Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.09.2008, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 12.09.2008, Qupperneq 12
12 12. september 2008 FÖSTUDAGUR W ashington-háskóli er annar stærsti vinnuveitandinn í Seattle, þegar nemendur eru meðtaldir. Þar stunda nú um 30.000 manns nám. Strax á áttunda áratugn- um var farið að vinna samgöngustefnu fyrir skólann og fljótlega var ljóst að þörfin fyrir bílastæði og umferðarmannvirki myndi auk- ast til muna á næstu árum og áratugum. Þegar skólayfirvöld höfðu samband við skipulagsyfirvöld í Seattle og óskuðu eftir auknu landrými undir stækkun fengu þau neitun. Það myndi kosta borgina umtalsvert fé vegna umferðarmannvirkja og til þess væru menn ekki tilbúnir. Ef stækka ætti skólann þyrfti að finna nýjar leiðir. Í stað þess að auka umferðina til muna – með tilheyrandi kostnaði bæði fyrir skólann og borgaryfirvöld – var ákveðið að finna aðrar samgönguleiðir. Vinnuhópar voru skipaðir og markmiðið var að umferðin myndi ekki aukast frá því sem hún var árið 1983, en þá voru bílastæði fyrir 12.300 bíla við heimavistina. Bílum fækkað Til ýmissa ráða var gripið í þessu skyni. Ný skólahverfi voru hönnuð þannig að bílastæðin voru sett yst og öll bílaumferð innan þeirra bönnuð. Strætisvagnar gátu hins vegar keyrt inn í miðju hverfisins. Þá var komið upp svokölluðum U-passa fyrir nemendur og starfsfólk. Passinn veitir aðgang að hvers kyns almenningssamöng- um sem í boði eru, ókeypis bílastæði fyrir þá sem ferðast margir saman í bíl (e. carpool) og afslætti í ýmsum verslunum. Skemmst er frá því að segja að með sam- hentum aðgerðum og skýrri samgöngu- stefnu hafa markmið stjórnenda skólans náðst – og vel það. Árið 2002 var umferð á álagstímum á morgnana átján prósent minni en hún var árið 1983. Skólayfirvöld telja að þau hafi sparað kostnað við 3.600 bílastæði, miðað við fjölgun í skólanum, og umtalsvert fé. Alls 86 prósent nemenda nota U-passann og frá árinu 1990 hefur sala á bílastæðakortum minnkað um 33 prósent. Þá hefur verið reiknað út að 91 milljón bílferða á heima- vistina hafi sparast síðan árið 1991. Stæði kosta Þorsteinn Hermannsson verkfræðingur stundaði nám í Washington-háskóla við Seattle. Hann segir umferðarstýringuna hafa verið mjög vel heppnaða, enda hafi verið hugað að því að vinna verkefnið í sam- vinnu margra aðila. „Þau fyrirtæki sem sjá um almennings- aksturinn voru höfð með í ráðum og juku ferðir sínar á háskólasvæðið. Þá var gert ráð fyrir þessu í öllu skipulagi, bílastæðin flutt yst á ódýr svæði, en byggingum komið fyrir á dýrasta landinu, á hæðinni sem er í miðju háskólahverfisins. Það tekur því þó nokkurn spöl að rölta frá bílastæðunum í skólastofurnar. Þá er lykilatriði í þessu að rukkað er fyrir öll bílastæðin. Menn borga mest ef þeir eru einir í bíl en svo stiglækkandi eftir fjölda í bíl. Þegar við vorum þarna áttum við bíl, en notuðum hann eins og frístundatæki. Hann stóð að mestu óhreyfður yfir vikuna en við notuðum hann um helgar og eins í verslunar- ferðir,“ segir Þorsteinn. Í háskólanum eru menn óhræddir við að rukka fyrir stæðin. „Þegar ég var í skólan- um orðaði ég við Scott Rutherford, einn af hugmyndahönnuðum að U-passanum, að bílastæðin í nágrenni skrifstofu hans væru alltaf full. Ég spurði hann hvort ætlunin væri að stækka þau. Hann hló bara og sagði að engin þörf væri á því. Gjaldið yrði ein- faldlega hækkað og þá myndu færri leggja á stæðinu og fleiri koma í strætó. Þannig hefur þetta verið lengi, um leið og fer að fyllast á stæðum er gjaldið einfaldlega hækkað. Innkoman er síðan nýtt til að efla almenningssamgöngur við háskólasvæðið og greiða niður U-passann.“ Bílleysi Þorsteinn segir að almenna reglan sé sú að háskólanemar í Seattle eigi ekki bíl og þurfi ekki á honum að halda. Viðhorfið þar sé ger- ólíkt því sem finna má hér á landi. Hann nefnir dæmisögu um þetta. „Scott Rutherford er í samskiptum við verkfræðideildina hér og var á fundi með nokkrum nemendum í Norræna húsinu. Að fundi loknum bauðst hann til að skutla krökkunum heim, enda var hann með bíla- leigubíl. Hann missti andlitið þegar hann frétti að hver og einn væri á sínum eigin bíl – og það engum smábíl. Hann hristi höfuðið í forundran og spurði: „Hvað fáið þið eigin- lega há námslán hér á Íslandi fyrst þið hafið efni á þessu?“ Í Seattle hefði svona aldrei getað gerst.“ Fréttaskýring: Almenningssamgöngur 2. hluti ÖNNUR GREIN AF ÞREMUR Á morgun: Framtíð almenningssamgangna FRÉTTASKÝRING KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ kolbeinn@frettabladid.is Umferðarstýring í landi frelsis Washington-háskóla í Seattle var neitað um leyfi til stækkunar nema séð yrði til þess að bílaumferð myndi ekki aukast. Skipulagið var hugsað upp á nýtt og almenningssamgöngur bættar og fyrir vikið hefur bílum við skólann á álagstímum fækkað. Árið 2004 voru 33 prósentum fleiri bílar á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu, en höfðu verið árið 1995. Þá var bílaeign hér svipuð og hún var í borgum Vestur-Evrópu, en árið 2004 var Reykjavík í sama flokki og bandarískar bílaborgir. Með óbreyttum ferðavenjum mun bílaumferð á hverjum byggðum hektara aukast um þriðjung fram til ársins 2024. Annar möguleikinn til að bregðast við þessu er að fara í þær framkvæmdir sem þarf á gatnakerfinu til að það ráði við þennan fjölda. Það kallar á miklar framkvæmdir, auk- inn akreinafjölda og ný gatnamót, eða nýjar stofnbrautir. Hin leiðin er að auka ekki afkastagetu gatnakerfisins í samræmi við þörfina. Þá myndast tafir í umferðinni og það gæti ýtt undir það að fólk breyti ferðavenjum sínum, ferðist á öðrum tímum eða hætti að nota einkabílinn. Áttatíu milljarðar Þorsteinn Hermannsson verkfræðingur segir að það muni kosta gríðarlega fjármuni að viðhalda þeim ferðaháttum sem við búum við í dag. „Gangi umferðarspár eftir og við ætlum að sinna allri þessari umferð á sama hátt og við gerum núna kostar það tugi milljarða. Við höfum til dæmis horft bara á bílastæðin. Sú fjölgun bíla sem þvera munu Kringlumýrarbraut kallar á gríðar- lega mörg bílastæði. Við höfum reiknað það út að vestan Kringlumýrarbrautar þurfi að reisa bílastæðahús fyrir að minnsta kosti áttatíu milljarða króna, til að mæta þörfum fyrirtækja og opinberra stofnana. Þá á eftir að reisa þau hús sem allt fólkið fer inn í er það stígur úr bílunum,“ segir Þorsteinn. Við þetta bætist kostnaður við umferðarmannvirki. „Sundabrautin, Öskjuhlíðargöng og öll mislægu gatnamótin eru gríðarlega kostnaðarsöm og ekki má gleyma að taka bílastæðahús með í reikninginn.“ Dulinn kostnaður Þorsteinn segir að kostnaður við bílastæði sé allt of sjald- an reiknaður inn í framkvæmdir. „Bílastæðin eru aldrei ókeypis. Það eru til gjaldfrjáls bílastæði en það er alltaf einhver sem borgar. Þess vegna er mikilvægt að þeir sem nota stæðin taki aukinn þátt í kostnaði við þau. Flestir eru farnir að skilja þetta. Ef menn ætla að hafa gott aðgengi að stofnunum þarf að taka upp gjöld. Tökum Landspítalann sem dæmi. Þar var alltaf fullt við inngang- inn en með því að taka upp gjöld er hægt að stýra nýtingu bílastæðanna.“ ÁTTATÍU MILLJARÐAR Í BÍLASTÆÐI TIL 2024 ÞORSTEINN HERMANNSSON Gríðarlegur kostnaður er fyrirsjáanlegur vegna vaxandi umferðar ef ekkert er að gert. