Fréttablaðið - 19.09.2008, Page 6

Fréttablaðið - 19.09.2008, Page 6
6 19. september 2008 FÖSTUDAGUR Hnitmiðað námskeið um félagaform, skattlagningu fyrirtækja, frádráttarbæran rekstrarkostnað, ábyrgð stjórnenda og fjármál. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og verður kennt miðvikud. 24. sept., 1. og 8. okt. kl. 16-19 í Háskóla Íslands, stofu N-128 í Öskju. Verð 30.000 kr. Leiðbeinandi er Anna Linda Bjarnadóttir, héraðsdómslögmaður, LL.M VR og fl eiri félög styrkja félagsmenn sína til þátttöku á námskeiðinu. Sjá námskeiðslýsingu á www.lexista.is Nánari upplýsingar og skráning í síma 894 6090 eða á alb@lexista.is Viltu stofna fyrirtæki? SAMFÉLAGSMÁL Brúnin lyftist heldur betur á Stefáni Sturlaugs- syni, aðstoðarverslunarstjóra í Bónus í Kringlunni, í gær þegar Árni Kristinn Alfonsson, 10. bekk- ingur frá Öskjuhlíðarskóla, kom með tuttugu og tvær innkaupa- kerrur sem hann hefur safnað héðan og þaðan um borgina í þessum mánuði. Að sögn Guð- laugs Gauta Þorgilssonar, rekstrarstjóra Bónuss, kostar hver kerra á bil- inu 11 til 12 þús- und krónur svo Árni hefur spar- að Bónus 242 til 264 þúsund. Við þetta tækifæri afhenti aðstoðarverslunarstjórinn Árna gjafabréf fyrir tvo á veitingastað- inn Ruby Tuesday og kassa af eplasvala sem er í miklu dálæti hjá honum. „Ég hef fundið nokkrar hjá slökkvistöðinni og í Menntaskólan- um í Hamrahlíð og meira að segja nokkrar í kirkjugarðinum í Foss- vogi,“ segir Árni Kristinn, sem hefur lagt það í vana sinn að fara í morgungöngu frá skólanum sínum og tekur hann þá innkaupa- kerrurnar sem verða á vegi hans. Tómas Hermannsson, umsjónar- kennari og göngufélagi Árna, segir að honum sé sérstaklega annt um að bæta samfélagið. „Þegar við löbbum framhjá MH er hann vanur að segja nemendum sem eru úti að reykja að fara nú að hætta þessum ósið. Margir eru farnir að fela sígarettuna fyrir aftan bak þegar þeir sjá Árna nálgast.“ Hann segir að kerrusöfnunin sé orðin að miklu áhugamáli hjá Árna, svo Bónusmenn megi eiga von á honum fljótlega aftur í sömu erindagjörðum. „Þetta er mjög gott framtak hjá þessum pilti og að sama skapi sorglegt hvað fólk sýnir þessum kerrum litla virðingu,“ segir Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus. Hann segir að vel verði tekið á móti Árna Kristni þegar hann kemur færandi hendi næst. „Ef hann er ánægður með það sem hann bar úr býtum þá er ég ánægður.“ jse@frettabladid.is Árni Kristinn sparar Bónus kvartmilljón Árni Kristinn Alfonsson, færði versluninni Bónus í Kringlunni 22 innkaupa- kerrur sem hann hefur safnað saman víða. Hann fékk málsverð fyrir tvo og epladjús fyrir viðvikið. Jóhannes í Bónus er ánægður með framtakið. KOMINN MEÐ KERRURNAR OG BÚINN AÐ FÁ UMBUNINA Árni Kristinn Alfonsson hefur sparað Bónus skildinginn með því að safna innkaupakerrum sem fólk virðist dreifa á ólíklegustu staði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JÓHANNES JÓNSSON EFNAHAGSMÁL Geir H. Haarde for- sætisráðherra segir að skipaður verði hópur sérfræðinga sem gera eigi fræðilega úttekt á pen- ingastefnunni þegar um hægist en að ekki sé búið að ganga frá skipun hópsins. Í Kastljósi RÚV á þriðjudaginn sagðist Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi forsætisráð- herra, halda að slík vinna færi í gang á næstunni. „Það sem ég hef í huga er að fá nokkra sérfræðinga, útlenda og innlenda, til að vinna þetta verk,“ segir Geir. Hann segir ýmis for- dæmi fyrir slíkri vinnu en ekki sé rétt að kalla þetta nefnd. „Við erum ekki búin að ganga frá þessu. Þetta er hugmynd sem ég setti fram á ársfundi Seðla- bankans,“ segir Geir. Í Kastljósinu sagði Tryggvi Þór að forsætisráðherra hafi boðað að gerð yrði úttekt á kerfinu. „[Hann] gerði það á ársfundi Seðlabankans núna í vor og væntan lega að þeirri skoðun lok- inni, sem ég held, án þess að geta sagt um það nákvæmlega, ég held að fari í gang núna á næstunni, þá munum við fá tillögur frá sér- fræðingum sem munu leiða til þess, væntanlega, að við munum fá betra kerfi sem ræður betur við þessar sveiflur,“ sagði Tryggvi Þór. - ovd Forsætisráðherra segir sérfræðihóp skipaðan: Úttekt verður gerð á peningastefnunni TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON GEIR H. HAARDE KJARAMÁL Kjararáð ákvað í lok síðasta mánaðar að æðstu ríkisstarfsmenn þjóðarinnar; þingmenn, ráðherrar