Fréttablaðið - 12.09.2008, Side 33

Fréttablaðið - 12.09.2008, Side 33
12. september föstudagur 7 VANDA SIGURGEIRSDÓTTIR Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi ÁHRIFA- valdurinn Mikilvægur áhrifavaldur í mínu lífi er Vanda Sigurgeirs dóttir, nú lektor í tómstundafræðum við Háskóla Íslands og fótboltaþjálfari. Ég kynntist henni þegar hún var forstöðumaður félgasmiðstöðvarinnar Ársels. Þar var ég sem grár köttur og mamma og pabbi sögðu gjarnan við fólk sem hringdi heim að spyrja um mig að ég væri ekki þar, heldur heima – sem var í Árseli. Þar lærði ég allt það sem ekki er hægt að lesa í bókum. Vanda tók okkur unglingana upp á sína arma og kenndi okkur unglingalýðræði, sjálfs- traust og jöfnuð og hún barðist eins og ljón gegn einelti. Hún kenndi okkur að við ættum öll að vinna saman að góðum verkefnum í félags- starfi og brýndi fyrir okkur að enginn mætti detta útbyrðis. Í Árseli voru skoðanir okkar virtar og við tókum sjálf ákvarðanir um það sem að okkur sneri í starf- semi félagsmiðstöðvarinnar, hvernig fjármagni var ráðstafað og hvernig dagskráin leit út. Ég hef stundum sagt að unglingar undir verndarvæng Vöndu og hennar knáa starfsfólks hafi útskrifast með meistara- gráðu í félagsfærni, skipulagningu, sjálfs- trausti og ákveðni – fimmtán ára gamlir. Það er ekki lítil gjöf og ég held að Vanda og annað starfsfólk ÍTR geri sér í rauninni ekki grein fyrir því hvað þau hafa mikil og góð áhrif á ungt fólk á mótunarárum þess. Ég væri hið minnsta ekki í borgarstjórn Reykja- víkur ef ég hefði ekki „búið“ í Árseli í þrjú ár. 6 Ekki gleyma súkku- laðinu. Það dettur aldrei úr tísku. Til að toppa skvísugang- inn skaltu úða á þig hár- ilminum frá Chanel. 1 4 algjört möst Þessi vetrarkápa er hönn- uð af Helgu Ólafsdóttur fyrir Ilse Jacobsen. 5 2Að vera meðvitaður um eigið mataræði er nauðsynlegt. Til að taka inn nýja strauma og „droppa“ þeirri hugsun að pasta sé svakalega megrandi skaltu fjárfesta í bók- inni Japanskar konur – hraust- ar og grannar. Þar færðu nýja sýn á tilveruna. Fáðu þér skó með svo háum hæl að þú náir í dót uppi í efstu skápum án þess að teygja þig. Þótt allir séu að tala um kreppu skaltu láta líta út fyrir að þú eigir skítnóg af pen- ingum. Gyllta naglalakkið frá Chanel gefur þau skilaboð til fólks að krepp- an hafi ekki sett mark sitt á þitt líf. Frábærir hóptímar Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Við erum stolt af stundarskrá vetrarins. Aldrei hafa tímarnir verið jafn fjölbreyttir og skemmtilegir. Reynslumikið úrvalslið kennara, Gunnar Már, Ástrós Gunnars, Marta og fleiri sjá til þess að þú leikir þér að því að komast í gott form. Mánudagar Þriðjudagar Miðvikudagar Fimmtudagar Föstudagar Laugardagar 06:30 Lokað námskeiðGunnar Már Fitubrennsla Niki Lokað námskeið Gunnar Már Herþjálfun Patrick Lokað námskeið Gunnar Már 07:30 Lokað námskeiðGunnar Már Þrekhringur Fjóla Lokað námskeið Gunnar Már Þrekhringur Fjóla Lokað námskeið Gunnar Már 08:30 09:00 Vaxtamótun Unnur Pálma Þrek og teygjur Unnur Pálma Leikfimi Marta Qi gong Viðar09:30 Þrekhringur Gunnar Már Þrekhringur Gunnar Már10:00 Lokað námskeið Gunnar Már Lokað námskeið Gunnar Már Lokað námskeið Gunnar Már Body Attack Guðrún María10:30 Pilates Ástrós Gunnars Pilates Ástrós Gunnars 11:05 PallabrennslaGunnar Már Pallabrennsla Gunnar Már Laugardagsfjör Jóhannes 12:05 Body PumpHrafnhildur Lokað námskeið Gunnar Már Spinning Marta Lokað námskeið Gunnar Már Spinning Marta Yoga Sigríður 13:00 16.30 Lokað námskeiðGunnar Már Lokað námskeið Gunnar Már Body Pump Númi Lokað námskeið Gunnar Már 17:30 SpinningElín Kickboxing Unnur Pálma Body Attack Guðrún María Spinning Númi Herþjálfun Patrick 18:30 Lokað námskeiðGunnar Már Yoga (18:40) Katrín Sigurðar Lokað námskeið Gunnar Már Yoga (18:40) Katrín Sigurðar Lokað námskeið Gunnar Már

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.