Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.09.2008, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 19.09.2008, Qupperneq 10
10 19. september 2008 FÖSTUDAGUR BRASILÍA Vinsældir bandaríska forsetaframbjóðandans Baracks Obama eru óvíða meiri en í Brasilíu. Þess vegna hafa sex frambjóðendur í sveitarstjórna- kosningum, sem haldnar verða þar í landi í næsta mánuði, ákveðið að bjóða sig fram undir nafninu Barack Obama. Einn þeirra klikkaði reyndar á stafsetningunni, og kallar sig Barak Obama – með engu c í fyrra nafninu. Tæplega fertugur frambjóðandi til bæjarstjóra í bænum Belford Roxo heitir til dæmis réttu nafni Claudio Henrique dos Anjos en skráði sig til framboðs undir nafninu Claudio Henrique Barack Obama, í von um fleiri atkvæði. Breska dagblaðið Guardian skýrði frá þessu. - gb Kosningar í Brasilíu: Sex í framboði heita Obama STRÍÐSKLÆDDUR BOGMAÐUR Þessi vígalegi Japani í Kamakura skammt frá Tókýó hefur klætt sig upp eins og sam- úræi í tilefni af Yabusame-hátíðinni, þar sem keppt er í bogfimi af hestbaki. www.sas.com/is SAS and all other SAS Institute Inc. product or service names are registered trademarks or trademarks of SAS Institute Inc. in the USA and other countries. ® indicates USA registration. Other brand and product names are trademarks of their respective companies. © 2008 SAS Institute Inc. All rights reserved. 00949/DK/0808 Þeir geta ekki spáð í fortíðina, hvað þá framtíðina. En það getur þú. Með þrautreyndum rekstrarupplýsingahugbúnaði frá SAS. Vertu vakandi og skráðu þig á Tour de Platform-fyrirlestrana miðvikudaginn 24. september 2008 á Hilton Reykjavík Nordica. www.sas.com/is/tourdeplatform Gullfiskar gleyma öllu eftir 3 sekúndur ÍSRAEL, AP Tzipi Livni, nýkjörinn leiðtogi ísraelska Kadima-flokks- ins, hófst strax í gær handa við að mynda nýja ríkisstjórn. Hún von- ast til að geta tekið við forsætisráð- herrastólnum af Ehud Olmert, frá- farandi flokksleiðtoga, svo ekki þurfi að efna til þingkosninga. Livni, sem hefur verið utanríkis- ráðherra í stjórn Olmerts, hlaut 43,1 prósent atkvæða í leiðtoga- kjöri flokksins á miðvikudag, en mótframbjóðandinn, Shaul Mofaz samgönguráðherra í sömu stjórn, var með 42 prósent svo munurinn var harla lítill. Sigur Livni í leiðtogakjörinu styrkir mjög stöðu hennar til stjórnar myndunar, en þó er óvíst að henni takist að mynda stjórn. Ekki síst gæti reynsluleysi hennar í hernaði torveldað henni að fá stuðn- ing meðal ísraelskra stjórnmála- manna og annarra landsmanna, sem hafa miklar áhyggjur af öryggi landsins. Hún hefur 42 daga til að mynda stjórn, og hefur sagst vilja halda áfram samstarfi núverandi stjórnar- flokka. Reynist það ekki mögulegt þarf að efna til kosninga snemma á næsta ári, eða hálfu öðru ári áður en kjörtímabil þessa þings rennur út. Olmert neyddist til að segja af sér, bæði sem forsætisráðherra og leiðtogi Kadima-flokksins, vegna spillingarmála sem lögreglan hefur haft til rannsóknar. Olmert þarf nú að segja form- lega af sér, sem væntanlega verður eftir næsta ríkisstjórnarfund, sem verður á sunnudaginn, og þá fyrst getur Shimon Peres forseti falið Livni, sem leiðtoga stærsta flokks- ins, að mynda nýja stjórn. Olmert verður áfram forsætis- ráðherra bráðabirgðastjórnar, sem starfar þar til ný stjórn tekur við. Livni hefur, sem utanríkisráð- herra í stjórn Olmerts, verið aðal- samningafulltrúi Ísraelsstjórnar í viðræðum við Palestínumenn. Ekkert hefur þokast í þeim viðræð- um síðustu mánuðina, en bæði Ísra- elar og Palestínumenn höfðu sett sér það markmið, að ósk Banda- ríkjastjórnar, að ljúka friðarvið- ræðum áður en George W. Bush hættir sem forseti Bandaríkjanna um áramótin. Ljóst þykir að það markmið náist ekki, en nýr forseti í Bandaríkjun- um og nýr forsætisráðherra í Ísrael gætu hleypt nýju lífi í þessar erfiðu viðræður á næsta ári. gudsteinn@frettabladid.is Livni strax tekin til við stjórnarmyndun Tzipi Livni hefur 42 daga frest til að mynda ríkisstjórn í Ísrael. Takist það ekki verða haldnar kosningar í byrjun næsta árs. Olmert forsætisráðherra segir af sér á næstu dögum, en verður áfram við völd þar til ný ríkisstjórn tekur við. STUÐNINGSMENN FAGNA Mikill fögnuður ríkti meðal stuðningsmanna Livni á miðvikudagskvöld þegar ljóst var að hún hefði sigrað. Takist henni að mynda stjórn verður hún fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ísraels síðan Golda Meir lét af völdum árið 1974. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NÁTTÚRUVERND Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra og Þórunn Sveinbjarnar- dóttir umhverfisráðherra heimsóttu Menntaskólann við Sund (MS) í gær í tilefni endurvinnsluvikunnar, sem sett var síðasta föstudag. Már Vilhjálmsson, rektor MS, kynnti ráðherrunum hvernig skólinn tekur virkan þátt í verkefninu. Skólinn hefur sett sér þau markmið að minnka losun sorps um tíu prósent á þessu ári og draga sérstaklega úr sóun á pappír. Endurvinnsluvikan er haldin til að kynna mikilvægi endur- vinnslu fyrir íslenskt samfélag. Er þetta í fyrsta sinn sem hún er haldin hér á landi. - kg Endurvinnsluvikan: Ráðherrar heimsóttu MS KYNNING Menntamálaráðherra og umhverfisráðherra gægðust ofan í endur vinnslutunnur í MS. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SAMGÖNGUR Betri strætó í Reykjanesbæ Nýtt og endurbætt leiðakerfi strætós í Reykjanesbæ var formlega tekið í notkun í gærmorgun. Nýja leiðakerfið miðar að því að bæta þjónustu og auka þægindi fyrir farþega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.