Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 65
LAUGARDAGUR 30. ágúst 2008 41 Á síðustu sumartónleikunum í Sigurjónssafni í ár flytja Gerður Bolladóttir sópran, Pamela De Sensi flautuleikari og Sophie Marie Schoonjans hörpuleikari verk eftir Joseph Jongen, Eugéne Bozza og Atla Heimi Sveinsson. Meginstoð tónleikanna verður þó flutningur þeirra á nýsömdu tón- verki eftir Önnu S. Þorvalds- dóttur við Almanaksljóð séra Bolla Gústavssonar, fyrrverandi vígslubiskups og föður söng- konunnar Gerðar. Gerður Bolladóttir sópran- söngkona byrjaði ung að syngja í kirkjunni hjá prestinum og bisk- upnum föður sínum. Gerður hefur haldið tón leika víðs vegar á Íslandi, Bandaríkjunum, Græn- landi og nú síðast í Færeyjum í júní síðastliðnum. Hún hefur aðallega einbeitt sér að ljóðasöng og kirkjutónlist. Sophie Marie Schoonjans hörpuleikari hefur leikið með ýmsum hljómsveitum á ferli sínum, meðal annars Fíl harmóníu- hljómsveitinni í Hong Kong, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Orchestre du Festival de Brux- el les og verið virkur flytjandi kammertónlistar hér á landi og erlendis. Pamela De Sensi hefur komið fram á fjölda tónleika bæði sem einleikari og í kammerhópum víða á tónlistarhátíðum í Evrópu og Ameríku. Hún starfar sem tón- listarkennari við Tónlistarskóla Árnesinga og Kópavogs. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er til húsa að Laugarnestanga 70. Tónleikarnir fara fram þriðju- dagskvöldið 2. september og hefj- ast kl. 20.30. - vþ Almanaksljóð séra Bolla TÓNLISTARKONURNAR Gerður Bolladótt- ir og Sophie Marie Schoonjans koma fram á tónleikum í Listasafni Sigurjóns á þriðjudagskvöld. Á morgun hefst fimmta starfsár Tónlistarhússins Laugarborgar. Á upphafstónleikunum kemur fram Þórunn Lárusdóttir söng- og leikkona en hún syngur fyrir tónleikagesti þekkt lög úr leikritum og söngleikjum. Hefjast tónleikarnir kl. 15. Með henni leikur Hljómsveit hússins en hana skipa Daníel Þorsteins- son á píanó, Eiríkur Stephensen á kontrabassa og Halldór Hauksson á trommur. Eins og venja er á upphafstónleikum starfsárs reiða kvenfélagskonur í Iðunni fram sunnudagskaffi að tónleikum loknum. Tónlistarhúsið Laugarborg hefur starfað frá því í ársbyrjun 2003 sem tónlistarhús eftir viðamiklar breytingar. Tónlistar- félag Akureyrar annast tónleika- hald og fjölþætta tónlistarstarf- semi í húsinu. Í Laugarborg er einn vandað- asti konsertflygill landsins sem er í eigu minningarsjóðs um tónlistarmanninn Ingimar Eydal og hefur húsið sjálft og hljóð- færið fengið mikið lof þeirra fjölmörgu listamanna sem þar hafa flutt tónlist. Þórunn í Laugarborg TÓNLIST Þórunn Lárusdóttir leik- og söngkona. Kammersveit 21 heldur sína fyrstu tónleika í Hásölum, sal Tónlistarskólans í Hafnarfirði, annað kvöld, sunnudaginn 31. ágúst kl. 20. Kammersveit 21 er strengjasveit samansett af ungum tónlistarnemendum, 21 talsins, sem eru langt komnir í námi, hér heima og erlendis. Flutt verða Kunst der Fuge, eftir Johann Sebastian Bach, Toccata per Archi eftir Oliver Kentish, Palladio for Strings eftir Karl Jenkins og Prélude op. 3 nr. 2 eftir Sergej Rakhmaninoff. Stjórnandinn Philip Lehmann er frá Þýskalandi og stundar þar nám í hljómsveit- arstjórnun. Einleikarar eru Huld Hafsteinsdóttir og Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir. Þær stunda báðar framhaldsnám í fiðluleik, Huld í Þýskalandi og Guðbjörg Hlín í Hollandi. Kammersveit 21 í firðinum HULD HAFSTEINSDÓTTIR Sjálfboðaliða vantar í fjölmörg verkefni Reykjavíkurdeildar! Helstu verkefni eru: • Konukot - athvarf fyrir heimilislausar konur • Sölubúðir á sjúkrahúsum • Bókasöfn á sjúkrahúsum • Heimsóknarþjónustu • Heimanámsaðstoð og málörvun fyrir börn af erlendum uppruna, • Busl félagstarf með hreyfi hömluðum krökkum • Skyndihjálparhópur • Hjálparsíma Rauða krossins 1717 • Fatafl okkun ...auk fjölda annarra verkefna! Viltu leggja lið í 2-12 tíma á mánuði? Hver stund sem gefi n er í sjálfboðavinnu er ómetanleg og þungt lóð á vogarskálarnar. Frekari upplýsingar um verkefni fást í síma 545 0408 og á netfangið sjalfbodamidlun@redcross.is og á www.redcross.is/reykjavik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.