Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.08.2008, Blaðsíða 30
„Markaður fyrir notaðar vinnu- vélar er mun líflegri nú en á sama tíma í fyrra, en því miður er lítið til af slíkum kosti í landinu. Nú fara heilu skipsfarmarnir utan vegna hagstæðrar gengisþróunar á slíkum vélakosti til útlanda,“ segir Gunnar Einarsson, sölustjóri hjá Vélum og þjónustu. „Í fyrra keyptu verktakar nýjar vinnuvélar, en í dag velja margir þann kost að leigja því þeir eiga í verulegum erfiðleikum með að fjármagna vélakaup. Vinnuvélar eru dýr atvinnutæki, á verðinu 10 milljónir og upp úr, en í dag er enginn hægðarleikur að fá lánsfé og stendur aðeins til boða þeim sem standa vel. Í fyrra fékkst 100% fjármögnun, en í dag verða menn að eiga þriðjung til útborg- unar, plús virðisaukaskatt,“ segir Gunnar alvarlegur í bragði. „Verðgildi vinnuvéla fellur um 20% fyrsta árið og 15% árin á eftir. Þriggja ára vinnuvélar þykja gamlar þar sem Íslendingar nota þær á annan hátt en erlendis. Við notum eina og sömu vélina í allt; hvort sem það er mold, sandur, möl eða grjót, en erlendis er ein vél notuð fyrir hvert og eitt hrá- efni. Viðhaldskostnaður er því umtalsverður þegar aldurinn fær- ist yfir, en kaup á notaðri vinnuvél geta verið hagstæð fyrir þá sem eru með verkstæði sjálfir, því vinnuhlutinn hefur hækkað, eins og annað.“ Í Vélaborg er einnig rólegra yfir vötnum en áður. „Það er alltaf hreyfing í notuð- um vinnuvélum en sala á nýjum vinnuvélum hefur snarminnkað,“ segir Ólafur Erlingsson, sölumað- ur hjá Vélaborg. „Fjármögnun helst í hendur við gengisþróun og fyrsta árið rýrnar andvirði vinnuvéla um 20%. Inn- kaupsverð á nýjum vélum er 40 prósent hærra í dag en á sama tíma í fyrra og að sama skapi hafa notaðar vélar hækkað, miðað við afskriftareglur,“ segir Ólafur. „Vel meðfarnar vinnuvélar eru alltaf eftirsóttar, en verra er með útjaskaðar vélar sem ekki hafa verið í höndum vandaðra véla- manna. Slælegt viðhald bitnar á verði, en æ fleiri vanda nú til við- halds því þeir sjá ekki fram á að geta endurnýjað á næstunni og ætla sér að láta vélarnar duga lengur.“ thordis@frettabladid.is Notaðar vélar vinsælar Á tímum niðursveiflu í íslensku efnahagslífi fer þeim fækkandi sem geta eignast nýjar vinnuvélar. Eftirspurn eftir notuðum vinnuvélum er mikil, en flestar eru seldar til útlanda vegna hærra andvirðis. Að sögn Gunnars Einarssonar, sölustjóra vinnuvéla hjá Vélum og þjónustu, fara flestar notaðar vinnuvélar frá Íslandi á uppboð erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HEKLA mun frumsýna nýjan Volkswagen Passat CC í sýningarsal Volkswagen, HEKLU-húsinu, Laugavegi 174, í dag. Sýningin hefst klukkan 10 og stendur yfir til klukkan 16. Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.