Fréttablaðið - 19.09.2008, Side 52

Fréttablaðið - 19.09.2008, Side 52
32 19. september 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is > BRITNEY Í X-FACTOR Britney Spears mun flytja lagið Womanizer, fyrstu smá- skífuna af væntanlegri plötu sinni, í breska X-factor þætt- inum í desember. Aðstand- endur þáttarins gleðjast mjög yfir þessu samstarfi og búast við því að áhorfendatöl- ur rjúki upp úr öllu valdi, enda hlakka margir til að sjá Britney upp á sitt besta. Aðdáendur Sex and the City geta heldur betur glaðst. Nú þegar er farið að undir- búa nýja Sex and the City-mynd, í kjölfar þeirra gríðarlegu vinsælda sem myndin sem kom út nú í ár vakti, og hyggst höf- undur bókanna á bak við þáttaröðina nú bæta við höfundarverkið. Candace Bushnell áformar að skrifa tvær bækur um Carrie Bradshaw, sem Sarah Jessica Parker leikur, en þær eiga að gerast á unglingsárum henn- ar og bera heitið „The Carrie Diaries“. „The Carrie Diaries munu fara með lesendur á mótunarár Carrie í menntaskóla og veita þeim innsýn í vinasambönd hennar, ástarsambönd og hvernig hún gerði rithöfundardraum sinn að veruleika,“ segir í kynningu frá útgefendunum, HarperCollins. „Carrie í menntaskóla fylgdi ekki straumnum, hún var fyrst,“ segir Candace sjálf. „Þar byrjaði hún að fylgjast með og tjá sig um samskipti fólks,“ bætir hún við. Bækurnar eru væntanlegar á markað árið 2010, en ekki er vitað hvenær má eiga von á framhaldsmynd. „Warner Brothers Newline hefur mikinn áhuga á að gera aðra Sex and the City-mynd, og ég held að það sé verið að púsla henni saman núna, með aðstoð okkar,“ sagði sjónvarpsstjóri HBO, sem sýndi þættina upprunalega. „Hvenær það verður að veruleika veit ég hins vegar ekki,“ bætti hann við. Enn meiri Beðmál á leiðinni MEIRI CARRIE Candace Bushnell vinnur nú að tveimur bókum um unglingsár söguhetjunnar Carrie Bradshaw, hér í örmum Mr. Big. Okkur að kenna Ekki ku allt vera með felldu hjá turtildúfunum Nicole Richie og Joel Madden. Tímaritið Star heldur því fram að Nicole hafi yfirgefið heimili þeirra eftir heiftarlegt rifrildi á dögunum og haldið heim til móður sinnar með dóttur þeirra, Harlow, með í för. Hún sneri þó aftur heim degi síðar, en heimildarmaður blaðsins segir hana með þessum hætti hafa ætlað að „senda Joel ákveðin skilaboð“. Samband parsins mun vera nokkuð stormasamt og ekki er meira en vika síðan að Nicole reiddist unnusta sínum mög, eftir að hann sást í félagsskap leikkon- unnar Mischu Barton í eftirpartíi eftir VMA-verðlaunahátíðina. Nicole rauk að heiman STORMASAMT SAMBAND Samkvæmt heimildum tímaritsins Star er samband Nicole Richie og Joel Madden ekki á grænni grein. NORDICPHOTOS/GETTY Hljómsveitin Sign verður ekki á Airwaves þetta árið, en sveitin hefur verið fastagestur á hátíðinni um skeið. „Við verðum ekki á Íslandi þegar Airwaves er. Við verðum úti í Englandi að spila,“ segir Ragnar Sólberg, söngvari og gítarleikari. Þetta verður í fyrsta skipti í fjög- ur, fimm ár sem Sign missir af hátíðinni, að sögn Ragnars. „Það er kannski kominn tími til að hleypa einhverjum öðrum að.“ En er ekkert skrítið að missa af þessum árlega stórviðburði? „Það er það, það er skrítið að vera ekki til staðar en það verður allt í lagi. Við verðum á tónleikaferðalagi með hljómsveit sem heitir Aiden og ferðumst um England, akkúrat á þessum tíma.“ Sign ferðast með Aiden allan októbermánuð og eru þrettán tón- leikar á fimmtán dögum skipulagð- ir í Bretlandi, frá 1. til og með 15. október. Þá eru tólf tónleikar fyrir- hugaðir seinni hluta mánaðarins, 16.-31. október, en spilað verður í Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Austurríki og Hollandi. - kbs Sign ekki á Airwaves í ár Nú hefur danska dreifingarfyrir- tækið Trust Nordisk selt dönsku gamanþættina Klovn til allra Norðurlandanna. Í fréttatilkynn- ingu frá fyrirtækinu kennir það Íslendingum um þessar óvæntu vinsældir en RÚV var fyrst norrænna stöðva til að kaupa hina óborganlegu þætti Caspers Christensen og Franks Hvam. Eftir að fyrsta árið gekk vel á RÚV og stöðin keypti fjórar raðir til fóru aðrar stöðvar á Norðurlönd- unum að veita Klovn athygli. Trust Nordisk segir þá félaga hetjur á Íslandi. Aldrei fyrr hefur dönsk gamanþáttasería farið eins víða og ætla söluaðilar sér að koma þáttunum víðar í ljósi þessara norrænu vinsælda og setja markið á Mipcom-markaðinn í október. Fyrsta röðin af Klovn kemur út í vikunni á vegum Sammynda. - pbb MISSA AF AIR- WAVES Sign verð- ur ekki á landinu þegar Airwaves- hátíðin fer fram. Myndform ehf • Trönuhraun 1 • Sími: 534 0400 • www.myndform.is • myndform@myndform.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.