Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 38
● heimili&hönnun Kvikmyndir eru kjörinn vett- vangur til að sækja sér innblást- ur fyrir heimilið þar sem hús og heimili eru þar innréttuð til að skapa visst andrúmsloft. Sex and the City-þættirnir og kvikmyndin hafa veitt mörgum innblástur í fatavali en þangað er líka hægt að sækja hugmyndir um hvernig innrétta megi heimil- ið. Fataskápur Carrie Brad shaw er heimsfrægur og svöl New York íbúð Big ætti að veita margar skemmtilegar hugmyndir. Íbúð ofurhetjunnar Batman/ Bruce Wayne í nýjustu Batman- myndinni, The Dark Knight, er einföld í sniðum, smart og að sjálfsögðu dökk. Naumhyggjan ræður þar ríkjum. Þeir sem að- hyllast naumhyggju geta einn- ig sótt innblástur í vísindaskáld- skap hvíta tjaldsins þar sem hreinar línur eru allsráðandi eins og sést til dæmis á heimili fjölskyldunnar í kvikmyndinni Artificial Intelligence: A.I. Fáar myndir ef nokkrar ná þó jafn- góðum tökum á naumhyggjunni og kvikmyndin 2001: A Space Od- yssey. Nútímaleg hönnun og ein- föld formin heilla enn í dag, þó að kvikmyndin sé orðin 40 ára gömul. Sækist fólk hins vegar eftir gamaldags glam- úr eru það gömlu svart- hvítu myndirnar sem ættu að verða fyrir val- inu. Bíómyndin My Man Godfrey státar af glæsi- legri íbúð í Art Deco stíl og íbúð hjónanna í The Thin Man er í glæsilegum New York-stíl fjórða áratug- arins. Glamúrinn einn ræður svo ríkjum í myndinni Dinner at Eight með Jean Harlow í aðal- hlutverki. Listinn er að sjálfsögðu enda- laus því þær eru ófáar kvikmynd- irnar sem státa af spennandi hönnun og stíl sem kveikja nýjar hugmyndir. - keþ Af hvíta tjaldinu ● Innblástur fyrir heimilið er hægt að sækja víðar en á síður glanstímarita. Til dæmis í kvikmyndir þar sem hús og heimili eru oft fallega stílfærð. Ekki væsir um Jean Harlow í þessu glæsilega rúmi í myndinni Dinner at Eight. Risastórir púðar, silkitjöld og blómavasar auka á glamúrinn. Pedro Almodóvar er snillingur í litasamsetningum eins og sjá má í öllum hans myndum og er Volver þar engin undantekning. Carrie Bradshaw og Big kúra í rúmi með svörtum rúmgafli og svartir lampar standa á náttborðinu. Öll íbúðin er svo skreytt svarthvítum ljósmyndum af trjám í svörtum römmum. Oliver Morgue hannaði Djinn stólanna sem notaðir eru í kvik- myndinni 2001: A Space Odyssey. Myndin er 40 ára gömul og þykir hönnun hennar enn í dag vera framúrstefnuleg. Kúlu- stóllinn eftir Eero Aarnio hefur oft komið við sögu á hvíta tjaldinu og þá helst í vísindaskáldskap. Vondi karlinn í sjónvarpsþáttun- um The Prisoner frá sjö- unda áratugum sat í einum slíkum á meðan hann lagði á ráðin um heimsyfirráð. hönnun F alling vase“ eftir sænska hönnunarteymið Front Design fangar augnablikið þegar vasi fellur um koll. Teymið, sem er einungis skipað konum, heldur því fram að það eigi fyrir öllum vösum að liggja að falla um koll og brotna í spað. Hönnuðirnir fanga augnablikið þegar vasinn snýst í hringi rétt áður en hann skellur í gólfið og splundrast. Útkoman er átta sam- fastir vasar sem til dæmis má láta hlykkjast niður enda á hillu, koma fyrir á borðbrún eða uppi á skáp. Þá er ekki einungis um skraut og skemmtilega hönnun að ræða því vel er hægt að stinga blómum í þá vasa sem snúa upp og því um talsvert notagildi að ræða. Þó sómir vasinn sér einnig vel án nokkurra blóma enda um óhefðbundinn mun að ræða er vekur athygli. Sjá nánar á frontdesign.se. Vasi á hreyfingu Miele þvottavél verð frá kr.: 109.995 Sportlínan frá Miele Hreinn sparnaður A B Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur 30. ÁGÚST 2008 LAUGARDAGUR10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.