Fréttablaðið - 19.09.2008, Síða 20
20 19. september 2008 FÖSTUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is
ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefándsóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Þjóðerni er að sögn sumra heimspekinga mikilvægt
verðmæti, sem frjálshyggju-
menn vanræki. En mættu ekki
fleiri vanrækja það að ósekju?
Skipta átti veldi Habsborgar-
anna í Mið-Evrópu upp eftir
þjóðerni 1918. En þar sem fólk
af ólíku þjóðerni bjó margt á
sama svæði, var verkefnið
óleysanlegt.
Annað dæmi var Írland 1921.
Mótmælendur voru í minni hluta
í landinu öllu, en í meiri hluta í
norðurhéruðunum. Bretar skiptu
eyjunni upp og héldu norðurhér-
uðunum. Mér sýnast Rússar nú
ætla að leika sama leik í Georgíu.
Þeir styðja íbúa héraða, þar sem
Ossetar og Abkasíumenn eru í
meiri hluta, til að segja skilið við
Georgíumenn. Þegar horft er til
Balkanskaga, læðist raunar sú
hugsun að, hvort íbúar þar ættu
ekki að flýta sér að gleyma
þjóðerni sínu. Í Bandaríkjunum
búa innfluttir Serbar og Króatar
saman í friði, af því að öll þeirra
orka beinist að því að græða fé á
frjálsum markaði. Á Balkan-
skaga berjast Serbar og Króatar
blóðugri baráttu, af því að þeir
muna þjóðerni sitt, og getur
hvorug þjóðin hugsað sér að vera
undir stjórn hinnar.
Sumir heimspekingar kveða
samkennd nauðsynlega. Þá
flýgur mér í hug áhrifamikið
atvik úr kvikmyndinni Kabar-
ett, sem gerð er eftir Berlínar-
sögum Christophers Isher-
woods. Söguhetjurnar eru
staddar á veitingastað. Ungur,
ljóshærður piltur stendur upp
og tekur að syngja skærri röddu
baráttusöng þjóðernisjafnaðar-
manna, „Morgundagurinn er
minn.“ Smám saman taka aðrir
gestir undir, uns þeir syngja
loks flestallir sönginn saman.
Er slík samkennd blessun eða
bölvun?
Þó er til friðsamleg lausn á
þeim vanda, sem stæk þjóðernis-
kennd síðustu aldar hefur valdið:
atkvæðagreiðsla. Þetta gerðu
Suður-Jótar eftir fyrri heims-
styrjöld. Í sumum héruðum vildi
meirihlutinn sameinast Dan-
mörku, í öðrum Þýskalandi. Var í
meginatriðum farið eftir
úrslitum. Annað dæmi um
friðsamlega lausn var þegar
Tékkar sættu sig við það að
Slóvakar stofnuðu sjálfstætt
ríki. Heimurinn er miklu betur
kominn með fjölda smáríkja en
nokkur stórveldi. Vonandi fá
Tíbetbúar, Kúrdar, Ossetar,
Abkasíumenn, Tsjetsjenar,
Kasmírbúar og fleiri þjóðir, sem
una sér illa undir oki voldugra
granna, sjálfsforræði einn góðan
veðurdag.
Sem betur fer veiktist Rússa-
veldi snögglega 1991, svo að
smáþjóðir á jaðri þess endur-
heimtu sjálfstæði sitt. Því má
ekki heldur gleyma, að sum
Evrópuríki eru ekki sjálfsprott-
in, heldur sköpuð með valdi.
Bretónar og aðrar smáþjóðir í
Frakklandi voru muldar undir
miðstjórnina í París. Skotar á
Bretlandi og Katalóníumenn og
Baskar á Spáni hafa lítt notið sín
í sambýli við fjölmennari þjóðir.
En aðalatriðið er ekki, að nýr
meiri hluti fái að kúga nýjan
minni hluta, til dæmis Eistar
rússneska minnihlutann í landi
sínu, heldur að sjá svo um, að
enginn kúgi neinn. Það er aðeins
unnt með því að halda ríkisvaldi
í skefjum, eins og frjálshyggju-
menn vilja.
Réttur smáþjóða
SPOTTIÐ
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Í DAG | Frjálshyggja og þjóðerni
V
eiking íslensku krónunnar í gær, fjórða daginn í röð, ætti
að færa okkur heim sanninn um þunga þeirra efnahags-
þrenginga sem dynja yfir íslensku þjóðina og raunar
heimsbyggðina alla nú um stundir. Sífellt verður dýrara
að vera Íslendingur og sú spurning hlýtur að vakna hver
sársaukamörkin eru í tilviki krónunnar. Hvað má gengið veikjast
mikið áður en hagkerfið leggst hreinlega á hliðina? Sjálfsagt er
ekkert einhlítt svar við slíkum spurningum, en þó er vert að benda
á að Seðlabanki Íslands greip til þess óvenjulega ráðs skömmu
fyrir páska í vor að efna til sérstaks aukavaxtaákvörðunardags
og hækka stýrivextina í einu lagi um 125 punkta. Ástæðan? Jú,
krónan hafði veikst jafnt og þétt dagana á undan, gengisvísitalan
stóð fast við 160 stig og talið var nauðsynlegt að grípa í taumana
með einhverjum hætti. Því var síðan fylgt eftir af hálfu bankans
með annarri vaxtahækkun hálfum mánuði síðar, um 50 punkta, og
voru þá vextir komnir í 15,50% og hafa haldist óbreyttir síðan.
