Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 17
Ragna Sara Jónsdóttir Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja 65 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 24. september 2008 – 39. tölublað – 4. árgangur Endalok fjárfestingarbanka Heyra þeir brátt sögunni til? 4 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Allt á hliðina | Mikil lækkun var á alþjóðlegum hlutabréfa- mörkuðum í gær og í fyrradag. Skellurinn skýrist af hagnaðar- töku fjárfesta eftir mikla hækk- un vestanhafs á föstudag og efa- semdir um að björgunaraðgerð- ir bandarískra stjórnvalda muni nægja til að slá á hrakspár um samdrátt í Bandaríkjunum. Olíu- verð rauk upp í kjölfarið. Traust kerfi | Henry Paulson fjármálaráðherra sagði undir lok síðustu viku að bandarískt fjármálakerfi væri í grundvallar- atriðum traust. Hann taldi ekki sjá fyrir endann á fjármálakrepp- unni fyrr en fasteignamarkaðir í Bandaríkjunum rétti úr sér. Heimskur banki | Bankinn KfW hefur hlotið titilinn heimskuleg- asti banki Þýskalands eftir að í ljós kom að hann setti rúmlega 30 milljarða króna inn í Lehman Brothers aðeins tveimur tímum áður en bankinn var lýstur gjald- þrota fyrir rúmri viku. Peningum dælt út | Seðlabankar Bandaríkjanna, Evrópu, Japans, Sviss, Kanada og Englandsbanki dældu 180 milljörðum Banda- ríkjadala inn á fjármálamarkaði á fimmtudag fyrir viku. Danska blaðið Börsen sagði þetta um- fangsmestu fjárhagslega björg- unaraðgerðina í sögunni. Í eina sæng | Stjórnir bresku bankanna Lloyds og HBOS sam- þykktu í síðustu viku að ganga í eina sæng. Með samrunanum verður til umsvifamesti banki Bretlands. Ólíklegt er að kröfur berist í bú Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna (VSP) sem nú er í slitameðferð, að sögn Erlu S. Árnadóttur lögmanns sem skipuð er skiptastjóri. „Innköllunarfrestur er í gangi, en hann var ákveð- inn sex mánuðir.“ Hefðbundinn innköllunarfrestur er tveir mánuðir, en Erla kveðst hafa ákveðið að nýta heimild til framlengingar þar sem verið gæti að kröfur væru í búið erlendis. „Enn sem komið er hafa hins vegar engar kröfur borist.“ Erla segir því ekki útséð með að félagið sé gjald- þrota, þótt það sé að forminu til í gjaldþrotaskipt- um. „Félagið á eignir á bankareikningi upp á 30 milljónir króna.“ Þótt VSP sé í slitameðferð er það ekki vegna þess að félagið standi ekki undir kröfum, heldur var starfsemi hætt eftir að Byr keypti rekstur þess undir lok síðasta árs. Til þess að slit geti farið fram kveða lögin á um að fram skuli fara gjaldþrota- skipti, að sögn Erlu. Verði eignir VSP til úthlutunar þá verður þeim úthlutað til hluthafa, en félagið var, líkt og nafn- ið gefur til kynna í eigu sparisjóðanna. Skipta- fundur verður, samkvæmt auglýsingu í Lögbirt- ingarblaðinu, um miðjan janúar næstkomandi. Lík- ast til verður þá einnig komið í ljós hvort ábyrgðir fyrir um 200 milljónir Bandaríkjadala verða bind- andi fyrir VSP, en ríkissaksóknari telur að þær geti fallið á félagið. Í byrjun vikunnar var staðfestur í Hæstarétti farbannsúrskurður yfir fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins sem sakaður er um brot í starfi. - óká Þrjátíu milljónir til skiptanna Enn er kallað eftir kröfum í bú Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna (VSP). Vistvænn kostur! Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Sjeikinn í Kaupþingi Hver er maðurinn? „Björgunaraðgerðir stjórnvalda munu kosta bandaríska skatt- greiðendur mun minna en ef ekkert hefði verið gert,“ sagði Henry Paulson fjármálaráð- herra í vitnaleiðslu fyrir banka- málanefnd bandaríska þingsins í gær. Þar sat hann til svara ásamt Ben Bernanke seðlabankastjóra og Christopher Cox, forstjóra bandaríska fjármálaeftirlitsins. Paulson gerði þar grein fyrir verðfalli á fjármálamörkuðum og þrengingum á fasteignamark- aði vestra og mikilvægi þess að ríkið gripi til aðgerða til að fyrir- byggja frekari hremmingar. „Við verðum að grípa til að- gerða gegn annarri bólumyndun og fjáraustri í öðrum geirum,“ sagði Paulson enn fremur. - jab Mikilvæg aðgerð RÁÐHERRANN OG BANKASTJÓRINN Henry Poulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna og Ben Bernanke seðla- bankastjóri. MARKAÐURINN/AP Björn Ingi Hrafnsson skrifar „Með því að gengisvísitalan fari upp fyrir 180 stig hafa ræst svörtustu spár um krónuna frá því í vor,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, en gengisvísitala íslensku krónunnar rauf 180-stiga múrinn í fyrsta sinn í gær og hefur krónan aldrei verið veikari. „Stjórnvöld mega ekki láta undan dragast að grípa til úrræða til að auka framboð á gjaldeyri, efla traust á íslensku efna- hagslífi og styrkja verðmyndun á krónunni sem komin er langt frá því sem telja má eðlilegt jafn- vægisgengi,“ segir Ólafur. Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri segir bank- ann ekki hafa upplýsingar um ástæður óróans, en gengisvísitalan steig hratt í gær og fyrradag. Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir mörg fyrirtæki komin í vand- ræði út af þessari þróun og menn bíði sífellt þess að botninum sé náð. Enn sé mikil óvissa á mörkuð- um í Bandaríkjunum og við Íslendingar séum að gjalda fyrir það. Greiningardeild Kaupþings segir í hálffimm- fréttum sínum, að á meðan óvissa ríki um krónu- bréf megi ætla að fjárfestar haldi að sér hönd- um og gæti krónan því veikst frekar á næstunni. Þýski þróunarbankinn KfW, sem er næststærsti krónubréfaútgefandinn til þessa, tilkynnti á mánu- dag um tveggja milljarða króna viðbótarútgáfu í flokki krónubréfa, samkvæmt greiningu Glitnis. 27,5 milljarðar hafa fallið á gjalddaga í septemb- er. Heildarútistandandi krónubréf nema nú um 306 milljörðum króna, en næsti gjalddagi er 6. október næstkomandi en þá fellur á gjalddaga 29 milljarða króna útgáfa Evrópska fjárfestingarbankans. Svörtustu spár um krónuna hafa ræst Jöklabréfum á gjalddaga kennt um fall krónunnar, einnig skorti á gjaldeyri og óvissu um ástand á heimsmarkaði. Útistandandi krónubréf nema nú 306 milljörðum króna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.