Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 34
18 24. september 2008 MIÐVIKUDAGUR „Ég kynntist Úlriki Ólasyni þegar ég spilaði víðs vegar um landið með organistum hvers byggðarlags á vegum Hjálp- arstofnunar kirkjunnar 1982. Úlrik var þá organisti í Húsa- víkurkirkju og ég minnist þess hve ég varð glaður að hitta svo ungan og færan mann sem beinlínis lék sér að því að spila verkin með mér, en við áttum mjög góðar stundir saman,“ segir Gunnar Kvaran, sellóleikari og prófessor við Listaháskóla Íslands. Hann flytur í kvöld einleikssvít- ur fyrir selló eftir Johann Sebastian Bach í Kristskirkju í minningu Úlriks, sem lést í blóma lífsins á vordögum. „Ég fylgdist með Úlrik næstu árin og spilaði með honum við athafnir þegar hann fékk stöður organista í Víðistaða- kirkju og Kristskirkju. Árlega spiluðum við svo saman á aðventutónleikum Karítasar, hjálparstofnunar kaþólsku kirkjunnar, en þar var Úlrik alltaf til staðar sem organisti kirkjunnar og nærvera hans ávallt mjög indæl en hann var góður drengur og afburðaspilari. Á aðventutónleikunum í fyrra var Úlrik veikur, sem við í fyrstu ályktuðum að væri flensa, en reyndist miklu alvarlegra og var Úlrik dáinn fá- einum mánuðum síðar,“ segir Gunnar sem minnist góðs drengs, en Úlrik hafði fyrir andlátið beðið þau Guðnýju Guðmundsdóttur, konsertmeistara og eiginkonu Gunnars, að halda tónleika til styrktar orgelsjóði Kristskirkju. „Ég tók fráfall hans nærri mér og hef í haust hugsað hvernig ég gæti minnst Úlriks. Ég ákvað svo að spila svít- ur Bachs í minningu hans og láta ágóðann ganga til orgel- sjóðsins, því það hefði verið honum að skapi,“ segir Gunn- ar. „Svíturnar eru óskaplega fræg einleiksverk sem Bach samdi í kringum 1720. Ég valdi svíturnar því þær, eins og önnur tónverk Bachs, eru gegnsýrðar af dýpt, visku og sterku trúarþeli, auk þess að vera samdar af yfirburðatón- skáldi. Með fullri virðingu hafa aldrei, hvorki fyrr né síðar í tónverkasögunni, verið samin verk sem eru tilsvarandi við þessi verk Bachs fyrir selló,“ segir Gunnar sem hefur notað svítur Bachs við kennslu í yfir 45 ár. „Mér finnst mikilvægt að ungt fólk varðveiti þessa gömlu arfleifð. Bach er mjög rómantískur, eins og öll stór tón- skáld, því rómantík er hluti af mannssálinni. Og ég held að hafi tónskáld ekki tilfinningalega næringu fyrir sál manns- ins í sinni tónlist, þá nái þeir ekki til hennar,“ segir Gunn- ar alvarlegur í bragði. „Johann Sebastian Bach gleymdist í heila öld eftir and- lát sitt en það var þýska tónskáldið Felix Mendelssohn sem vakti aftur athygli á verkum hans þegar hann lét flytja Matthíasarpassíuna í Leipzig í byrjun 19. aldar. Svítur Bachs fann svo sellósnillingurinn Pablo Casals fyrir til- viljun á fornbókasölu, en hann sagði svo fallega: „Bach gerði hið mannlega guðdómlegt og hið guðdómlega mann- legt.“ Með öðrum orðum: Bach sameinaði himin og jörð,“ segir Gunnar, sannfærður um að Úlrik hefði líkað dagskrá kvöldsins því hann hafi sem organisti verið mikill aðdáandi tónskáldsins. „Bach var víðfrægur orgelsnillingur og samdi fyrst og fremst fyrir orgel,“ segir Gunnar. „Athafnasamir org- elleikarar spila hann því daglega, bæði fyrir sjálfa sig og kirkjulegar athafnir. Stórkostleg tónlist Bachs er allt- af fersk og færir okkur sönnur á mikilvægi þess að halda áfram að spila hana, því hún á alltaf jafn mikið erindi við okkur mannfólkið og segir okkur djúpa hluti um lífið og okkur sjálf.“ Gunnar játar að einleikstónleikar taki á taugarnar. „Ég tala nú ekki um einleiksverk eftir Bach, því það þykir mér erfiðast. En setji maður sér ekki erfið verkefni inn á milli veit maður ekki heldur hvað maður getur. Hljóðfæraleik- ari veit aldrei hvers hann er megnugur heima í stofu, en frammi fyrir áheyrendum finnur hann áþreifanlega hvað hann hefur og hvað hann skortir. Á vel heppnuðum tónleik- um myndast raunverulegt bræðralag því tónlist hefur þá eiginleika að binda saman flytjanda og áheyrendur og gera að bræðrum og systrum; hún framkallar eitthvað svo ótrú- lega djúpt og fallegt hjá manneskjunni.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Miðar eru seldir við inn- ganginn. thordis@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Í MINNINGU ÚLRIKS Gunnar Kvaran segir Úlrik Ólason organista hafa verið góðan dreng og félaga sem nú sé sárt saknað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GUNNAR KVARAN SELLÓLEIKARI: SPILAR BACH Í MINNINGU ÚLRIKS ÓLASONAR Bach sameinar himin og jörð LINDA MCCARTNEY FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1941. „Mér er illa við flugvélar því móðir mín fórst í flugslysi. Dauðinn kemur svo óvænt. Ég vil helst vera heima og fara aldrei neitt.“ Ljósmyndarinn Linda East- man tók myndir af rokkstjörnum þegar hún kynntist Bítlinum Paul McCartney. Hún lést 17. apríl 1998 út brjóstakrabbameini. GARÐAR CORTES ÓPERU- SÖNGVARI er 68 ára. INGA JÓNA ÞÓRÐARDÓTT- IR FORSÆTIS- RÁÐHERRAFRÚ er 57 ára. KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR RITHÖFUNDUR er 46 ára. ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐAR- SON ÓPERU- SÖNGVARI er 40 ára. Sænska tennishetjan Björn Borg lagði tenn- isspaðann formlega á hilluna, þá 26 ára að aldri. Björn er talinn meðal bestu tennis- leikara íþróttasögunnar. Á árunum 1974 til 1981 sigraði hann ellefu sinnum á stærstu mótum veraldar, sem eru franska, ástralska og bandaríska opna meistarakeppnin, ásamt Wimbledon. Björn fæddist í Södertälje, litlum bæ rétt utan við Stokkhólm. Sem barn heillaðist hann af gylltum tennis- spaða sem faðir hans hafði unnið í tenniskeppni, en spaðinn sá markar upphaf skærasta tennisferlis sögunnar. Sem leikmaður hafði Björn mikinn styrk og úthald. Hann var auðþekktur og óhefðbundinn í stíl og framkomu; hjólbeinóttur og einkar snöggur. Björn var jafnvígur á báðar hendur og notaði bak- handarhögg sem hann tileinkaði sér í hokkíi sem strákur. Björn var á hátindi ferils síns frá 1978 til 1980 þegar hann vann bæði Franska opna og Wimbledon þrjú ár í röð. Óvænt endalok ferils hans árið 1982 voru áfall fyrir tennisheiminn. ÞETTA GERÐIST: 24. SEPTEMBER 1982 Björn Borg hættir leik timamot@frettabladid.is AFMