Fréttablaðið - 19.09.2008, Page 28
2 föstudagur 19. september
núna
✽ heyrði ég rétt?
Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is
Penni Alma Guðmundsdóttir alma@frettabladid.is Forsíðumynd Valgarður Gíslason
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir
sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
augnablikið
ÁSA OTTESEN STÍLISTI OG TÍSKUBLOGGARI
Ég er að fara til Manchester í verslunarferð í dag svo laugardagurinn mun
fara í að kaupa föt og kannski nokkrar gjafir. Sunnudagurinn fer svo í
heildsölugeðveiki þar sem ég verð labbandi út um allt að leita að skarti,
sokkabuxum og öðru fyrir Gyllta köttinn. Um kvöldið er mér svo boðið í
mat hjá breskum vini mínum.
helgin
MÍN
Í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar birtist kvæði sem er skrásett af Finni Þór Vil-
hjálmssyni lögfræðingi. Þegar kvæðið er lesið
yfir kemur í ljós að um er að ræða samtal Arnars
Gauta Sverrissonar tískulöggu og Ásgeirs Kol-
beinssonar sjónvarpsmanns í þættinum Innlit/
útlit. Þegar Finnur er spurður að því hvers vegna
hann hafi gert þetta segir hann að það megi
hugsa þetta sem óð til ákveðins tímabils. „Kær-
astan mín var að horfa á þáttinn á Youtube.com.
Ég sat við hliðina á henni og var að lesa bók.
Þegar ég heyrði samtalið á milli þeirra fannst
mér að það væri eitthvað í þessu. Það vakti
hjá mér löngun til að
skrásetja þetta og at-
huga málið,“ segir
Finnur. Hann segir
að það hafi tekið
töluverðan tíma
að pikka samtal-
ið inn því hann
hafi viljað hafa
það alveg orðrétt. „Er ekki sagt að
sá sem ekki geti lært af sögunni sé
dæmdur til að endurtaka hana?“
segir Finnur. martamaria@365.is
Á sunnudaginn verða Svartir englar frumsýndir í Sjónvarpinu. Steinn
Ármann Magnússon leikari sýnir á sér nýjar hliðar.
„Sagan fjallar aðallega um fjóra lögreglumenn sem eru teymi og ég
er einn af þeim. Minn karakter hefði alveg getað dottið hinum megin
við lögin og er svolítið gróf týpa. Hann fer óhefðbundnar
leiðir og sér ekkert athugavert við að beygja aðeins
lögin til að ná árangri,“ segir hann. Þættirnir eru
byggðir á bókunum Skítadjobb og Svartir englar eftir
Ævar Örn Jósepsson.
„Það er búið að vera ofsalega gaman að leika í
þáttunum. Hlutverk mitt er kannski ekki svo ólíkt
því sem ég hef verið að gera, en í gegnum tíð-
ina hef ég verið í gamanleik auk þess sem ég
hef fengið hin ýmsu fúlmenni eða illmenni
og ætli karakter minn í Svörtum englum
myndi ekki flokkast undir eitt þeirra,“
segir Steinn Ármann, sem hefur starfað
sem leikari í lausamennsku í tæp tuttugu
ár og hefur nóg að gera. „Ég er að vinna
verkefni fyrir Stundina okkar með Helgu
Brögu og mun leika lítið hlutverk í mynd-
inni Reykjavík Whale Watching Massacre.
Annars er ég skemmtikraftur og veislu-
stjóri annað slagið, auk þess sem ég tala
inn á eina og eina auglýsingu og teikni-
mynd,“ segir Steinn Ármann. - ag
Steinn Ármann Magnússon í Svörtum englum:
Leikur grófa týpu
Steinn Ármann Magnússon Hefur starfað
sem leikari í lausamennsku í rétt tæp tuttugu ár.
Finnur Vilhjálmsson setti saman raunveruleikakvæðið fyrir eftir
ÓÐUR TIL LIÐINS TÍMA
BROT ÚR RAUNVERU LEIKA-
KVÆÐINU FYRIR EFTIR
heyrðu geiri þú ert hérna búinn
að festa kaup á íbúð hérna úti á
granda
já
svona helvíti fínt útsýni sem þú
ert með hérna og svona
já mjög skemmtilegt
en þessi íbúð er með þeim verri
sem ég hef séð
já það var eiginlega svona
aðlaðandi við hana hvað hún
var
já akkúrat
hvað hún var eitthvað öll
sjúskuð og leiðinleg og ég sá
bara möguleikana í að breyta
henni
já hérna náttúrlega ertu með
sko ógeðslegt eldhús
já
og þú ætlar að breyta í raun og
veru öllu hérna er það ekki
þetta verður allt rifið út
já
bara gjörsamlega það verða
bara menn sem þurfa útrás
sem verður hleypt hingað inn
með kúbein
það er bara þannig
þeir mega bara ráðast á
þetta
já
sama með þennan vegg
hérna
já sem er svolítið mikið barn
síns tíma
svolítið mikið þetta verð-
ur tekið niður og ný innrétt-
ing sem sagt sett hér inn kán-
trí stællinn fer hér út
já
[...]
SÖNGKONAN MADONNA VAR
SMART Á DÖGUNUM Hún mætti
á veitingastað í New York í hvítum
glansstuttbuxum með splunku-
nýja Louis Vuitton-tösku. Þessi slær
gamla mónógrafið alveg út.
MYND/GETTYIMAGES
Ásgeir Kolbeins.
Finnur Þór Vilhjálmsson var lengi að pikka samtalið inn enda sleppti hann engu. MYND/VALLI
þetta
HELST
Arnar
Gauti.
Kominn aftur
Aðdáendur hárgreiðslumannsins
Baldurs Rafns Gylfasonar geta
tekið gleði sína á ný því hann er
kominn aftur með skæri í hendi.
Hann átti hárgreiðslustofuna mojo/
monroe um
nokkurra ára
skeið og klippti
allar helstu skvís-
urnar í bænum
eins og Sirrý í
Fólk og Ásdísi
Rán. Svo klippti
hann líka Pál
Óskar, Erp Eyvindar, Atla Rafn
leikara og Geir Ólafsson. Nú
er hann hins vegar kominn
sterkur til baka á hárgreiðslu-
stofuna Kompaníið
sem er nýflutt í Turn-
inn á Smáratorgi.
Það má því segja
að hann sé kom-
inn aftur heim því
hann lærði á stof-
unni á sínum tíma
áður en hann fór
út í eigin atvinnu-
rekstur.
Upprisinn í Lundúnum
Lítið hefur farið fyrir Hannesi
Smárasyni hérlendis síðustu mán-
uðina og hafa menn verið að velta
því fyrir sér hvað hafi orðið um
kappann. Föstudagur
hefur þó heimildir fyrir
því að hann sé búsett-
ur í Lundúnum og sitji
alls ekki með hendur
í skauti. Heldur sé
hann kominn með
fyrirtæki á lagg-
irnar sem sér-
hæfi sig í heim-
sendingum á
tilbúnum mat.