og forseti ásamt dómurum, skuli hækka í launum um 20.300 krónur, frá og með 1. maí þessa árs. Ráðið telur tilefni til þessara breytinga, í ljósi kjarasamninga almennra opinberra starfs- manna. Samræmis skuli gætt milli kjara þeirra og kjara ofantaldra. Kjararáð bendir á að almennir launataxtar hafi hækkað um 18.000 krónur á mánuði en taxtar iðnaðarmanna og skrifstofufólks um 21.000 krónur. - kóþ Ráðamenn Íslands: Launin hækka aftur í tímann SKOÐANAKÖNNUN Alls telja 92,1 prósent fasteignakaupenda að Íbúðalánasjóður eigi að starfa áfram í óbreyttri mynd, sam- kvæmt könnun Capacent fyrir sjóðinn. Alls 56,7 prósent telja að ríkið eigi að styrkja eignalítið og tekjulágt fólk við húsnæðiskaup. Í sömu könnun kom fram að tæplega helmingur, eða 49,35 prósent, telja að verðtryggð húsnæðislán ættu að vera 80-85 prósent af kaupverði. Tæp 23 prósent telja að hámarkslán ættu að vera 90 prósent af kaupverði. Könnunin var gerð frá 19. júní til 14. júlí meðal 1.266 einstakl- inga sem höfðu keypt fasteign á árinu. Svarhlutfall var 44,4 prósent. - ss Könnun um Íbúðalánasjóð: Níu af tíu vilja Íbúðalánasjóð í sömu mynd Ert þú sátt(ur) við sameiningu fréttastofa Ríkisútvarpsins? Já 85,5% Nei 14,5% SPURNING DAGSINS Í DAG Hyggst þú leita þér ráðgjafar í fjármálum á næstunni vegna þrenginga í efnahagsmálum? Segðu þína skoðun á visir.is STJÓRNMÁL Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hafa bætt lífeyrisréttindi sín um 23.610 krónur á mánuði, með því að stuðla ekki að breytingu á eftirlaunalögunum, segir Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks VG. Hann bendir á að ráðherrar fái þriggja prósenta árlega ávinnslu á lífeyrisréttindi sín af þingmanna- launum og sex prósenta ávinnslu á ráðherralaunin. „Sé þetta tekið saman og miðað við frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur um að þingmenn ættu að vera með almenn lífeyrisréttindi opinberra starfs- manna, sem eru um 1,8 prósent, hafa þeir áunnið sér þessa upphæð með því að þumbast við,“ segir Ögmundur. Ráðherrarnir eigi því nokkurra hagsmuna að gæta að dragist á langinn að breyta lögunum. Árleg lífeyrisávinnsla ráðherra sé 42.082 krónur, en ávinnsla ríkisstarfsmanna, á sömu launum, 18.472 krónur. Í stjórnarsáttmála Samfylkingar og sjálfstæðis- manna segir að eftirlaunalögin verði endurskoðuð og að „meira samræmi“ verði komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings. - kóþ Eftirlaunaréttindi hækka um 23.610 krónur á mánuði, umfram aðra, á einu ári: Ráðherrar hagnast á töfinni ÖGMUNDUR JÓNASSON Segir eftirlaunalögin mala gullið ofan í vasa ráðherranna, sem hafi unnið varnarsigur með því að skjóta málinu á frest. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VESTURLAND Vindmyllur í Belgsholti Haraldur Magnússon bóndi í Belgs- holti í Melasveit ætlar að flytja inn vindmyllu til raforkuframleiðslu á jörð sinni. Þetta kemur fram skessuhorni. is. Vindmyllan verður sú fyrsta hér á landi og mun nýtast búinu. MENNTUN Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðabæjar, leggur til að stofnuð verði þekkingar- og handverksmiðstöð gamalla húsa og báta á Ísafirði. Greindi hann frá þessu í fyrirlestri sem hann hélt í gær á fundi sem var efnt til á Ísafirði vegna Farskóla íslenskra safna og safnamanna sem nú stendur yfir. Markmiðið með miðstöðinni yrði að byggja upp frekari þekkingu á viðhaldi gamalla húsa og báta og breiða hana síðan um landið. Sagði hann að hugsa mætti sér samstarf Húsafriðunarsjóðs, Menntaskól- ans á Ísafirði, Ísafjarðarbæjar og fleiri við þetta verkefni. - jse Bæjarstjóri Ísafjarðar: Handverksmið- stöð á Ísafirði FRÁ ÍSAFIRÐI Mörg gömul hús eru varð- veitt á Ísafirði en nú vil bæjarstjórinn gera enn meira í þeim efnum. LÖGREGLUFRÉTTIR Segist hafa logið um mansal Kínversk kona sem óskaði hér eftir hæli og sagðist vera fórnarlamb mansals hefur dregið ásakanirnar til baka. Þetta kom fram í fréttum RÚV. Lögregla handtók Kínverja á föstudag sem var með vegabréf hennar. Sluppu út um glugga Lögreglan á Hvolsvelli segir mildi að ekki fór verr þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Þykkvabæjarvegi í gær. Bíllinn hafnaði ofan í vatns- miklum skurði og sást illa frá vegi. Ökumaður og farþegi voru með með- vitund og komust út um glugga. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.