Fréttablaðið - 30.08.2008, Síða 30

Fréttablaðið - 30.08.2008, Síða 30
„Markaður fyrir notaðar vinnu- vélar er mun líflegri nú en á sama tíma í fyrra, en því miður er lítið til af slíkum kosti í landinu. Nú fara heilu skipsfarmarnir utan vegna hagstæðrar gengisþróunar á slíkum vélakosti til útlanda,“ segir Gunnar Einarsson, sölustjóri hjá Vélum og þjónustu. „Í fyrra keyptu verktakar nýjar vinnuvélar, en í dag velja margir þann kost að leigja því þeir eiga í verulegum erfiðleikum með að fjármagna vélakaup. Vinnuvélar eru dýr atvinnutæki, á verðinu 10 milljónir og upp úr, en í dag er enginn hægðarleikur að fá lánsfé og stendur aðeins til boða þeim sem standa vel. Í fyrra fékkst 100% fjármögnun, en í dag verða menn að eiga þriðjung til útborg- unar, plús virðisaukaskatt,“ segir Gunnar alvarlegur í bragði. „Verðgildi vinnuvéla fellur um 20% fyrsta árið og 15% árin á eftir. Þriggja ára vinnuvélar þykja gamlar þar sem Íslendingar nota þær á annan hátt en erlendis. Við notum eina og sömu vélina í allt; hvort sem það er mold, sandur, möl eða grjót, en erlendis er ein vél notuð fyrir hvert og eitt hrá- efni. Viðhaldskostnaður er því umtalsverður þegar aldurinn fær- ist yfir, en kaup á notaðri vinnuvél geta verið hagstæð fyrir þá sem eru með verkstæði sjálfir, því vinnuhlutinn hefur hækkað, eins og annað.“ Í Vélaborg er einnig rólegra yfir vötnum en áður. „Það er alltaf hreyfing í notuð- um vinnuvélum en sala á nýjum vinnuvélum hefur snarminnkað,“ segir Ólafur Erlingsson, sölumað- ur hjá Vélaborg. „Fjármögnun helst í hendur við gengisþróun og fyrsta árið rýrnar andvirði vinnuvéla um 20%. Inn- kaupsverð á nýjum vélum er 40 prósent hærra í dag en á sama tíma í fyrra og að sama skapi hafa notaðar vélar hækkað, miðað við afskriftareglur,“ segir Ólafur. „Vel meðfarnar vinnuvélar eru alltaf eftirsóttar, en verra er með útjaskaðar vélar sem ekki hafa verið í höndum vandaðra véla- manna. Slælegt viðhald bitnar á verði, en æ fleiri vanda nú til við- halds því þeir sjá ekki fram á að geta endurnýjað á næstunni og ætla sér að láta vélarnar duga lengur.“ thordis@frettabladid.is Notaðar vélar vinsælar Á tímum niðursveiflu í íslensku efnahagslífi fer þeim fækkandi sem geta eignast nýjar vinnuvélar. Eftirspurn eftir notuðum vinnuvélum er mikil, en flestar eru seldar til útlanda vegna hærra andvirðis. Að sögn Gunnars Einarssonar, sölustjóra vinnuvéla hjá Vélum og þjónustu, fara flestar notaðar vinnuvélar frá Íslandi á uppboð erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HEKLA mun frumsýna nýjan Volkswagen Passat CC í sýningarsal Volkswagen, HEKLU-húsinu, Laugavegi 174, í dag. Sýningin hefst klukkan 10 og stendur yfir til klukkan 16. Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F .

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.