Fréttablaðið - 19.09.2008, Qupperneq 64
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
BAKÞANKAR
Bergsteins
Sigurðssonar
Undanfarið hefur sótt að mér einhver drungi. Að gömlum sið
kenndi ég veðrinu um en í gær fór
að leita á mig grunur um að kannski
væri ástæðan önnur. Kíkjum á litla
samantekt á nokkrum fyrirsögnum
sem birtust á síðum dagblaðanna í
liðinni viku.
FÖS: Gjaldþrot blasir við ferða-
skrifstofunni XL og Atlas selt. XL
Leisure gjaldþrota. Enn tapar Eim-
skip. Olíuverð skekkir vöruskipta-
tölur. Ný stefnumótun í peninga-
málum má ekki bíða. Vextir áfram í
hæstu hæðum. Vilja ekki krónuna.
Kynbundinn launamunur hefur
aukist.
LAU/SUN/MÁN: Stórt og mikið
áfall. Tími aðgerða í gjaldmiðils-
málum. Kreppan klýfur hjónabönd.
Skuldsett börn fella foreldra.
Heimatilbúinn efnahagsvandi.
Virði Eimskips tíund af skuldum.
Varar við nýrri heimskreppu. Dag-
vöruverslun minnkar. KPMG átaldi
fegrað bókhald. Búast má við mót-
vindi áfram. Kjörin hafa versnað.
Kaupþingsmenn á apafarrými.
Brostinn draumur. Grafalvarlegt
að villa um fyrir fjárfestum.
ÞRI: Versti dagur frá 2001. Gengi
Decode í nýrri metlægð. Alvarleg
staða Eimskips. Markaðsdýfa um
heim allan. Fjárfestingarbönkum
lokað. Fær flugið í hausinn. Styrk-
ing dollarans étur upp lækkunina.
Engin viðskipti – hátt álag. Ríkis-
sjóður rekinn með tapi. Uppnám og
óvissa á fjármálamörkuðum. Skellir
á Wall Street eru skellir hér. Rekstur
Atlanta seldur á 0 krónur. Harm-
saga XL Leisure. Neikvæð í fyrsta
sinn í fjögur ár. Miklar ábyrgðir og
háar skuldir í brennidepli. Fallið
um 82 prósent.
MIÐ: Stöðugt fleiri leita aðstoðar
vegna skulda. Krónan aldrei verið
veikari. Nýsir á barmi gjaldþrots.
Fótunum kippt undan manni.
Skuldatryggingarálag eykst vegna
óróleika. Ástandið vestra jafnast á
við kreppuna miklu. Úlfakreppan
harðnar enn. Nánast endalaus hrak-
fallasaga. Stór hluti eiginfjár í húfi.
Veröldin var svolítið önnur en í
dag.
FIM: Krónan kolfellur. Hætta á
hruni. Fjárfestar hafa lítið traust á
krónunni. Fjárfestar forðast krón-
una. Hætta á afskráningu. Hriktir í
hagkerfum. Forstjóri Glitnis aldrei
átt fleiri andvökunætur. Fjárfest-
ingabankar riðuðu til falls í gær.
Aukið álag í niðursveiflu. Enginn
hagvöxtur. Slæm lausafjárstaða
gerir mörgum erfitt fyrir. Brotna
niður í atvinnuleysi. Botninum
hvergi nærri náð.
ÞETTA nægir mér í bili. Vill ein-
hver hnippa í mig þegar þetta er
gengið yfir?
Haustlægð
Í dag er föstudagurinn
19. september, 263. dagur ársins.
7.00 13.22 19.41
6.46 13.06 19.24
Þú
fi
nn
ur
s
pa
ri
sö
gu
r
Pa
lla
á
b
yr
.is
Skráðu þig í Byr námsmenn og njóttu betra lífs.
Þú getur grætt helling á því einu, að vera með greiðslukortin
hjá Byr með afsláttum og alls konar tilboðum þér
að kostnaðarlausu. Námsmannalífið verður svo miklu skemmtilegra,
með þig í toppformi fjárhagslega.
Fjárhagsleg heilsa er betra líf. Sími 575 4000 byr.is
byr.is
– taktu prófið!
Tékkaðu
á heilsunni!
Njóttu b
etra líf
s
–skráðu
þig í By
r námsme
nn
D
Y
N
A
M
O
R
EY
K
JA
V
ÍK
... og þú græðir helling á þeim peningum sem þú sparar með Byr námsmönnum!
Fjárhagsleg ráðgjöf:
Þú finnur fleiri spenn
andi
námsmannatilboð á byr.
is
Frítt debetkort:
Frítt MC plúskred
itkort út námstím
ann:
Tveir fyrir einn! Notaðu sömu krónuna tvisvar þegar þú
ferð út að borða, í bíó, á myndbandaleiguna, í leikhús,
á kaffihús eða þegar þú ferð í klippingu, snyrtingu,
líkamsrækt, lúxusdekur ... gildir á meira en 250 stöðum!