Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 22
GB FERÐIR bjóða upp á helgarferðir til Boston í haust og vetur. Gist er á Inter Continental Boston þaðan sem stutt er í þjónustu og afþreyingu, svo sem Chinatown, Boston Harbor, heimavöll NBA-liðsins Boston Celtis, Sædýrasafnið, Nýlistasafnið, Newbury Street og fleira. Sjá www.gbferdir.is. KAÐ SÆTAFRAMBOÐ Sími 49 12345 Netfang ferd@ferd.is Sjá nánar á WWW.FERD.IS 8 DAGAR / 7 NÆTUR SÓL, STRÖ ND, VERSL UN SÓL, STRÖND & VERSLUN Í DUBAI Búðarráp í heimsklassa Upplifið nýja og gamla Dubai Eyðimerkursafarí, reiðtúr á úlfalda Grill í eyðimörkinni og fleira Verð frá 239.450,- á mann Brottfarir alla fimmtudaga frá 1. janúar til 12. mars 2009 Pakkað niður fyrir fríið af kostgæfni ÞAÐ GETUR VERIÐ MIKIL KÚNST AÐ PAKKA OFAN Í FERÐATÖSKU EN HÉR Á EFTIR FARA NOKKUR GÓÐ RÁÐ. Tilvalið er að raða eftir þyngd, hafa þyngstu hlutina neðst en léttan og viðkvæman fatnað efst. Ef skópör eru með í för er gott að fylla þau með sokkum og bolum en þannig viðhelst lögun þeirra og um leið er hægt að spara pláss. Best er að vöðla fötunum sem minnst saman til að koma í veg fyrir för. Hlýrabolum og öðru smálegu má rúlla upp og setja í hliðarnar. Fín föt er best að setja í sérstakan fatapoka og leggja efst í töskuna. Til að forðast að taka of mikið með sér er gott að velja föt sem passa saman og para til dæmis buxur eða pils saman við þrjá mismunandi efriparta. Ekki er gott að troða í töskur en þær mega heldur ekki vera hálftómar því hvort tveggja fer illa með innihaldið. -ve Taílendingar standa flestum öðrum framar þegar kemur að dekri á borð við böð, slökun og nudd. Vel búnar og seiðandi heilsulindir eru meðal þess sem þeir bjóða upp á í ríkum mæli og raunar eitt af því ómótstæðilega í landinu. Taílenskt nudd byggir á alda- gömlum aðferðum sem hver kyn- slóð af annarri hefur tekið í arf og tileinkað sér. Nudd og spa er nán- ast á hverju strái í Taílandi og hátt á fjórðu milljón gesta heimsækir slíkar stofnanir árlega. Veitinga- staðir og íbúðir eru víða undir sama þaki svo og allskonar heilsu- rækt. Mörgum almennum ferða- mönnum finnst þetta ómissandi partur af upplifun þeirra af land- inu og aðrir koma þangað eingöngu til að njóta þess unaðar. gun@frettabladid.is Himneskt heilsudekur Þegar hausthrollurinn sækir að á Fróni er freistandi að hugsa til yls, ilms og andrúmslofts austurlenskra heilsulinda, að ekki sé minnst á nudd. Slíkra þæginda er víða hægt að njóta í Taílandi. Vel búnar lúxusíbúðir eru í boði bæði í Sukko Spa og Bundarika Villa. Þetta hjónaherbergi tilheyrir síðarnefnda staðnum. Heilsusetrið Bundarika Villa er við heillandi strönd á Phuket-eyju og þar er gjarnan borð sett niður í fjöru „við glampandi kvöldsólareld“. Sukko Spa er veglegt heilsusetur á Phuk et-eyju með nuddstofum, slök- unarherbergjum, laugum og böðum, líkamsrækt, verslun og veitingastöðum. Í Bundarika Villa á Phuket getur fólk fengið leiðsögn í því hvernig best er að nudda sína nánustu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.