Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.09.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 12.09.2008, Qupperneq 10
 12. september 2008 FÖSTUDAGUR Faxafeni 12, Reykjavík • Glerárgötu 32, Akureyri. Glymur orðinn frægur! Jakkinn sem Anita Briem klæðist í myndinni Journey to the Center of the Earth. 66north.is / Septem ber 2008 Glymur Softshell, dömu jakki með hettu 25.500 kr. 15.300 kr. Glymur Softshell, herra jakki 25.500 kr. 15.300 kr. ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 35 93 0 9/ 08 • Austurbæjarskólinn var fyrsta húsið með hitaveitu í Reykjavík. www.or.is Hellisheiðarvirkjun að Nesjavalla- virkjun Laugardaginn 13. september verður farin gönguferð frá Hellisheiðarvirkjun og til Nesjavallavirkjunar. Gengið verður upp Sleggjubeinsskarð og upp á Vörðuskeggja sem er 805 metra hár. Þaðan verður farið niður í Kýrdal og í Nesjavallavirkjun. Gangan tekur u.þ.b. 6 klst. og er frekar erfið, að jafnaði um brattar fjalls- hlíðar. Nauðsynlegur búnaður eru góðir gönguskór, góður hlífðar- fatnaður og nesti. Orkuveita Reykjavíkur leggur til ferðir frá Reykjavík í Hellisheiðarvirkjun og til baka frá Nesjavallavirkjun og er mæting í höfuðstöðvar Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 kl. 10:00. Áætlaður komutími til baka kl. 18:00. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Leiðsögumaður er Hans Benjamínsson kynningarfulltrúi Hellisheiðarvirkjunar. Ef veður verður tvísýnt verður gengin auðveldari leið. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið BANDARÍKIN, AP Barack Obama og John McCain gerðu hlé á kosninga- baráttu sinni í gær og tóku sameiginlega þátt í minningar- athöfn í New York vegna árásanna á Bandaríkin 11. september 2001. Obama gat þó ekki stillt sig um að skjóta aðeins á George W. Bush Bandaríkjaforseta með því að minnast á að enn hefðu Banda- ríkjamenn ekki haft hendur í hári þeirra sem bæru ábyrgð á árásun- um. Sjö ár voru í gær liðin frá því að fjórum farþegaþotum var rænt, tveimur þeirra flogið á Tvíbura- turna World Trade Center í New York og einni á Pentagon-bygging- una í Washington, en sú fjórða hrapaði á akurlendi í Penn- sylvaníu. Þessi hryðjuverk kostuðu nærri þrjú þúsund manns lífið og urðu til þess að Bandaríkin hófu, ásamt bandamönnum sínum, hernað í Afganistan og hröktu talibana- stjórnina þar á brott. Einnig not- uðu bandarísk stjórnvöld hryðju- verkin til að réttlæta hernað í Írak vorið 2003. „Sá dagur kemur að flestir Bandaríkjamenn muna ekki af eigin raun eftir því sem gerðist hinn 11. september,“ sagði Bush forseti í ræðu, sem hann hélt við Pentagon í gær þar sem nýtt minnis merki um atburðina var vígt. „Þegar þeir koma að skoða þetta minnismerki, þá munu þeir komast að því að 21. öldin byrjaði með mikilli baráttu milli frelsis- afla og ógnarafla.“ Minnismerkið er við Pentagon- bygginguna og kostaði 22 milljónir Bandaríkjadala, eða hátt í tvo milljarða króna. Það samanstend- ur af 184 bekkjum, jafn mörgum þeim sem fórust þegar þotu var flogið á bygginguna. Bekkirnir eru upplýstir að næturlagi og raðað í aldursröð þeirra sem létust. Enn hefur ekki verið lokið við gerð minnismerkis í New York, en þar var í gær, eins og undanfarin ár, kveikt á tveimur ljóssúlum sem lýstu upp í loftið á sama stað og Tvíburaturnarnir stóðu. - gb Obama og McCain slíðr- uðu sverðin Bandaríkjamenn minntust í gær árásanna á Banda- ríkin hinn 11. september árið 2001. Forsetafram- bjóðendurnir gerðu hlé á kosningabaráttunni. VINNUMARKAÐUR Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir, varaforseti Alþýðu- sambands Íslands, ASÍ, og Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, hafa bæði ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta ASÍ. Því kemur til forsetakjörs á árs- fundi ASÍ 23.