Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 16
16 24. september 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson bih@markadurinn.is og Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Næsti áfanginn sem boðaður hefur verið í sigurgöngu frjálshyggjunnar í Frakklandi er sá að einkavæða póstþjónustuna. Reyndar er undirbúningurinn þegar kominn nokkuð á veg; í því pósthúsi þar sem ég ven komur mínar lýsir hann sér á þann hátt, að búið er að fækka lúgunum um helming, í staðinn er farið að selja brogaðan pappírsvarning af ýmsu tagi, og starfsfólkið lætur sér ekki nægja að afgreiða heldur býður mönnum með sefandi rödd, og væntanlega sérþjálfaðri, upp á alls kyns þjónustu sem fæstir hafa nokkuð við að gera. Þannig er póstþjónustan smám saman að fá á sig svipmót gróðavænlegs einkafyrirtækis. Allt þetta hefur nú gerst nokkurn veginn þegjandi og hljóðalaust, það eru einhverjir skuggasveinar sem ráða ferðinni og þeir hafa ekki leitað álits nokkurs lifandi manns. En þar sem pósturinn er opinber þjónusta sem hefur verið við lýði öldum saman og gegnir afskaplega mikilvægu hlutverki í Frakklandi (vafalaust meira en á Íslandi), eru nú komnar raddir sem vilja að staldrað verði við og vilji almenn- ings kannaður áður en lengra er haldið. Og nú vill svo til að það er hægt. Samkvæmt stjórnar- skrárbreytingu sem gerð var í vor verður að láta fara fram þjóðarat- kvæðagreiðslu ef einn fimmti hluti þingmanna – sem sé 182 þingmenn í þjóðþingi eða öldunga- deild – krefjast þess og þeir hafa stuðning tíunda hluta kjósenda, eða um 4,5 milljóna manna. Því er nú komin upp hreyfing manna sem heimta þjóðaratkvæða- greiðslu um einkavæðingu póstþjónustunnar. Hvers vegna hafa menn efasemdir um ágæti þessarar einkavæðingar? Tilgangslaust er að leita í smiðju hagfræðinga sem kyrja nú allir sama sönginn um ágæti frjálshyggjunnar og benda auk þess á einhver fyrirmæli frá Brussel sem eigi að taka gildi 1. janúar 2011. Eins og fyrri daginn eru það helst rithöfundar, í tengslum við mannlífið, sem kunna skil á því hvaða ásjónu þessi einkavæðing opinberrar þjónustu snýr að venjulegu fólki. Einn þeirra, Benoit Duteurtre, tók nýlega dæmi af því hvernig breytingar af þessu tagi hefðu leikið símann. Hann var á ferli í sumar eftir einhverjum villugötum í Alpafjöll- um og þurfti að hringja í hótel til að láta vita um komutíma. Allir gemsar voru steindauðir á þessu svæði en sem betur fer komst hann í símaklefa í litlu þorpi, og varð að gera sér að góðu þótt gjaldið fyrir eitt símtal innanhér- aðs hefði tuttugufaldast síðan allar reglur voru afnumdar í einkavæð- ingunni. En nú voru góð ráð dýr, hann vissi ekki um símanúmer hótelsins. Áður fyrr var slíkt enginn vandi, hann gat þá hringt í upplýsingar, í númer 12, og það var ókeypis þegar talað var úr símaklefa. En nú var búið að einkavæða upplýsingarnar, mörg fyrirtæki kepptu um þann breiða markað, og rithöfundurinn hafði ekki sett á sig númer þeirra í því mikla og hávaðasama auglýsinga- flóði sem þeirri einkavæðingu fylgdi. Áður var númerið 12 kyrfilega letrað í símaklefunum, en nú var engar upplýsingar þar að fá um þessi nýju upplýsinga- númer, slíkt hefði verið brot gegn reglum um samkeppni. Rithöfundurinn greip samt til þess örþrifaráðs að hringja í númer 12, og þá kom sjálfvirkur símsvari sem sagði að það númer væri ekki lengur til, í staðinn væru komin sex stafa númer „sem byrjuðu á 118“. Meira mátti ekki segja, það hefði líka verið brot á reglum um samkeppni. Um síðir tókst rithöfundinum að fá símanúmer upplýsingafyrirtækis hjá velvilj- uðum þorpsbúa. Það kostaði sitt að hringja, og svo kom í símann stúlkurödd með sterkan hreim. Svo var að heyra að búið væri að flytja þessa upplýsingaþjónustu til Norður-Afríku, þar sem starfs- menn fá sultarlaun meðan fyrrverandi ríkisstarfsmenn í Frakklandi lifa á lægstu atvinnu- leysisbótum. Þegar þessum símtölum var lokið, var ekki annað fyrir rithöfundinn að gera en hugleiða orðræður trúboða frjálshyggjunnar um það hvernig allir myndu