Fréttablaðið - 12.09.2008, Page 8

Fréttablaðið - 12.09.2008, Page 8
8 12. september 2008 FÖSTUDAGUR 1 Hver er forstjóri Íslandspósts sem hyggst færa út kvíarnar í flutningastarfsemi? 2 Hvar strandaði olíuflutn- ingaskip í vikunni? 3 Hvaða gamalkunni rokkari kennir kúrs um beat-bókmennt- ir í Háskóla Íslands í vetur? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 42 EFNAHAGSMÁL „Þetta eru góðar fréttir,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra eftir að ný Hagtíðindi Hagstofunnar lágu fyrir í gær- morgun. Í þeim kemur meðal annars fram að hag- vöxtur á síðasta ári og á fyrri hluta þessa árs var meiri en búist var við, þjóðarútgjöld, inn- flutningur og einkaneysla hafa dregist saman og útflutningur vaxið. Geir segir niðurstöðurnar hagstæðari en hann átti von á. „Þessi aukni hagvöxtur skiptir máli með tilliti til afkomu ríkissjóðs, hann er vísbending um að framleiðsl- an sé að sækja í sig veðrið, útflutningur er stórvaxandi og þetta gefur vonir um að við náum hér jafnvægi í efnahagsmálum fyrr heldur en ella.“ Verðbólgan er eftir sem áður mikil – allt of mikil, að mati Geirs. Spár geri þó ráð fyrir að hún muni ganga hratt niður og vextir þá lækka jafnhliða eða í kjölfarið. Sú staðreynd að framleiðslan hefur ekki dregist saman vekur vonir um að atvinnuleysi aukist ekki í takt við spár. „Það sem menn ótt- uðust mest var að samhliða mikilli verðbólgu yrði samdráttur og fjöldaatvinnuleysi. Það virðist sem líkurnar á því séu miklu minni en talið var.“ Þar sem mörgum stórframkvæmdum er lokið eða að ljúka var fjárfesting á öðrum fjórðungi ársins 26 prósentum minni en á sama tíma í fyrra. „Þetta er partur af því að hagkerfið er að kasta mæðinni,“ segir Geir. Fyrir vikið dragi úr vöruskipta- og þjónustu- halla. Gerð fjárlaga er á lokasprettinum en fjár- lagafrumvarpið verður kynnt 1. október. Geir vill fátt segja um efni þess. „Það er þó óhætt að segja að fjárlögin verða í takt við ástandið en svo skiptir máli hvaða pólitíska stefna er mótuð. Og ég bendi á að í mörg ár hefur því verið spáð að á árinu 2009 myndi koma fram halli. Við búum þá að því að mörg undanfarin ár höfum við verið með afgang og náð að safna í sarpinn til að mæta hallaárunum. Það þarf að horfa á þetta yfir lengra tímabil en bara eitt ár.“ Þótt nýjar þjóðhagstölur gefi tilefni til bjart- sýni kveðst Geir ekki gera lítið úr því að Íslendingar gangi nú í gegnum erfiðleikaskeið. „Það eru erfiðleikar vegna verðbólgunnar og það eru erfiðleikar með fjármögnun hjá bönk- unum og í atvinnulífinu. Að stórum hluta til eru þeir erfiðleikar innfluttir en eru stað- reyndir eigi að síður. Þessar tölur breyta því ekki.“ bjorn@frettabladid.is Geir telur að jafnvægi gæti náðst fyrr en áður var talið Forsætisráðherra segir nýjar tölur um framleiðslu og útflutning gefa vonir um að jafnvægi í efnahagsmálum geti náðst fyrr en ella. Einkaneyslan dróst saman um 3,2 prósent á milli ársfjórðunga. GEIR H. HAARDE KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Um leið og landsframleiðsl- an vex dregst einkaneysla saman. