Fréttablaðið - 19.09.2008, Page 11
FÖSTUDAGUR 19. september 2008 11
HAFNARFJÖRÐUR Bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins segjast efast
um að bærinn geti með samningi
við fjórtán íbúa við Staðarhvamm
haldið því til streitu að hafa tvær
lausar kennslustofur við leikskól-
ann Hvamm. „Fyrir liggur skýr
úrskurður Skipulagsstofnunar um
að framkvæmd og staðsetning
húsanna brjóti gegn byggingar-
lögum og vekur það upp spurn-
ingar um hvort bænum beri því
ekki að fjarlægja húsin hið
fyrsta,“ bókuðu sjálfstæðismenn.
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri
segir það sameiginlega hagsmuni
bæjaryfirvalda og bæjarbúa að
tryggja farsælt leikskólastarf í
öllum hverfum. - gar
Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði:
Efast um gildi
leikskólasáttar
VIÐ LEIKSKÓLANN HVAMM Lausu
kennslustofurnar eiga að vera við
Hvamm í vetur.
Z
EB
R
A
Fimmtíu þúsund kall
Starfsmenn í föstu starfi hjá sveitar-
félaginu Borgarbyggð fá 50 þúsund
króna aukagreiðslu um leið og þeir
fá útborguð laun fyrir janúar á næsta
ári. Samkvæmt samþykkt byggðarráðs
miðast upphæðin við fullt starf.
BORGARBYGGÐ
HEILBRIGÐISMÁL Heilsugæslan í
Hamraborg mun ekki fara í
leikskóla í Kópavogi í vetur til að
sinna skoðunum á börnum. Slíkar
skoðanir muni fara fram á
heilsugæslustöðinni.
Sigríður Pálmadóttir, hjúkrun-
arforstjóri heilsugæslunnar í
Hamraborg, segir að fyrir liggi
breytingar á þroskaprófun barna
og í framhaldinu hafi verið tekin
ákvörðun um að skoðunin fari
fram á heilsugæslustöðinni. Vonir
standi til að síðar muni verða
hægt að gera þroskaprófin aftur á
leikskólum. Heilsugæslan í
Salahverfi mun sinna skoðunum í
leikskólum fram að áramótum.
- ss
Smábarnavernd í Kópavogi:
Úr leikskólum á
heilsugæslustöð
Vantar öryggisþjónustu
Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra
Noregs, segir að Norðmenn verði
að koma á fót öryggisþjónustu
vegna siglinga í Íshafinu í samstarfi
við Bandaríkjamenn, Kanadamenn,
Grænlendinga og Rússa. Støre bendir
á að bregðast þurfi skjótt við ef slys
verða á siglingum á svæðinu.
NOREGUR
DÓMSMÁL Konu sem Landspítalinn færði til í
starfi í kjölfar ásakana um kynferðislega
áreitni voru í gær dæmdar 800 þúsund króna
miskabætur í Hæstarétti. Dómurinn ógilti þá
ákvörðun að færa konuna til í starfi, ákvörð-
unin hefði verið óþörf og ólögmæt, hún hefði
verið brot gegn æru konunnar.
„Þetta er mikill áfellisdómur yfir stjórn-
sýslu spítalans,“ segir Gísli Guðni Hall,
lögmaður konunnar. Hann segir miskabæt-
urnar með því hæsta sem þekkist í málum
sem þessum, en auk þeirra áskilji konan sér
möguleika á að sækja bætur vegna tekjutaps.
Konan starfaði sem hjúkrunarfræðingur á
geðdeild Landspítalans allt þar til annar
hjúkrunarfræðingur sakaði hana um kyn-
ferðislega áreitni haustið 2006. Yfirmaður
hennar ákvað þá þegar að færa hana til í
starfi og fól henni að starfa á Kleppsspítala.
Við þetta sætti konan sig ekki, enda sagði
hún ásakanirnar ósannar og vegið að æru
sinni. Lögmaður hennar krafðist þess fyrir
hennar hönd að hún fengi fyrra starfið aftur,
en hún mætti ekki til vinnu á Kleppi.
„Henni var gert ókleift að starfa á spítalan-
um þar sem hún sætti sig ekki við
flutninginn,“ segir Gísli.
Í dómi Hæstaréttar kemur fram að
forsvarsmenn spítalans hafi talið það
samræmast lögum að færa konuna til í starfi
til að starfsandi skaðaðist ekki. - bj
Landspítali dæmdur til að greiða hjúkrunarfræðingi 800 þúsund króna bætur:
Brotið gegn æru hjúkrunarfræðings
KLEPPUR Hjúkrunarfræðingurinn var færður til í starfi
í kjölfar ásakana samstarfsmanns um kynferðislega
áreitni.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SVÍÞJÓÐ Nauðgun unglingsstúlkna,
sem gættu barna á kvöldin fyrir
hjón á þrítugsaldri, skiptir 200
manna þorpi í Värmland í Svíþjóð
í tvennt eftir afstöðu til sektar
eða sakleysis foreldranna.
Barnfóstrurnar voru 14 og 15
ára þegar foreldrarnir komu
heim úr samkvæmi og nauðguðu
þeim. Faðirinn hefur verið
dæmdur í þriggja ára og konan í
sex mánaða fangelsi.
Íbúarnir í þorpinu eru ýmist
sannfærðir um sekt eða sakleysi
parsins, sumir þeirra telja
óþolandi að beðið hafi verið fyrir
fólkinu í kirkjunni á staðnum.
- ghs
Deilt um sekt ellegar sýknu:
Hjón nauðguðu
barnfóstrum