Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 42
26 24. september 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Gerðardómur dæmdi í gær Sheffield United í hag í skaðabóta- máli félagsins á hendur West Ham vegna Tevez- málsins svonefnda. Félagsskipti Carlos Tevez og landa hans Javiers Mascherano frá brasilíska félaginu Corinthi- ans til West Ham hinn 31. ágúst árið 2006 hafa heldur betur dregið dilk á eftir sér og vandræðin hrúg- ast upp. Björgólfur Guðmundsson, eigandi West Ham, erfði Tevez- málið frá fyrri stjórn félagsins en hann gekk ekki frá kaupum á West Ham fyrr en í nóvember árið 2006. Eftir miklar vangaveltur og hræringar vegna óvæntra félags- skipta Tevez og Mas- cherano til West Ham á sínum tíma gerði enska knattspyrnu- sambandið athuga- semd við skrán- ingu leikmannanna hjá West Ham vegna aðildar þriðja aðila, fjárfestingar- fyrirtækisins Media Sports Investment, að samningi leik- mannanna. Sheffield United fór fyrir hópi félaga sem kröfðust þess að dregin yrðu stig af West Ham í kjölfar- ið, en West Ham var þess í stað dæmt til þess að greiða 5,5 milljónir punda í sekt. Sheffield United féll svo úr ensku úrvalsdeildinni í maí árið 2007 eftir harða baráttu við West Ham og höfðaði þá umsvifalaust skaðabótamál á hendur félaginu. Ákveðið var þá að sérstakur gerðardómur, skipaður einum aðila frá hvoru félagi fyrir sig auk þriðja aðila sem væri óháður, skildi dæma í málinu og sam- kvæmt úrskurði þess í gær var Sheffield United þar dæmt í hag. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hversu háar bætur West Ham þarf að greiða en annar gerðardómur, sem kemur líklega ekki saman fyrr en í byrjun næsta árs, mun ákvarða þá upphæð. Samkvæmt enskum fjölmiðlum í gær þá mun Sheffield United í það minnsta fara fram á um þrjá- tíu milljónir punda, eða tæplega 5,3 milljarða króna, í bætur frá West Ham. - óþ Sheffield United vann áfangasigur í skaðabótamáli sínu gegn West Ham í gær: Tevez-málinu er enn ólokið KÖTTURINN Í SEKKNUM? West Ham er enn að súpa seyðið af því að hafa staðið illa að samn- ingum sínum um Tevez. NORDIC PHOTOS/GETTY > Keflavík ætlar ekki að kæra Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur tekið þá ákvörðun að aðhafast ekki frekar vegna málsins með Dennis Siim sem spilaði með FH gegn Keflavík þegar hann hefði með réttu átt að vera í leikbanni. Mistök í skráningu á spjöldum hjá KSÍ gerðu það að verk- um að Siim var aldrei dæmdur í bann og gat því spilað leikinn. „Við ætlum bara að láta þetta eiga sig. Eigi að síður hörmum við þessi mistök hjá KSÍ. Ástæðan fyrir að við kærum ekki er að við höfum í raun ekkert í hendi til að kæra. Ekki getum við kært FH og það er í raun enginn brotlegur. Þetta voru bara leið mistök,“ sagði Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur. FÓTBOLTI Það er sannkallaður stór- leikur í Kaplakrika í dag er FH tekur á móti Breiðabliki. Þetta er frestaður leikur úr 18. umferð. FH er einum fimm stigum á eftir topp- liði Keflavíkur og allt annað en sigur FH-inga gerir Keflavík að Íslandsmeisturum. FH-ingar eiga að harma að hefna gegn Blikum sem kjöldrógu FH-inga í fyrri leiknum í Kópavogi, 4-1. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, lítur á leikinn sem bikarúr- slitaleik. „Við lögðum af stað í fimm leikja hraðmót þar sem allir leikir voru úrslitaleikir. Tveir hafa unnist og einn tapast og ljóst að þessi má ekki tapast. Við leggjum þetta því eðlilega upp sem algjör- an úrslitaleik hjá okkur.