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Landsframleiðslan var 5% meiri á öðrum ársfjórðungi en á sama tímabili í fyrra. Aukin álframleiðsla vegur þar þyngst. ■ Þjóðarútgjöld drógust saman um 8%. ■ Einkaneyslan dróst saman um 3,2%. ■ Fjárfestingar drógust saman um 25,8%. ■ Útflutningur jókst um 25%. ■ Innflutningur dróst saman um 12%. ■ Bílakaup drógust saman um 40%. ■ Útgjöld Íslendinga erlendis drógust saman um 16%. ■ Hagvöxtur á fyrri helmingi ársins er talinn vera 4,1%. Heimild: Hagstofan AUKIN FRAMLEIÐSLA VINNUMARKAÐUR Launa- munur kynjanna er við- varandi og vaxandi vanda- mál hjá hinu opinbera. Kynbundinn launamunur telst nú vera fimmtán pró- sent og hefur vaxið um þrjú prósent milli ára. Þetta kemur fram í niður- stöðum launakönnunar SFR 2008. „Það neikvæða er að launamunur kynjanna skuli aukast. Það kemur verulega á óvart miðað við þá umræðu sem hefur verið. Maður hefði haldið að það færi að slá á launamuninn en hann hefur aukist um þrjú prósent milli ára. Það er ofboðslega mikið og alveg skelfilegt,“ segir Árni Stefán Jónsson, for- maður SFR. „Launamunurinn gerist í ákvörðunum forstöðu- manna stofnana. Ég hef á tilfinningunni að karlmenn fái meira út úr auka- greiðslum, fastri yfirvinnu og öðrum auka greiðslum. Þetta er ekki kjarasamn- ingsbundinn launamunur heldur gerist hann í persónulegum viðbótum og það er greinilegt að karlmenn njóta þeirra meira en konur,“ segir hann. Árni Stefán bendir á að fimmt- ungur félagsmanna SFR fái óunna yfirvinnu sem sé hátt hlutfall miðað við að launakerfið var tekið í gegn árið 1998, meðal annars til að draga úr launamun milli kynj- anna. Grunnlaun félagsmanna SFR hafa hækkað um fjórtán prósent og heildarlaun hafa hækkað um ellefu prósent milli ára 2007 og 2008. Launavísitala fyrir opinbera starfsmenn hefur hækkað um rúm sex prósent á sama tíma, sem þýðir að félagsmenn SFR hafa hækkað meira í launum en opin- berir starfsmenn almennt. - ghs ÁRNI STEFÁN JÓNSSON SFR hefur fengið niðurstöður úr launakönnun 2008: Launamunur kynjanna vex A R G U S / DANMÖRK, AP Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti í gær breytingar á ráðherraskipan í ríkisstjórn sinni, daginn eftir að Bendt Bendtsen sagði af sér sem aðstoðarforsætis- ráðherra og efnahagsráð- herra, um leið og hann sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. Lene Espersen, sem tekur við af Bendtsen sem flokksleiðtogi, verður jafnframt bæði efnahags- ráðherra og aðstoðarforsætis- ráðherra. Brian Mikkelsen verður dómsmálaráðherra og Carina Christensen menningarmálaráð- herra, en Lars Barfoed verður neytendaráðherra. - gb Forsætisráðherra Danmerkur: Kynnir breytta ráðherraskipan LENE ESPERSEN UMHVERFISMÁL „Yfir helmingurinn af álverum í heiminum er knúinn af vatnsaflsvirkjunum, því það vill svo til að það rennur vatn víðar í heiminum en hér,“ sagði Helgi Hjörvar, formaður umhverfisnefndar, á Alþingi í gær. Helgi hafnaði þar þeirri röksemdafærslu að það væri umhverfinu til sérstakrar blessunar að virkjað væri fyrir stóriðju á Íslandi, en stundum hefði verið talað um að annað- hvort yrðu álver rekin hér með „hreinni orku“ eða með mengandi kolabrennslu í fjarlægum löndum. - kóþ Helgi Hjörvar um virkjanir: Vatn rennur víðar en hér Fimm ár frá morðinu Svíar minntust þess í gær að fimm ár voru liðin frá því að Anna Lindh, þáverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar, var myrt í verslunarferð í Stokkhólmi. Formaður sænska Jafnaðarmanna- flokksins, Mona Sahlin, lagði blóm á leiði hennar. SVÍÞJÓÐ VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.