Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 36
 HEIMILISHALD MIKAEL MARINÓ RIVERA ● Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson tók mynd á heimili Hildar Kristjánsdóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Hrefna Sigurjónsdóttir hrefna@frettabladid.is, Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is, Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Stein- grímsson s. 517 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnars- dóttir kristina@frettabladid.is. Halldór Sturluson, myndlistar- maður, er mikill fagurkeri og hefur nýlega sett upp vinnuað- stöðu til að starfa að myndlist á heimili sínu. Þar má finna vinnu- borð sem er eftir ítalska hönnuð- inn Joe Colombo sem hannaði það árið 1969. „Ég sá þetta borð á yfirlits- sýningu á verkum Joe Colombo í Triennale í Mílanó þar sem ég stundaði myndlistarnám um nokk- urra ára skeið. Joe Colombo var þekktur fyrir það að hanna hluti sem höfðu mikið notagildi. Einn- ig var hann þekktur fyrir að hanna hluti sem hægt var að setja saman í litla einingu og spara þannig pláss í litlum rýmum,“ útskýrir Halldór áhugasamur og bætir við: „Það er í raun ótrúlegt hvað er hægt að nota borðið í margt. Geymslurými þess er miklu meira en maður heldur og á því eru fjölmargar skúffur og hólf sem koma sér vel.“ Í borðinu kemur Halldór fyrir öllu því sem fylgir myndlist hans, til dæmis öllum penslunum og málningunni. „Að hafa allt á einum stað er mjög nauðsynlegt og það gerir ekkert annað en að auðvelda manni vinnuna. Ég er alveg laus við það að leita út um allt að einhverjum einum hlut en með borðinu er hægt að ganga að hlutunum vísum,“ út- skýrir Halldór ánægður með vinnu- borðið. - mmr Gott að allt sé vel geymt á einum stað ● Halldór Sturluson sá vinnuborð á yfirlitssýningu á verkum Joe Colomco í Mílanó á Ítalíu. Þegar Halldór gerði sér vinnuaðstöðu heima hjá sér fékk sér umrætt vinnuborð. Halldór Sturluson er mjög sáttur við vinnuborðið sem hannað var af Joe Colombo árið 1969. FRÉTTABLAIÐI/RÓSA F yrsta lægð haustsins er mætt á svæðið og gasgrillið var við það að fjúka til Borgarfjarðar. Nú fer veðrið að versna og við getum sagt bless við sólríkar stundir úti í garði eða á svölunum. Ég hef orðið mér út um kassa og er farinn að pakka niður öllu því er tengist sumrinu. Fyrir mér er sumarið búið enda ágústlok og septemb- er handan við hornið. Ég veit vissulega að ég er mjög svartsýnn og lagstur í hálfgert skammdegisþunglyndi en það er varla hægt annað þegar úti er rigning og rok og allt er að fjúka. Á haustin fer maður ósjálfrátt að eyða meiri tíma heima hjá sér í hlýjunni og því þarf að undirbúa heimilið undir það. Gott er að kynna sér hvað sjónvarpið hefur upp á að bjóða og fjár- festa í stöðvum sem bjóða best. Koma þarf sjónvarpinu í stand með því að pússa skjáinn vel svo myndin sé sem skýrust. DVD-spilarinn er nauðsynlegt tæki sem allir ættu að hafa ef ske kynni að sjónvarpsdagskráin skyldi klikka, en þá er hægt að hlaupa út á næstu leigu og taka eina mynd eða svo. Námsmenn draga fram skruddurnar og fljót- lega breytist heimilið í litla útgáfu af skóla- stofu. Útprentuð blöð og skólabækur verða heimilismublur á einni nóttu og því verður annað að víkja fyrir þeim. Sjálfur ætla ég að taka til í geymslunni og gera allt sem ég get til þess að útbúa þar lítinn lærdómshelli, þannig að stofan og svefnherbergið fái frið. Sannarlega er viss sjarmi yfir því að læra inni í lítilli kompu með dósum og óhreina tauinu. Á haustin verður heimilið allt annað en yfir sumartímann og maður uppgötvar ýmsa hluti sem maður hefur ekki tekið eftir á sumrin. Veðr- ið var stórkostlegt í sumar og féllu hitametin hvert af öðru eins og ís- lenska krónan. Því var ekki gert ráð fyrir að maður væri að hanga heima hjá sér og bora í nefið, hvað þá að drekka rjúkandi kaffi. Vegna veðurfarsins hefur kaffivélin staðið nánast ósnert í sumar og í vikunni tók ég eftir henni í eldhúsinu í fyrsta skipti í mánuð. Ég fékk hálfgert samviskubit yfir að hafa ekki notað kaffivélina og hef síðustu daga drukkið kaffi á við tuttugu manns og hef um leið lítið sofið. Sumarið er sannarlega tíminn og þar sungu meðlimir hljómsveitar- innar GCD ekki feilnótu. Allt iðar á sumrin. Allir eru kátir á götum úti en svo kemur eitt stykki lægð eins og skrattinn úr sauðarleggnum og eyðileggur alla stemninguna. Kæru Íslendingar nær og fjær, haustið er komið og það kom í gær. Haustið er komið! „Á haustin verður heimilið allt annað en yfir sumartím- ann og maður uppgötvar ýmsa hluti sem maður hefur ekki tekið eftir á sumrin.“ ● heimili&hönnun ● HOTMAN ER NAUÐSYNLEGUR Í ÖLL ELDHÚS. Hotman er hannaður til þess að halda heitum eldhúspottum á borð- um og hann notar sterka fætur sína og hendur til þess. Hotman er alltaf með galopin munninn svo hægt sé hengja hann á öruggan stað í eldhúsinu og auðvelt er að finna hann þegar leggja á eldhúspottana á borðið. Nú er veturinn á næsta leyti og þá eru heitir pottar oft á borðum. Þá er Hotman ómissandi hlutur í eldhúsið. Hotman er hannaður af Peleg Design og fæst víða í netverslun- um. Má þar meðal annars nefna http://www.giftlab.co.uk og http://www.drinkstuff.com. 30. ÁGÚST 2008 LAUGARDAGUR8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.