Fréttablaðið - 12.09.2008, Síða 2

Fréttablaðið - 12.09.2008, Síða 2
2 12. september 2008 FÖSTUDAGUR Guðmundur, óttist þið ekki háa tolla af innflutningi á Eika Hauks? „Það er nú það. Það er auðvitað bannað að flytja inn rautt kjöt.“ Baggalútsmenn ætla að flytja hinn rauðhærða Eirík Hauksson sérstaklega inn frá Noregi til að syngja á væntanlegri breiðskífu hópsins. Guðmundur Pálsson er meðlimur í Baggalúti. LÖGREGLUMÁL Maðurinn sem lædd- ist inn í hús við Grettisgötu að næturlagi aðfaranótt laugardags- ins síðastliðins og er nú grunaður um að hafa áreitt stúlkubarn kyn- ferðislega hefur hlotið refsidóma fyrir húsbrot og sætt rannsóknum vegna kynferðisbrotamála. Þetta er sami maður og læddist inn í hús að næturlagi á Seyðisfirði og gerði tilraun til að ræna fjög- urra ára dóttur húsráðenda, eftir að hann hafði tekið hana sofandi upp úr rúmi sínu. Heimilisfaðirinn hafði heyrt þrusk á heimili sínu skömmu eftir klukkan eitt um nóttina. Skömmu síðar heyrði hann umgang og gekk fram til að vita hverju það sætti. Útidyrnar stóðu þá opnar og maður var á leið frá húsinu með fjögurra ára dóttur hans í fanginu. Faðirinn hljóp til og náði að hrifsa barnið úr fanginu á aðkomumanninum í garði hússins. Húsbrotsmaðurinn lét sig þá hverfa út í nóttina. Lögreglan náði manninum skömmu síðar ráfandi um bæinn. Reyndist hann vera aðkomumaður á Seyðisfirði sem gisti hjá ættingj- um. Taldi lögregla við handtökuna að maðurinn væri undir áhrifum lyfja eða annarra vímuefna. Embætti ríkissaksóknara ákærði manninn síðan fyrir húsbrot og brot gegn frjálsræði manna. Hann var dæmdur í tveggja ára fang- elsi. Athæfi mannsins á Grettisgötu aðfaranótt síðastliðins laugardags var með mjög svipuðum hætti og það sem að ofan greinir. Grunur leikur á að hann hafi komist inn í húsið við Grettisgötu gegnum glugga. Kona var ein heima ásamt sex ára stúlkubarni þegar maður- inn braust inn í húsið. Konan var í fasta svefni en vaknaði við að ein- hver var á ferli í íbúðinni. Hún fór á stjá og mætti þá ókunnugum manni. Hann lagði á flótta þegar hann sá hana. Lögreglan hóf þegar í stað leit að manninum og fann hann síðdegis á mánudag. Maðurinn, sem er um fertugt, var yfirheyrður að hand- töku lokinni. Hann var síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald til 29. september. Kynferðisbrota- deild lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu rannsakar málið. Rann- sóknin snýr meðal annars að því hver afskipti mannsins af barninu hafi verið. jss@frettabladid.is GRETTISGATA Maðurinn sem situr nú í gæsluvarðhaldi komst að líkindum inn um glugga á húsi við Grettisgötu. Hann er grunaður um kynferðislegt áreiti gegn lítilli stúlku sem þar var. Húsin sem sjást á myndinni eru óviðkomandi atburðinum. Sá grunaði dæmdur fyrir að ræna barni Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa áreitt stúlkubarn kynferðislega um síðustu helgi í húsi við Grettisgötu, hafði áður hlotið dóm fyrir að ræna fjögurra ára stúlku. Hann hefur hlotið nokkra dóma fyrir húsbrot. STJÓRNMÁL Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ótímabært að fjalla um hvaða efnahagslegu áhrif gætu fylgt hugsanlegum aðgerðum stjórnvalda til að reisa við forsendur kjarasamninga. „Það er ekki tímabært