Við lok markaða í gær stóð gengisvísitala íslensku krónunnar í
178,2 stigum og markaði nýtt hámark, enn á ný. Bandaríkja dalur
hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2002, en evra, dönsk
króna, sænsk króna, norsk króna eða japanskt jen hafa aldrei
verið dýrari. Útlendingar eru farnir að hópast hingað til lands í
innkaupaleiðangra. Hér má allt í einu finna einn ódýrasta bjór
í Evrópu. Hver hefði nú trúað því? Er furða þótt bros leiki um
varir erlendra ferðalanga sem allt í einu verður svo mikið úr farar-
eyrinum? Nei, auðvitað ekki. En hvað með fólkið sem í þessu landi
býr? Ætli okkar bros sé farið að stirðna?
„Líklega hefur líking krónu við fljótandi korktappa á úthafi aldrei
átt jafn vel við og nú,“ sagði greiningardeild Glitnis í umfjöllun
um gengislækkunina í gær. Það eru orð að sönnu og engin ástæða
til að skammast yfir svo sjálfsögðum sannindum, hvað þá að kalla
þau lýðskrum. Flotkrónan má sín lítils í þeim ólgusjó sem nú ríkir
á alþjóðlegum mörkuðum, en það erum við Íslendingar sem fyrst
og fremst borgum brúsann. Hvað halda menn að ríflega sex pró-
senta gengislækkun þýði á aðeins einni viku ofan á tæplega þrjá-
tíu prósenta gengisfall ársins? Jú, auðvitað verðhækkanir og aftur
verðhækkanir. Hækkun á verði matvöru, fatnaði og hvaðeina sem
við þurfum að nota í okkar daglega lífi. Það mun aftur skila sér
í hækkandi verðbólgu, sem aftur hlýtur að leiða til þess að líkur
aukist á vaxtahækkun Seðlabankans.
Þessari öfugþróun má í raun réttri líkja við efnahagslegt fár-
viðri. Það eru engin landráð að ræða það. Höfuðstóll lána hækkar
vegna verðbólgunnar. Greiðslubyrði erlendra lána þyngist stöðugt.
Hér duga engar ódýrar samsæriskenningar og stjórnmálamenn
fremur en embættismenn eiga og verða að móta stefnuna.
Staðreyndin er sú að Íslendingar verða að horfast í augu við þá
staðreynd, sem margar og miklu fjölmennari þjóðir hafa gert á
undan okkur, að það er hreint glapræði að halda úti sjálfstæðri og
fljótandi mynt við þessar aðstæður. Fórnarkostnaðurinn við það er
ógurlegur og verður satt að segja sífellt ógurlegri.
Forsætisráðherra hefur áður sagt að hreint hagsmunamat eigi
að ráða því hvort okkur sé betur borgið innan Evrópusambands-
ins og Myntbandalags Evrópu en utan. Gott og vel. Ætlar einhver
að halda því fram að slíkt hagsmunamat hafi ekki nú þegar farið
fram? Liggur svarið ekki í augum uppi?
Hvað þýðir áframhaldandi gengislækkun?
Af lýðskrumi
BJÖRN INGI HRAFNSSON SKRIFAR
Engin sérstök frétt
Allir hljóta að vera sammála um að
helstu tíðindi af nýlegum miðstjórnar-
fundi Frjálslynda flokksins hafi verið
samþykkt áskorunar um að þing-
flokkurinn svipti Kristin H. Gunnars-
son þingflokksformannsembættinu
og munstraði í það Jón Magnússon.
Ritstjóri heimasíðu flokksins er þó
ekki á þeirri skoðun. Aldeilis ekki. Í
frétt á síðunni af fundin-
um segir nefnilega að
auk umræðna um þing-
málin fram undan hafi
verið rætt um tíma-
setningu landsþings og
hvort flokkurinn
ætti að standa
að fræðslu um
Evrópumálin.
Nýi og gamli tíminn
Mörður Árnason skrifar á síðu
Samfylkingarinnar um þverpólitíska
sátt vatnalaganefndar og segir að
fáa hefði grunað vorið 2006 að slíkt
einhuga álit gæti legið fyrir, aðeins
hálfu þriðja ári eftir tveggja vetra
styrjöld um málið. Telur hann að
deilan hafi sprottið af alls ófullnægj-
andi undirbúningi „… og ekki
síður af pólitískum vinnubrögð-
um sem eiga að tilheyra
liðnum tímum í menntuðu
nútímalegu lýðræðisríki“.
Eflaust er gagnlegt fyrir þá
er ráku málið á sínum
tíma að fá þessa
einkunn frá Merði
en óvíst að þeir séu
honum sammála.
Sundabraut færist fjær
Kristján Möller samgönguráðherra
spilaði út ás í Sundabrautarmálinu
í Kastljósinu í fyrrakvöld. Sagði
nýjar upplýsingar benda til að brú
í stað ganga kæmi til greina. Rætt
hefur verið um Sundabraut í ára-
tugi. Kostir vegnir og metnir. Hald
manna var að göngin hefðu orðið
ofan á. Sumir héldu jafnvel að
það væri frágengið. Eru þau
ekki annars í umhverfismati?
En nú þarf sjálfsagt að skoða
brúarmálin í þaula, meta
umhverfisáhrif og hvað eina
og við það færist draumur-
inn um samgöngubót-
ina fjær og fjær.
bjorn@frettabladid.is