Fréttablaðið - 12.09.2008, Side 50

Fréttablaðið - 12.09.2008, Side 50
 12. september 2008 FÖSTUDAGUR Um síðustu helgi hófst mikil myndlistarveisla í Kaupmannahöfn: U-TURN – myndlistarhátíð, sem haldin er á fjögurra ára fresti og tileinkuð er sam- tímalist, hófst 5. september og varir í tvo mánuði. Samtímis U-TURN var um opnunar- helgina listamessan Copenhagen Contemporary og voru ýmis gall- erí í borginni opin lengur þá helgi með samstilltum opnunum á nýjum sýningum, meðal annars hins þekkta danska málara Michael Kvium. Henni má ekki rugla saman við þriðju messuna Art Copenhag- en sem er haldin um næstu helgi, 19. til 21. september í Forum-sýn- ingarhöllinni. U-TURN býður andstætt hinum messunum tveimur upp á samtíma- list og samanstendur af sýningum í gömlu Nikulásar-kirkjunni og stórri sýningu á Kunsthallen og víðar: á landi Carlsberg í Valby er stór sýn- ing og fleiri lóköl eru lögð undir smærri sýningar: Camp X, Kvik- myndasafnið í Gothersgötu, Ny Carlsberg Glyptotek og Takkelloft- et í nýju Óperunni. Meðal verka sem sett upp verða á U-TURN er nýr skúlptúr eftir Ólaf Elíasson. Á Norðurbryggju var um siðustu helgi opnuð sýning á málverkum eftir Helga Þorgils Friðjónsson. Frumkvæði að sýningunni sem er í menningarsetrinu á Íslandsbryggju átti íslenski sendiherrann Svavar Gestsson. „Eðli mannsins – að segja sannleikann“ kallar listamaðurinn sýninguna, en hún er unnin í sam- vinnu við Sendiráð Íslands, með veglegum styrk frá Skiptum hf. Til hliðar við Art Copenhagen verður haldin messan Alternative Copenhagen, sem er sýning og ráð- stefna sýningarstaða og gallería af Norðurlöndunum. Kling & Bang gallerí verður fulltrúi Íslands á þessari ráðstefnu. Kling & Bang verður með sérsvæði á viðburðin- um, þar sem ýmsir listamenn verða kynntir sem og glæný mynd eftir íslenska og pólska listamenn verð- ur sýnd. Það er 36 mínútna löng mynd er heitir Exquisite Corpse í Nikisialka, sem var unnin af sextán íslenskum og pólskum listamönn- um í sumar í Póllandi. Alternativ Copenhagen stendur yfir daganna 19.-21.september og fer fram í Fabrikken for Kunst og Design á Sundholmsvej 46 í Kaup- mannahöfn. Íslensk list í Höfn HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 12. september ➜ Viðburður 18.00 Fallegi, viðkvæmi, konung- dómur þinn Ásdís Sif Gunnarsdóttir sýnir performans í Kling og Bang galleríi, Hverfisgötu 42. ➜ Opnanir 16.00 Flæði Guðný Svava Strand- berg opnar sýningu á pennateikn- ing um og vatnslitamyndum í Bog- anum í Gerðubergi. Sýningin stend- ur til 10. nóvember Menningar mið- stöðin Gerðuberg, Gerðubergi 3-5. 18.00 Heim Birta Guðjónsdóttir opnar einkasýningu í Gallery Turpentine, Ingólfsstræti 5. Sýningin stendur til 27. september. 19.30 Pétur Þór Gunnarsson opnar sýningu í Gallery Borg, Skip- holti 35. Pleinairism i8 gallery opnar sýn- ingu á verkum 38 myndlistamanna frá ýmsum löndum. i8 gallery, Klapparstíg 33. ➜ Fyrirlestrar Jákvæð sálfræði Málþing á Há skóla- torgi Háskóla Íslands kl. 8.30-11.30. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Vinnustofa fyrir fagfólk í jákvæðri sálfræði Háskólatorg Háskóla Íslands kl. 13-16. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. ➜ Myndlist Sólveig Eggertz Pétursdóttir sýnir akrýlmálverk í Menningarsalnum í Hrafnistu. Sýningin stendur yfir til 10. nóvember og er opin alla daga. Hrafnista, Laugarási. Bíttar ekki máli og Generosa Sýn ingum Sigga Eggertssonar og Raquel Mendes lýkur á mánudaginn. GalleríBOX, Kaupvangsstræti 10, Akur eyri. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Það stendur mikið til í Salnum í kvöld kl. 20, en þá mun einn af þekktustu flautuleikurum heims, William Bennett, koma þar fram á tónleikum ásamt píanóleikaranum Ingunni Hildi Hauks dóttur og landsliði íslenskra flautuleikara. Íslenski flautukórinn stendur fyrir komu Bennetts hingað til lands. Á tónleikunum í Salnum leikur William Bennett einleiksverk eftir Johann Sebastian Bach, Saint- Saëns og Doppler, og samleiksverk með íslenskum flautuleikurum. Bernharður Wilkinson, sem starfaði hér á landi um áratuga- skeið og ól upp tvær kynslóðir íslenskra flautuleikara, var nem- andi Bennetts og verður Bernharð- ur sérstakur gestur hátíðarinnar. Í lok tónleikanna leikur svo allur Íslenski flautukórinn með William Bennett. - vþ Fjórar kynslóðir á flautu WILLIAM BENNETT Kemur fram á spenn- andi flaututónleikum í Salnum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gunnhildur Þórðardóttir opnar sýninguna Svartir þræðir á morg- un kl. 14 í Grafíksafni Íslands, hafnarmegin í Hafnarhúsinu. Að sögn Gunnhildar var hugmyndin á bakvið sýninguna sú að vinna grafíkverk og skúlptúra með aðeins tveimur litum, svörtum og hvítum, til þess að ná fram full- komnum andstæðum. Þetta er önnur einkasýning Gunnhildar á Íslandi; sú fyrri var sýningin Sam- ræmi í SuðSuðVestur í Keflavík árið 2006. Áður hefur Gunnhildur haldið einkasýningar í Cambridge og Kaupmannahöfn. Hún hefur að auki tekið þátt í mörgum samsýningum bæði á Íslandi og erlendis. Sýningin Svartir þræðir stendur til 28. september og eru allir velkomnir. - vþ Tveir andstæðir litir MYNDLIST Helga Hjörvar, framkvæmdastjóri Norðurbryggju, Helgi Þorgils Friðjóns- son, Hreinn Loftsson, fyrir hönd Skipta hf., og Svavar Gestsson sendiherra. MYND/MARTIN HILKER

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.