ennþá að fjalla um það. Aðilar vinnumark- aðarins eru að tala saman og það er fínt, við fögnum því, en það hefur ekki borist neitt frá þeim til okkar. Og við erum auðvitað að vinna okkar vinnu og með í undirbúningi það sem að okkur snýr, óháð því sem þeir eru að gera,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið. - bþs Endurreisn kjarasamninga: Aðkoma stjórn- valda í vinnslu EFNAHAGSMÁL „Við teljum að þó að það verði hér samdráttur, sem við segjum að sé nauðsynleg aðlögun eftir þá miklu spennu sem hér hefur ríkt, þá teljum við okkur ekki vera að fara í neinn frosta- vetur,“ sagði Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðla- bankans, við kynningu stýrivaxta- ákvörðunar í gær. Bankinn tilkynnti þá að stýrivextir yrðu óbreyttir, 15,5 prósent. Davíð Oddsson sagði jafnframt að Seðlabankinn teldi að verð- bólga væri nærri hámarki og að hún ætti eftir að hjaðna hratt á næsta ári. - ikh / sjá síðu 16 Óbreyttir stýrivextir Seðlabanka: Enginn frostavet- ur fram undan LÖGREGLUMÁL Ivan Konovalenko, sem var eftirlýstur af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, slapp úr landi í fyrrakvöld. Lögreglunni láðist að láta landamæradeildina á Suður- nesjum vita af manninum og gekk hann óáreittur í gegnum landa- mæraeftirlitið í Keflavík. „Það stóð til að láta vita af honum og auðvitað hefði verið hyggilegra að vera búinn af því, en svona er þetta,“ segir Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlög- regluþjónn. Lítill tími hafi verið til umráða. Konovalenko er grunaður um aðild að stórfelldri líkamsárás um síðustu helgi. - kóþ, jss Eftirlýstur og flúinn úr landi: Eftirlitið var ekki látið vita best „Það er auðvitað www.americanexpress.is er útgefandi American Express® á Íslandi Kortið sem kemur þér út H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 0 8 – 1 5 4 1 Tvöfaldi r Vildarpu nktar í septem ber Gildir af allri velt u að fá alltaf Vildarpunkta þegar maður notar kortið sitt, bæði heima og erlendis.“ MANNFAGNAÐUR Hótel Hvolsvöllur efnir til stórs stefnumóts einhleypra annað kvöld. Þar verður hægt að dorma í heitum pottum áður en fordrykkur og síðan kvöldverður er borinn fram við kertaljós og kósíheit og síðan stíga dans við lifandi tónlist. „Ég mun raða til borðs en blanda mér ekkert í hverjir gista saman og gef fólki leyfi til að ráfa milli herbergja. Aldurstakmark er 25 ár svo hér er um fullþroskað fólk að ræða,“ segir hótelstjórinn Óli Jón Ólafsson, sem kveðst þó vona innst inni að einhver finni sér framtíðarmaka. - gun / sjá Allt í miðju blaðsins Kósíkvöld á Hvolsvelli: Stefnumót fyrir einhleypinga VERTAR Stefán Ragnarsson, Óli Jón Ólafsson og Gunnar Már Geirsson á Hótel Hvolsvelli. MYND/BJÖRGVIN ÓSKARSSON Samið um eldflaugavarnir Ríkisstjórn Tékklands samþykkti í vikunni seinni hluta samnings við Bandaríkin um eldflaugavarnir. Þjóð- þing landsins á þó eftir að staðfesta samninginn, en á þingi hefur hann ekki átt mikinn stuðning. TÉKKLAND LÖGREGLUMÁL Lögregla lagði hald á vegabréf, önnur persónuskilríki, ýmis skjöl og 1,6 milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í gær á sjö dvalarstöðum hælisleitenda í Reykjanesbæ. Fjármunirnir voru í ýmsum gjaldmiðlum. Nær sextíu lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni og var leitað hjá 42 hælisleitendum. Meginmarkmið aðgerðanna var að leita persónuskilríkja og gagna til að bera kennsl á hælisleitendur. Lögregla segist hafa rökstuddan grun um að hælisleitendur komi slíkum gögnum undan og framvísi þeim ekki meðan á hælismeðferð stendur. Húsleitirnar voru árangurs ríkar, samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu. Aðgerðin fór fram á grundvelli úrskurða Héraðsdóms Reykja- ness. Lögregluembættin á Suður- nesjum og á höfuðborgarsvæðinu, ásamt ríkislögreglustjóra, tóku þátt í henni, og kom Útlendinga- stofnun að undirbúningnum. Atli Viðar Thorstensen hjá Rauða krossi Íslands segir að alltaf komi fyrir að einhverjir hælisleitendur framvísi ekki rétt- um pappírum, eða hafi ekki tök á því. „En við leggjum áherslu á að hvert mál er einstakt og þau beri að rannsaka eftir því,“ segir Atli Viðar. - jss, kóþ LÖGREGLAN AÐ STÖRFUM Samtals 58 lögreglumenn tóku þátt í húsleitum á sjö stöðum í Reykjanesbæ. Nær sextíu lögreglumenn í Reykjanesbæ gerðu húsleit hjá hælisleitendum: Hald lagt á vegabréf og peninga EFNAHAGSMÁL Ef Samtök atvinnu- lífsins, SA, og Alþýðusamband Íslands, ASÍ, ná samstöðu um heildarsýn á aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum og þróun kjara- mála til þess að stuðla að stöðug- leika og hagvexti í framtíðinni þarf að hefja viðræður við ríkis- stjórnina á þeim grunni. Þetta kemur fram í grein Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra SA, á vef samtakanna. „Ekki hefur enn reynt á það hvort nauðsynleg samstaða næst en á það verður látið reyna,“ segir Vilhjálmur. „Það þarf líka að hafa í huga að afstaða til ein- stakra mála í viðræðum af þessu tagi fer í ýmsum tilvikum eftir því hvernig þau falla inn í heild- armyndina og hvort hún skapar þær raunhæfu framtíðarvænt- ingar um stöðugleika og hagvöxt sem sóst er eftir.“ Í fjölmiðlum hefur komið fram að SA hafi kynnt tólf punkta hug- myndir að stöðugleika fyrir for- ystumönnum innan ASÍ. Í tillög- unum er meðal annars gert ráð fyrir að Íbúðalánasjóður verði lagður niður og hafa forystu- menn innan verkalýðshreyfing- arinnar þegar hafnað því. Vilhjálmur segir að SA hafi unnið sína heimavinnu og velt upp margvíslegum hugmyndum. Fjölmiðlaumfjöllun sé „ótíma- bær vegna þess að viðræðurnar eru svo skammt komnar og eng- inn verið beðinn um að taka afstöðu til þeirra, hvorki innan SA né ASÍ og hvað þá að sameig- inleg afstaða hafi verið mótuð“. - ghs SKAMMT KOMIÐ Vilhjálmur Egilsson segir viðræðurnar skammt á veg komnar. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, um hugmyndir í efnahagsmálum: Enginn beðinn um afstöðu FÓLK Hinn 21. september frum- sýnir Stöð 2 fyrsta þátt Dag- vaktarinnar. Þættirnir verða á dagskrá á sunnudagskvöldum. Spennuþáttaröðin Svartir englar verður á dagskrá á nákvæmlega sama tíma hjá Ríkissjónvarpinu. Þættirnir verða frumsýndir 21. september. Pálmi Gunnarsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir þetta gert til höfuðs Stöðvar 2 en Þórhallur Gunnarsson, dagskrár- stjóri RÚV, segir svo ekki vera. - jbg / sjá síðu 42 Slagur milli Stöðvar 2 og RÚV: Innlendir þætt- ir á sama tíma SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.