-24. október næst- komandi. Ekki er neinn framboðs- frestur, þannig að aðrir frambjóðendur geta gefið kost á sér alveg fram að fundinum. „Við erum lögð upp í þessa veg- ferð bæði og erum að bítast um sömu atkvæðin,“ segir Ingibjörg um forsetakjörið. „Ég er búin að starfa í verkalýðshreyfingunni í rúma þrjá áratugi og hef öðlast mikla reynslu í þessu. Mér hefur gengið mjög vel að vinna með fólki frá ólíkum hópum og með ólík sjónarmið,“ segir hún. Gylfi segist hafa fundið stuðn- ing í hreyfingunni við framboð sitt og því hafi hann ákveðið að taka skrefið. Hann segir að pólitíkin sé partur af sögu verkalýðshreyfing- arinnar en hún spili ekki virkan þátt í dag. „Framboð mitt er ekki runnið undan rifjum Samfylkingar- innar og það væri mikið rangnefni að tala um pólitísk átök milli okkar Ingibjargar.“ Gylfi telur ólíklegt að hann haldi áfram sem fram- kvæmdastjóri nái Ingibjörg kjöri. „Við höfum átt gott samstarf og erum góðir vinir,“ segir hann. „Mér þætti mjög óþægilegt fyrir Ingibjörgu að hafa sinn mótfram- bjóðanda sem sinn nánasta ráð- gjafa. Ég veit ekki hvort það geng- ur upp.“ - ghs INGIBJÖRG GUÐ- MUNDSDÓTTIR GYLFI ARN- BJÖRNSSON Tveir frambjóðendur eru til forseta ASÍ á ársfundi í lok október: Gylfi og Ingibjörg í framboði Vísindamenn hafa komist að því að Tvíburaturnarnir í New York hrundu vegna efnabreytinga í sem urðu á burðarstáli þeirra í eldsvoðanum eftir að flug- vélarnar skullu á þeim. Segulsveiflur í frumeindum þeirra valda verulegum styrkleikabreytingum á stálinu. Kenningin um mjúka stálið Tvíburaturnarnir Stál hefur tvenns konar kristalbyggingu: 1.500°C: Bræðslumark Frumeindir járnsAlfa-járn: Segulmagnað, ósveigjanlegt og stöðugt. Stálið mýkist og missir styrk þegar hiti fer yfir 500°, en bráðnar ekki. Burðargrind úr kolefnissnauðu stáli Kolefni innan í kristal- grind herðir stálið 500°-911° C: Segul- eiginleikar sameinda stálsins breytast Gamma-járn: Kolefnisfrum- eindir fara auðveldlega inn og út úr kristalgrind. Eldþol byggingarinnar getur hafa skaðast við árekstur vélanna, þegar gríðarlegur hiti umlykur stálið. Gamma-járn: Ekki segulmagnað, mjúkt og auðmótanlegt. Breytingar á kristalbyggingu byrja þear hiti fer yfir 500°C. Kristalbreytingar valda því að stálgrindin mýkist og hrynur undan þyngd byggingarinnar fyrir ofan. HEILBRIGÐISMÁL Leiðsöguhundarnir fjórir; Elen, Exit, Exo og Asita, verða í dag afhentir eigendum sínum formlega í Blindrafélaginu. Lilja Sveinsdóttir, eigandi Asitu, segir hundana nýtast blindum og sjónskertum sérlega vel og auka sjálfstæði þeirra í daglegu lífi. „Þeir finna göngustíga, leiða mann fram hjá pollum og holum í götunni sem maður finnur ekki endilega fyrir með hvíta stafnum, svo verja þeir mann einnig fyrir hindrunum sem eru fyrir ofan mitti en fyrir þeim finnur maður ekki heldur með stafnum. Munur- inn er því mikill.“ Heilbrigðis- ráðuneytið og Lionshreyfingin á Íslandi hafa stutt kaup á hundun- um. - kdk Blindrafélagið: Leiðsöguhundar verða afhentir LILJA OG ASITA Lilja segir að henni þyki sem hún sé mun sjálfstæðari með hundinn sér við hlið. MYND/LILJA SVEINSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.