Fréttablaðið - 19.09.2008, Page 36

Fréttablaðið - 19.09.2008, Page 36
10 föstudagur 19. september tíðin ✽ pabbi karlakókið sýpur... DÍANA MIST Föstudagur 12. september: partískinka frá Alí Þessi vika var alger hrotti. Víkingurinn sem bar mig út af b5 um síðustu helgi hafði heldur betur lagst í rann- sóknarvinnu og fundið mig og mitt nýja símanúmer og gjörsamlega „stolkað“ mig alla vikuna. Þegar betur var að gáð var það kannski ekkert skrýtið þar sem gæjinn er í rannsóknarlöggunni og virðist hafa að- gang að öllum upplýsingum. Hef hann grunaðan um að hlera símann minn því þegar ég hætti að svara sím- tölum frá honum þá byrjaði hann að sitja fyrir mér, beið fyrir utan hjá vinkonu minni með rauðar rósir. Hversu ömurlegt er það??? Í uppreisn minni lét ég lita á mér hárið allt of ljóst, fór í ljósatíma og mætti fersk á djammið um kvöld- ið. Var reyndar svolítið eins og partískinka frá Alí en þetta svínvirkaði! Kíkti á Boston. Þar var Krummi, Daníel Ágúst og fatadrottningin, Harpa Einars. Ég sá líka glitta í Hollywood-leikkonuna Anítu Briem. Var búin að innbyrða allt of marga gin + tónik þegar klukkan sló þrjú og ákvað að drífa mig heim á leið áður en einhver annar brjálæðingur tæki mig á öxlina og héldi á mér heim til sín. Laugardagur 13. september: gólftuskan á b5 Eins og sannri partískinku sæmir vaknaði ég með máln- inguna frá því í gær. Þegar ég leit í spegilinn var alveg ljóst að ég yrði að gera eitthvað í mínum málum. Fékk mér rauðrófusafa og hélt áfram að sofa. Var viss um að það gæti verið gott „múv“ fyrir útlitið. Þegar ég vaknaði loksins málaði ég yfir gærdaginn og passaði að setja bara nógu mikinn augnskugga svo vibbinn skini ekki í gegn. Vinkonur mínar komu yfir í einn drykk áður en við fórum út að borða. Þegar ég stóð upp á veitingastaðn- um var ég orðin vel full, annað kvöldið í röð. Við slysuð- umst inn á Ölstofuna í von um stuð og stemningu. Það var nú öðru nær, eina almennilega kjötið á markaðnum var Mikael Torfason rithöfundur. Eftir að vinkona mín reyndi ítrekað að ná augnsambandi við hann án árang- urs fórum við yfir á b5 svekktar fyrir hönd vinkonunnar. Þegar við vorum búnar að bíða í röð fyrir utan í hálftíma komumst við loksins inn. Þar var Katla Jónasdóttir listakona, Lilja Björk Ketilsdóttir, Almar hjá Sterling, Siggi Hall og Jóhanna Kristín Ólafs- dóttir í miklu stuði. Eftir sirka átta vodka í vatni var ég komin að því að henda mér í þvöguna og láta henda mér út þegar ég sá glitta í víking síð- ustu helgar. Einhvern veginn náði ég að skríða undir háborðið og fela mig svo hann myndi ekki verða mín var. Næst þegar ég rank- aði við mér var maður að þrífa staðinn... í guðanna bænum ekki segja nein- um frá þessu...usss MAMMA MIA! SINGALONG Ef þú ert ekki búin(n) að fara á Mamma mia! einu sinni eða tvisvar nú þegar er ekki seinna vænna en að drífa sig í Háskólabíó klukk- an átta í kvöld. Á Singalong-sýningunni er staðið upp og sungið hástöfum með öllum Abba-smellunum, svo enginn þarf að halda aftur af sér. KONUSÍÐDEGI Í KRYDDLEGNUM HJÖRTUM Allar konur sem hafa áhuga á heilbrigðum lífsstíl eru vel- komnar á Kryddlegin hjörtu, sem er nýr lífrænn veitinga- staður á Skúlagötu 17, á laugardag milli klukkan fimm og sex. Lífrænt vín og matur verður á staðnum, auk kynning- ar á náttúrulegum snyrtivörum. Ekki láta þig vanta! PÚÐURBURSTINN LEÐURTASKA ÚR KISUNNI eftir Jerome Dreyfuss. SHURE MÍKRÓFÓNNINN TOPP 10 VESKI FRÁ PEKING ESPRESSOVÉLIN Borgarbúar og bæjargestir! fá ókeypis dagpassa í heilt ár. Góða skemmtun! fjölskylduárskortið 12.500 krónur Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Hafrafelli v/Engjaveg 104 Reykjavík Sími: 5757 800 Opið alla daga 10.00 – 18.00 www.mu.is IPOD MINI LITLA HEYRNARTÆKIÐ MITT BRYNDÍS ÁSMUNDSDÓTTIR leik- og söngkona IPHONE sem ég fékk í afmælis- gjöf frá mannin- um mínum. LOVE JANIS Ævisaga Janis Joplin sem systir hennar, Laura Joplin, skrifaði. BAUGAFELARI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.