“ Heimir segist ætla að tefla Dennis Siim fram í leiknum en hann fer ekki í leikbann fyrr en á föstudag. Siim gæti fengið tvö gul spjöld gegn Blikum og færi því ekki í bann fyrr en hann væri kom- inn með átta spjöld sem er klár- lega nýtt Íslandsmet. „Ég vona að menn hafi lært sína lexíu af leiknum gegn Fram. Sum- arið er undir hjá okkur í þessum leik og við verðum að vera klárir,“ sagði Heimir sem býst við mikilli mótspyrnu frá Blikum sem hafa verið frekar daprir í síðustu leikj- um. „Það sást greinilega í síðasta leik Blika að þeir leggja mikið upp úr því að leggja okkur þar sem þeir hvíldu lykilmenn. Þeir munu því ekki gefa okkur neitt og við verðum að vera tilbúnir,“ sagði Heimir. Blikar munu að óbreyttu tefla hinum 18 ára gamla Vigni Jóhann- essyni fram í markinu en Casper Jacobsen meiddist um helgina. „Margir telja þennan leik greini- lega vera formsatriði fyrir FH og vonandi slævir það FH-inga en ég efa að það geri það. Við höfum reyndar ekki staðið undir vænt- ingum í síðustu leikjum þannig að ég skil að menn búist ekki við miklu af okkur,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika. Talað er um að Ólafur ætli sér augljóslega stóra hluti gegn FH og það hafi mátt sjá meðal annars í síðasta leik þar sem lykilmaður- inn Arnar Grétarsson var ekki í hópnum og Marel Baldvinsson á bekknum. Ólafur hafi verið að hvíla menn fyrir þennan leik. „Menn áttu erfitt með að skilja þetta en ég bara þurfti að hvíla menn. Arnar var kominn að fótum fram og hefur ekki lappir í að spila svona marga leiki. Sama á við um Marel. Svo voru Kristinn Jóns og Finnur Orri að spila tvo leiki með U-19 ára liðinu í landsleikjafríinu þannig að þeir voru líka mjög þreyttir. Ef við þykjumst vera með breiðan hóp verðum við að leyfa okkur að hvíla menn á stund- um,“ sagði Ólafur sem er fyrrum leikmaður FH. henry@frettabladid.is Keflavík meistari í dag? FH fer í enn einn úrslitaleikinn í dag gegn Blikum. Hafnfirðingar verða að vinna leikinn til þess að halda meistaravonum sínum á lífi. Tap eða jafntefli færir Keflvíkingum titilinn. Blikar lögðu FH í fyrri leik liðanna, 4-1. BARÁTTA Blikinn Prince Rajcomar og FH-ingurinn Davíð Þór Viðarsson sjást hér í kröppum dansi í fyrri leik liðanna í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Yrþjálfari yngri okka Knattspyrnudeild Þróttar auglýsir eftir umsóknum um starf yrþjálfara yngri okka félagsins. Yrþjálfara er ætlað að samþætta metnaðarfulla afreksstefnu og félagsleg hlutverk Þróttar svo unga fólkið í hvernu geti fundið verkefni við hæ. Knattspyrnudeild Þróttar er ein sú stærsta á landinu og aðstaðan í Laugardalnum frábær og verður enn betri. Starð hentar því vel metnaðarfullum og vel menntuðum einstaklingi, sem setur markið hátt og vill vinna við bestu aðstæður. Nánari upplýsingar veittar í síma 580 5903, vinsamlega sendið umsóknir á eysteinn@trottur.is fyrir 27. september. Li Þróttur! FÓTBOLTI Leikmenn Keflavíkur ætla að hittast á veitingastaðnum Langbest í dag og fylgjast þar með leik FH og Breiðabliks í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Við ætlum að vera saman, borða pitsu, horfa á leikinn og fara svo á æfingu eftir leikinn,“ sagði Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur. Spurning hvort leikmenn fái frí ef FH misstígur sig í leiknum því þá er Keflavík orðið meistari og ekki ólíklegt að menn vilji fagna því eitthvað. - hbg Leikmenn Keflavíkur: Borða pitsu yfir leiknum MAAAAATUR!!! Kristján Guðmundsson ætlar út að borða með sínum mönnum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Enski deildarbikarinn: Arsenal-Sheff. Utd 6-0 Carlos Vela 3, Nicklas Bendtner 2, Jack Wilshire. Liverpool-Crewe Alexandra 2-1 Daniel Agger, Lucas Leiva - Michael O´Connor. Man. Utd-Middlesbrough 3-1 C. Ronaldo, Ryan Giggs, Nani - Adam Johnson. Burnley-Fulham 1-0 Jay Rodriguez. Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn fyrir Burnley. Leeds-Hartlepool 3-2 Snodgrass, Showunmi, Robinson - Monkhouse, Porter. Rotherham-Southampton 3-1 Fento, Harrison, Broughton - Stern John. Stoke-Reading 2-2 (Stoke vann í vítak.) Vincent Pericard, Mamdy Sidibe - James Henry 2. Ívar Ingimarsson og Brynjar Gunnarsson voru í byrjunarliði Reading. Gylfi Sigurðsson kom inn fyrir Brynjar í framlengingunni eða á 95. mínútu. Sunderland-Northampton 2-2 Stokes 2 - Larkin, Guttridge. Sunderland vann eftir vítaspyrnukeppni. Swansea-Cardiff City 1-0 Garcia Penche Jordi. Watford-West Ham 1-0 Hayden Mullins, sjm. ÚRSLIT FÓTBOLTI Bruno Bini, þjálfari franska kvennalandsliðsins segir að það sé engin pressa á sínu liði því þær fái alltaf annan mögu- leika í umspilinu takist þeim ekki að vinna Ísland á laugardaginn „Ísland er með marga góða íþróttamenn og þær hafa verið að bæta sig jafnt og þétt í 2 til 3 ár,“ segir Bini um íslenska liðið. „Við krossleggjum fingur og vonumst til að geta endað góða viku á sigri á móti Íslandi,” sagði Bini í þessu viðtali við Ouest-France. - óój Þjálfari franska kvennaliðsins: Ekkert pressutal Landsliðsbakvörðurinn efnilegi Hörður Axel Vilhjálmsson mun spila með Keflavík í Iceland Express deild karla eftir allt saman. Hörður samdi upphaflega við Keflavík en var aðeins búinn að mæta á eina æfingu þegar hann fékk tilboð um að spila með spænska liðinu Melilla. „Ég átti að vera þriðji leikstjórnandi, átti bara að æfa fyrsta tímabilið og vera bara svona æfingapúði. Ég átti síðan að byrja að fá mínútur á öðrum árinu, þannig að samkvæmt þessu þá átti ekki að vera möguleiki á því að ég yrði rekinn,“ segir Hörður Axel sem spilaði nokkra æfingaleiki með liðinu. „Það gekk ekkert svakalega vel. Ég byrjaði illa en var alltaf að koma betur og betur inn í þetta. Þetta er náttúrulega allt öðruvísi körfubolti en er spilaður hérna heima. Þjálfarinn kemur til mín eftir þessa leiki og talar við mig. Hann sagðist ætla að gefa mér góðan tíma til að komast inn í þetta en svo rak hann mig bara í næstu viku á eftir,“ segir Hörður sem er ekki sáttur við framkomu Melilla-manna. „Maður var bara stunginn í bakið.“ Hörður er spennt- ur fyrir að koma heim og spila með Keflavík. „Það er eitthvað þema að allir spili heima á Íslandi. Ég held að deildin heima hafi aldrei litið jafnvel út á pappírunum,“ segir Hörður sem var ekki nægilega ánægður með síðasta tímabil þegar hann spilaði með Njarðvík. „Ég skeit alveg á mig í úrslitakeppninni og ég vil ekki að það gerist aftur,“ sagði Hörður Axel og bætti við „Það verður gaman að spila þarna. Maður hefur líka mikið að sanna síðan í fyrra.“ Hörður er nú staddur í Melilla á norðurströnd Afríku þar sem hann reynir að innheimta skuldir spænska félagsins til hans. „Ég veit ekki hvenær ég kem heim. Þeir vilja ekki borga mér peningana sem þeir skulda mér,“ segir Hörður Axel en umboðsmaðurinn hans ráðlagði honum að fara ekki heim á meðan ekki væri búið að ganga frá þessum málum. Hörður er heldur ekki búinn að gefa atvinnumanna- drauminn upp á bátinn. „Það kemur örugglega annað tækifæri en maður þarf bara að byrja lægra,“ segir Hörður Axel að lokum, en gull- deildin á Spáni er mjög sterk. HÖRÐUR AXEL VILHJÁLMSSON: ER Á LEIÐINNI TIL ÍSLANDS EFTIR STUTT STOPP Í GULLDEILDINNI Á SPÁNI Rekinn frá Melilla og mun spila með Keflavík FÓTBOLTI Man. Utd, Arsenal og Liverpool komust öll áfram í enska deildarbikarnum í gær. Raunir West Ham héldu aftur á móti áfram er liðið tapaði fyrir Watford með sjálfsmarki. Cristiano Ronaldo var í byrjunarliði Man. Utd í fyrsta skipti á leiktíðinni, lék í klukku- tíma og skoraði fyrsta mark leiksins með skalla. - hbg Enski deildarbikarinn: Ronaldo minnti rækilega á sig MARKASKORARAR Ronaldo og Giggs skoruðu báðir í gær. Þeir fagna hér marki þess fyrrnefnda. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.