Fréttablaðið - 24.09.2008, Síða 24

Fréttablaðið - 24.09.2008, Síða 24
ÍSLENSKI MUSTANG KLÚBBURINN verður með opið hús á Reykjavíkurvegi 66 í Hafnarfirði fyrsta fimmtudag hvers mánaðar klukkan 20. Næsti fundur fer fram 2. október. Sjá www.mustang.is. Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F . ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Bandalag íslenskra bílablaða- manna (BÍBB) hefur tilkynnt hvaða bílar eru í forvali fyrir val á Bíl ársins 2009 á Íslandi. Þetta verður í fimmta skipti sem valið fer fram. Bílunum, sem eru 30 talsins, er skipt í flokk smábíla, bíla í milli- stærð, stærri bíla og flokk jeppa og jepplinga. Flokkur sportbíla verður ekki með þar sem ekki eru nógu margir nýir sportbílar á íslenskum markaði í ár. Bílarnir þurfa að vera af nýrri gerð. Dóm- nefnd velur þrjá bíla í hvern flokk, skoðar þá og prófar. Þeim eru gefin stig eftir hönnun, aksturs- eiginleikum, búnaði, innra rými, innréttingum, aðgengi og þægind- um og verði miðað við það sem fyrir það fæst. Valinn verður vinn- ingshafi í hverjum flokki en stiga- hæsti bíllinn í heildina hlýtur titil- inn bíll ársins og fær Stálstýrið í verðlaun. Land Rover Freelander var val- inn bíll ársins í fyrra og segir Sig- urður Már Jónsson, stjórnarmaður í Bandalagi íslenskra bílablaða- manna, valið gjarnan hafa mót- ast af því að Ísland sé jepp- aland. „En auðvitað eru allir uppteknir af sparneytni þessi misserin og það er ekkert ólíklegt að það hafi áhrif á valið nú, en það er ekkert hægt að segja til um það fyrir fram.“ Njáll Gunnlaugsson situr einnig í dómnefnd og segist ætla að hafa eldsneytisverð á bak við eyrað. „Menn hafa litið á jepplinga sem góðan kost hér á landi en nú eru margir spennandi smábílar í for- valinu,“ segir hann. Dagsetning á vali bílsins er óráðin en það hefur yfirleitt farið fram í október. Nánar á www.billarsins.is. heida@frettabladid.is Sparneytni hefur áhrif Dómnefnd Bandalags íslenskra bílablaðamanna mun velja bíl ársins nú á haustdögum en búið er að tilkynna hvaða bílar eru í forvali. Land Rover Freelander varð fyrir valinu í fyrra. Land Rover Freelander var valinn bíll ársins árið 2008. Spennandi verður að sjá hvort hátt eldsneytisverð setji svip sinn á valið í ár. Subaru Justy keppir um titilinn í flokki smábíla. Alla mmtudaga

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.