæn. Þegar verður kraftaverk á Íslandi þá fær fólk sér bjór og fer út á götu og öskrar Svo prjóna ég bara á þig g-streng Auður Haralds hefur boðið sig fram til að kenna Jakobi Frímanni Magnússyni súludans og gera hann síðan út í gæsapartýin. Jakob er hræddur um að hann stæði sig illa á súlunni og býður Auði starf sem götusópari í miðborginni. Það getur Auður ekki þegið þar sem hún hét því fyrir löngu síðan að vinna aðeins svart. Þórgunnur Oddsdóttir ræddi við rökstólapar vikunnar. RITHÖFUNDURINN OG MIÐBORGARSTJÓRINN Ef Auður og Jakob þyrftu að skipta um hlutverk í einn dag myndi Auður beita sér fyrir bættri löggæslu. Jakob færi út í sveit og skrifaði smásögu. „Af hverju þarftu að fara út úr bænum, ertu heimilislaus?“ spyr Auður enda ekki vön að hætta sér út fyrir miðborgina. „Það er bara svo gott að komast í kyrrðina í sveitinni,“ svarar Jakob. „Iss, þig skortir bara einbeitingu,“ segir Auður um hæl. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.