Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 24. SEPTEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Óli Kristján Ármannsson skrifar Langtímahorfur í efnahagsmálum þjóðarinnar eru öfundsverðar, þótt þær séu nokkuð ögrandi til skemmri tíma, að því er fram kom hjá Eddu Rós Karlsdóttur, forstöðumanni greiningardeild- ar Landsbankans, á kynningu á hagspá greiningar- deildarinnar fyrir árin 2008 til 2012 í gær. Um leið benti hún á að hér hefðum við auðlindir og burði til að takast á við skemmri tíma vanda. Í kynningu greiningardeildarinnar var hins vegar lögð áhersla á að hér væri nú að eiga sér stað nauð- synleg leiðrétting og samdráttur eftir mikinn upp- gangstíma, ekki upphaf kreppu. Aðrar aðstæður, svo sem alþjóðleg lánsfjárkrísa, niðurskurður afla- heimilda og eldsneytis- og hrávöruverðshækkanir, geri aðlögun hagkerfisins hér vandasamari. Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, sérfræðingur greiningardeildarinnar sem einnig kynnti hag spá bankans, segir endurskoðun vaxta á íbúðalánum hefjast næsta haust, en á tímabilinu september 2009 til júní 2010 komi 5.500 lán til endurskoðunar. Hún segir að í spilunum sé stóraukin greiðslubyrði, eða allt að fimmtungshækkun. Um leið er spá mest u verðaðlögun á fasteignamarkaði hér frá því mæl- ingar hófust, eða 10 prósenta lækkun fasteigna- verðs að nafnvirði, þar til fasteignamarkaður taki við sér á ný á fyrri hluta 2010. Þá harðnar í ári á fleiri sviðum samkvæmt spá bankans, en gert er ráð fyrir að atvinnuleysi fari hér hæst í fjögur prósent á fyrsta fjórðungi 2011. „En við teljum heimilin hafa búið vel í haginn á liðn- um árum og geti staðið af sér með glæsibrag það sem fram undan er,“ segir Kristrún Tinna. Hátt orkuverð, afhendingaröryggi og veik króna er sögð auka arðsemi stóriðjuverkefna. Á spátíma- bilinu er gert ráð fyrir verkefnum á borð við ál- veri í Helguvík, fyrsta áfanga Bakka, stækkun við Straumsvík, netþjónabúi í Keflavík og aflþynnu- verksmiðju á Akureyri, samtals 440 milljörðum króna vegna iðju og orkuvera á næstu fimm árum. Áhrifin verði samt önnur en í nýliðinni uppsveiflu þar sem í stað ruðningsáhrifa verði þar fyllt í skarð- ið sem alþjóðleg fjármálakreppa skilur eftir sig. Krónan verður veik áfram samkvæmt spá Lands- bankans, en lægðir hennar núna eru hins vegar sagðar öfgasveifla sem hljóti að ganga til baka. Gert er ráð fyrir gengisvísitölunni 160 í lok þessa árs og að jafnaði 155 á því næsta. Edda Rós áréttar þó að þessi spá sé mikilli óvissu háð, auk þess sem gert sé ráð fyrir miklum sveiflum á genginu. Spáð er fimm prósenta verðbólgu frá upphafi til loka næsta árs og að lækkun stýrivaxta hefjist undir lok fyrsta fjórðungs næsta árs. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbank- ans, segir íslenska banka standa nokkuð vel í þreng- ingum alþjóðlegra fjármálamarkaða; þeir hafi grip- ið til nauðsynlegra aðgerða, auk þess sem þeir búi nú að áhættudreifingu í starfseminni eftir útrás síðustu ára. Þá segir hann horfur á að þegar losna taki um laust fé á ný á alþjóðavísu, aukist inn- streymi þess hér, enda séum við á hagvaxtarsvæði þar sem innviðir séu sterkir. „Laust fé streymir þar sem tækifærin eru,“ segir hann. Spá stóraukinni greiðslubyrði lána Krónan verður áfram veik, spáir Landsbankinn. Stýrivextir lækka eftir áramót. Íbúðaverð lækkar um tíu prósent. EDDA RÓS KARLSDÓTTIR Bak við forstöðumann greiningardeildar Landsbankans sést þróun einkaneyslu hér á landi frá árinu 1945. Í rauðum lit er svo spá bankans um samdrátt um 12 prósent fram til 2012. MARKAÐURINN/GVA Ekki er útilokað að Íslending- ar, til dæmis lífeyrissjóðir, hafi átt hlutabréf í bandarísku íbúða- lánabönkunum Fannie Mae og Freddie Mac. Sú eign, hafi hún verið fyrir hendi, virðist nú töpuð, þar sem bandarísk stjórnvöld hafa þjóðnýtt bank- ana að mestu leyti. Íslenskir lífeyrissjóðir fjár- festa töluverðan hluta eigna sinna erlendis. Til að mynda var ríflega fjórðungur eigna Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins bundinn í erlendum hlutabréf- um, samkvæmt árskýrslunni í fyrra. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst hafa íslenskir líf- eyrissjóðir þó ekki átt hlutabréf í Fannie og Freddie með bein- um hætti. Þeir kynnu hins vegar að hafa átt í Fannie og Freddie með óbeinum hætti, í gegnum hlutabréfasjóði eða svonefnda vísitölusjóði. Þess háttar sjóð- ir, sem íslenskir lífeyrissjóðir eiga í, kynnu að hafa átt bréf í Fannie og Freddie. „En varla mikið,“ segir einn viðmælenda Markaðarins. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst átti Seðlabank- inn engin hlutabréf í Fannie og Freddi. Þó er ekki útilokað að hann hafi keypt þar skuldabréf. Sama mun eiga við um bankana, en skuldabréf þessara stofnana munu vera þessleg að mjög auð- velt hefur verið að koma þeim í verð. Bandaríska ríkið hefur enda með formlegum hætti gengist í fulla ábyrgð fyrir skuldabréf Fannie og Freddie. - ikh Ólíklegt að Íslendingar tapi á Freddie og Fannie Greiðslubyrði heimilanna á næsta ári verður að meðaltali léttari en hún var árið 2003, samkvæmt nýbirtri spá Landsbankans um framvindu efnahagsmála. Fram kemur þó í spá bank- ans að munur á skuldastöðu einstakra heimila hefur auk- ist. „Hlutfallslegur fjöldi mjög skuldsettra heimila og mjög lítið skuldsettra heimila hefur þannig aukist nokkuð. Mjög skuldsett heimili eru eðlilega mjög við- kvæm fyrir þyngri greiðslubyrði og gætu þurft að selja fasteign- ir við erfiðar markaðsaðstæð- ur. Mögulegar aðgerðir stjórn- valda í tengslum við endurskoð- un vaxta munu þó vinna á móti slíkri þróun,“ segir í spánni, en vegna víðtækrar verðtryggingar og aukins vægis gengisbundinna lána hefur veiking krónunnar og verðbólga síðustu mánaða veikt eiginfjárstöðu skuldsettra heim- ila. Skuldir hafa aukist en skýr- ingin á lægri greiðslubyrði nú er að sögn Landsbankans bæði meiri ráðstöfunartekjur og að skuldir heimilanna beri nú lægri meðalvexti og séu með lengri lánstíma. „Benda útreikningar okkar til þess að lánstími heild- arskulda heimilanna hafi lengst um að minnsta kosti fimm ár frá árinu 2004.“ - óká Minni byrðar en 2003 Greiningardeild Landsbankinn segir að þrátt fyrir aukna skuldsetningu sé greiðslubyrðin léttari nú. Kauphöllin hefur samþykkt beiðni Teymis, frá því seint í síð- asta mánuði, um afskráningu. Hlutabréfin verða tekin úr við- skiptum 3. október næstkomandi, samkvæmt tilkynningu frá Kaup- höllinni. Þegar afskráningin gengur í gegn hafa fimm fyrirtæki horfið úr Kauphöllinni á árinu. Skipti, móðurfélag Símans, sem dvaldi stutt við á markaðnum, var afskráð snemma árs en á eftir fylgdu FL Group og Icelandic. Þá var 365 afskráð í byrjun síðasta mánaðar. - jab Teymi fer í október Vika Frá ára mót um Alfesca 3,2% -2,6% Atorka 7,1% -46,5% Bakkavör 3,8% -58,5% Exista 19,5% -64,4% Glitnir 11,5% -31,8% Eimskipafélagið -28,8% -87,6% Icelandair -0,2% -27,2% Kaupþing 8,1% -16,3% Landsbankinn 5,8% -35,8% Marel 10,2% -10,3% SPRON 6,7% -65,0% Straumur 9,0% -42,2% Össur 4,9% -3,0% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. G E N G I S Þ R Ó U N Útlán innlánsstofnana til inn- lendra aðila um bankakerfið námu 4.092 milljörðum króna í lok ágúst, samkvæmt tölum frá Seðlabankanum. Þetta er 97 milljarða króna aukning á milli mánaða. Þetta jafngildir 2,5 pró- senta aukningu á milli mánaða en um tæp 42 prósent frá því í ágúst í fyrra. Greiningardeild Glitnis bendir á að samkvæmt tölunum hafi innlán innlendra aðila á móti numið 1.409 millj- örðum króna sem er smáveg- is samdráttur á milli mánaða. Þetta er hins vegar 38 prósenta aukning á milli ára. Deildin segir líklegt að aukn- inguna megi rekja til þess að heimilin hafi í auknum mæli beint sparn- aði sínum í ör- uggari farveg en hlutabréfa- markaðurinn geti talist um þessar mundir. Þá laði háir innvextir fjárfesta að og því aukast innlán nú sem aldrei fyrr, líkt og greiningar- deildin orðar það. Samkvæmt tölum Seðlabank- ans jukust útlán innlánsstofn- ana til heimila í landinu á sama tíma. Skuldir heimilanna námu um eitt þúsund milljörðum króna í lok síðasta mánaðar en þar af voru 237 milljarðar króna vegna gengisbundinna skulda- bréfa og tæplega sex milljarð- ar króna vegna yfirdráttar í er- lendri mynt. Bent er á að jafn- framt megi ætla að 70-80 prósent eignaleigusamninga heimila við bankakerfið séu gengisbundnir en þær skuldir námu um fjórð- ungi af heildarskuldum við inn- lánsstofnanir í lok mánaðarins. - jab Landsmenn spara í niðursveiflunni INGÓLFUR BENDER

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.