hagnast á einkavæð- ingu og frjálsri samkeppni, fyrirtækin, starfsmennirnir og þó einkum neytendurnir sem myndu njóta góðs af lægra verði og betri þjónustu. Þetta vita sennilega flestir aðrir en þeir hagfræðingar og stjórn- málamenn sem stjórna. En þá kemur spurningin: verður þjóðaratkvæðagreiðsla? Það er mjög óvíst. Þeirri kenningu er nú þegar veifað að þetta mál sé allt of flókið og erfitt til að hægt sé að leggja það undir almenning. Sósíalistaflokkurinn virðist tregur og klofinn, hann vill ekki fá á sig það orð að hann standi á móti efnahagsframförum. Og almenn- ingur? Á þeim tíma þegar þær raddir hljóma stöðugt skærara, með Sarkozy sem forsöngvara, að nauðsynlegt sé að láta Íra kjósa aftur, því þeir kusu víst ekki rétt í sinni þjóðaratkvæðagreiðslu, virðist hann ekki hafa mikla trú á að slíkar kosningar geti leitt til neins. Með Evrópulýðræðinu má þannig spara atkvæðagreiðslur. Sigurgangan UMRÆÐAN Ólafur F. Magnússon skrifar um borgarmál Á fundi borgarráðs í liðinni viku var lagt fram svar við fyrirspurn minni um ýmsan kostnað hjá borginni og fyrirtækjum hennar, en slík úttekt hefur mætt mikilli and- stöðu úr röðum sjálfstæðismanna, allt frá því að ég beitti mér fyrir henni, þegar ég var borgarstjóri. Enn hafa ekki fengist nein svör við fyrirspurn minni um kostnað hjá fyrirtækjum borgarinnar vegna kjörinna fulltrúa og stjórnenda, en sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa verið í for- ystu þessara fyrirtækja og þeirra ábyrgð því mikil, ef um óráðsíu er að ræða. Fyrirætlanir núverandi meirihluta um nýjar stór- framkvæmdir hjá Orkuveitunni og aðrar milljarða króna nýframkvæmdir sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun borgarinnar kalla á miklar lántökur, sem myndu skuldsetja borgarbúa langt inn í framtíð- ina. Líkur eru á að langtímaskuldir borgarinnar, sem voru 114 milljarðar króna í fyrra, verði komnar yfir 200 milljarða króna á næsta ári, ef ekki tekst að hamla gegn ábyrgðarlausri útgjaldapólitík Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, þar sem allt virðist hafa forgang umfram velferðar- þjónustuna og heimilin í borginni. Mikill trúnaðarbrestur ríkti í borgarráði í valdatíð F-lista og Sjálfstæðisflokks og þar virðast fulltrúar allra flokka, nema F-listans, hafa komið að málum. Unga frjálshyggju- fólkið í Sjálfstæðisflokknum, sem nú hefur náð völdum í borginni, með faðmlögum og helmingaskiptum við Framsóknarflokkinn, gerði sitt til að veikja fráfarandi borgar- stjórnarmeirihluta F-lista og Sjálfstæðisflokks. Það voru nefnilega hagsmunir þessa fólks að ryðja fyrr- verandi oddvita Sjálfstæðflokksins úr vegi m.a. með því að koma höggi á hann í tengslum við málefni Orku- veitunnar og REI. Eftirleikurinn var síðan auðveldur. Ósannindin, sem þetta fólk hefur haft í frammi um meirihlutasam- starf F-lista og Sjálfstæðisflokks og störf mín sem borgarstjóra, verða ekki auðveldlega leiðrétt. Von- andi vekur staðreyndafælni sjálfstæðismanna í borg- arráði þó fólk til umhugsunar. Höfundur er fyrrverandi borgarstjóri. Staðreyndafælinn meirihluti ÓLAFUR F. MAGNÚSSON Nýtt bakland Jón Bjarnason alþingismaður lofar framgöngu Davíðs Oddssonar seðla- bankastjóra á heimasíðu sinni. Segir Jón að á meðan Geir H. Haarde flýr til New York „á torg víxlaranna á Wall Street og biður brösk- urunum griða“, tali Davíð „hispurslaust á máli sem þjóðin skilur“, játar á sig fyrri hagstjórnarmistök og „flýr ekki af vettvangi“. Það er því ljóst að Davíð Oddsson á sér enn sterkt bakland. Það er bara búið að flytjast yfir í Skagafjörð. Til Vinstri grænna. Er það ekki, Björn? Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekki mikið fyrir álit þessa Oli Rehn, embættis- blókarinnar sem stýrir stækkunarmál- um Evrópusambandsins. Sá segir að evra verði ekki tekin upp á Íslandi án inngöngu í ESB. Á heimasíðu sinni segir Sigurður Kári það ekki vera rétt. Og hvernig veit hann það? Björn Bjarnason sagði honum það. Skothelt Bjarni Harðarson, þingmaður Fram- sóknarflokks- ins, snýtir evru- og ESB-sinnum hraustlega í færslu á heimasíðu sinni. Bjarni bendir á að meðan danskir bankar hrynja hver á fætur öðrum standi þeir íslensku keikir. Skýringarinnar er ekki langt að leita – á Íslandi er ekki evra. „Enda eru bankarnir hér heima bara hættir að tala um nauðsyn þess að taka upp evru, - skrýtið,“ skrifar Bjarni hróðugur. Til að komast að þessir niðurstöðu þarf Bjarni aðeins að horfa fram hjá tvennu: a) gjald- miðill Dana er króna, ekki evra og b) íslensku bankarnir eru alls ekki hættir að tala um nauðsyn þess að taka upp evru. Að öðru leyti er rök- semdafærsla Bjarna skotheld. bergsteinn@ frettabladid.isE vrópunefnd ríkisstjórnarinnar hittir í dag að máli í Bruss el Joaquin Almunia, sem fer með efnahags- og peningamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Fundahöldum Brussel-leiðangurs nefndarinnar mun síðan ljúka með spjalli við fulltrúa Seðlabanka Evrópu. Nefndin fékk þau fyrirsjáanlegu svör frá stækkunarmálastjóra sambandsins, Finnanum Olli Rehn, í fyrradag að enginn vilji væri fyrir því innan ESB að ræða möguleikann á að Ísland fengi að taka upp evruna með tvíhliða samningum á grundvelli EES-samnings- ins. Lengra er síðan að forsvarsmenn Seðlabanka Evrópu lýstu því yfir fyrir sitt leyti að þeim þætti slíkt fyrirkomulag ekki koma til greina. Forsenda fyrir því að taka upp evruna væri full aðild að Efnahags- og myntbandalaginu og forsenda fyrir henni væri full aðild að Evrópusambandinu. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og annar for- manna nefndarinnar, heldur því þó fram að þessi svör loki ekki fyrir að þetta sé „lagatæknilega hægt,“ og sé svo, þá snúist málið um pólitík. Tækju íslenzk stjórnvöld ákvörðun um að „skoða þetta af alvöru“ yrði sú umræða að fara fram við æðstu stjórnmálamenn ESB frekar en embættismenn þess í Brussel. Eins og fram kemur í frétt í Fréttablaðinu í dag tjáði Graham Avery, breskur evrópumálasérfræðingur frá Brussel, sig um þetta atriði í tengslum við fyrirlestur sem hann hélt við Háskóla Íslands í gær. Hann bendir á að hin afdráttarlausa höfnun forsvarsmanna Seðlabanka Evrópu (ECB) sé nóg til að slá málið út af borðinu. Því hann eigi mjög bágt með að sjá fyrir sér nokkurn ríkisstjórnar- leiðtoga sambandsins ganga gegn vilja stjórnar ECB í svona máli, í ljósi þess hve miklu lykilhlutverki sú stofnun augljóslega myndi gegna í hvers konar samningum um aðgang að evrunni. En að því er haft var eftir formönnum Evrópunefndarinnar, Illuga og Ágústi Ólafi Ágústssyni, varaformanni Samfylkingar- innar, stendur til á fundinum með Almunia í dag að ræða nánar spurninguna um lagaleg rök með og á móti möguleikanum á tví- hliða upptöku evru. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, sem fór fyrir fyrri Evrópunefnd forsætisráðherra sem skilaði af sér fyrir alþingiskosningarnar vorið 2007, hefur haldið því fram að ekkert í lagaverki ESB mæli gegn möguleikanum á að ríki utan sambands- ins semdi við það um að taka upp evruna. Verði niðurstaðan úr viðræðum nefndarinnar við Almunia á þá leið, að svona lausn sé heldur ekki „lagatæknilega“ möguleg, ætti að vera hægt að ná um það samstöðu innan nefndarinnar að frek- ari tilraunir til að leita slíkrar tvíhliða sérlausnar hjá ESB á pen- ingamálakreppu Íslendinga sé sóun á kröftum og tíma. Verði aftur á móti hægt að túlka niðurstöðuna þannig að hún loki ekki alfarið fyrir hinn „lagatæknilega“ möguleika verða fylgismenn þessarar leiðar að fá ríkisstjórnina til að ákveða að segja skilið við gildandi peningamálastefnu og gera síðan allt sem í hennar valdi stendur til að vinna því pólitískan stuðning hjá öllum ESB-ríkisstjórnunum 27 að Íslandi verði boðin slík sérlausn. Ímyndar sér einhver að það yrði auðsóttara en að semja um fulla aðild Íslands að bæði ESB og myntbandalaginu? Brusselleiðangur Evrópunefndar: Óskhyggja og raunsæi AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR Einkavæðing EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG |

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.