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Dofri Hermannsson, fulltrúi Samfylk- ingarinnar í umhverfis- og samgöngu- nefnd Reykjavíkur, er mikill áhuga- maður um almenningssamgöngur. Hann segir margt hægt að læra af þróuninni í Seattle. „Eitt af því sem þar var gert var að reikna raunkostnað inn í öll sam- göngumannvirkin, svo sem bíla- stæði. Í staðinn fyrir að niðurgreiða bílastæði, eins og hér er gert, greiddu menn það sem stæðið kostaði í raun. Það gat verið kannski 1.500 krónur yfir daginn til að mynda,“ segir Dofri. Hann segir mjög mikilvægt að fyrirtæki setji sér samgöngustefnu. Í dag sé óbeinn hvati fyrir fólk að koma á eigin bíl. Fyrirtæki leggi til dæmis rándýr bílastæði sem standa starfsfólki opin. „Ein leið í þessu gæti verið sú að fyrirtækin reiknuðu út kostnað á hvert bílastæði. Segjum að hann sé tuttugu þúsund krónur á mánuði. Þá gæti fyrirtækið greitt öllum starfsmönnum þessar tuttugu þúsund krónur. Þeir sem notuðu stæðin greiddu þær samstundis til baka. Hinir, sem kæmu á hjóli, gangandi eða í strætó, gætu hins vegar nýtt sér peninginn á annan hátt.“ Dofri segir þess vegna mikilvægt að raunverulegur kostnaður við bílana verði skýr. Fólk og fyrirtæki sjái svart á hvítu hver kostnaðurinn sé og þá sé hægt að gera raunhæfan samanburð við almenningssamöngur. RAUNKOSTNAÐUR VERÐI SKÝR DOFRI HERMANNSSON Kostnaður fyrir- tækja við bílastæði starfsmanna getur verið mikill. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SAMGÖNGUSTEFNA FYRIRTÆKJA Þorsteinn vinnur hjá verkfræðistofunni Mannvit. Fyrirtækið hefur sett sér samgöngustefnu til að hvetja starfsmenn sína til að nota vistvæna ferðamáta. „Við hvetjum fólk til að koma í strætis- vagni, hjólandi eða gangandi, eða þá með öðrum í bíl,“ segir Þorsteinn. Fyrirtækið greiðir hverjum starfsmanni andvirði græna kortsins hjá Strætó, 5.600 krónur, á mánuði gangist menn undir þessar breytingar. „Við nefnum þetta samgöngustyrk. Við viljum hvetja fólk til að skoða sín mál og hugsa upp á nýtt. Margir hafa endurskipulagt sig eftir að við fórum að bjóða upp á þetta og kynnt sér strætóferðir eða grafið upp hjólin sín. Þetta hefur gengið mjög vel.“ Sveigjanleiki er í stefnunni og er fólki gefinn kostur á að koma einu sinni á bíl í viku, án þess að missa réttinn á samgöngustyrknum. Þannig geta menn skipulagt vikuna betur, raðað þeim erindum saman á einn dag sem nauðsyn er á að rækja. Fyrirtækið á vistvæna bíla sem eru til taks þurfi menn að erindast tengt vinnunni. Samkvæmt tölum frá fyrirtækinu hefur starfsmönnum sem aka einir í bíl til og frá vinnu fækkað um allt að 25 prósent í þeim fyrirtækjum sem hafa tekið stefnu þessa upp. Fjölmörg önnur fyrirtæki hafa tekið upp samgöngustefnu. Auk þess að stuðla að minnkandi útblæstri og betra umhverfi geta sparast beinharðir peningar. Reiknað er með að það að byggja eitt bílastæði í bílastæðahúsi eða -kjallara kosti 3,6 milljónir króna. Taki menn lán fyrir þeirri upphæð, líkt og flestir gera, má reikna með að afborganir, lán til fjörutíu ára á fimm prósenta vöxtum, séu tuttugu þúsund á mánuði. Starfsmaður á bíl kostar því fyrirtækin tuttugu þúsund krónum meira á hverjum mánuði en sá sem er bíllaus. Þorsteinn segir mörg fyrirtæki hafa gert sér grein fyrir þessu og vilja minnka þörfina fyrir bílastæði. Gallinn sé sá að menn séu hræddir við að reisa stórhýsi án þess að við þau sé sá fjöldi bílastæða við þau sem í dag telst fullnægjandi. Annars geti þau reynst erfið í endursölu. HÁSKÓLASAMFÉLAG Í University of Washington í Seattle var gerð gangskör að því að fækka bílum með góðum árangri. Nemandafjöldi hefur aukist á síðustu árum en bílum hefur fækkað. NORDIC PHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.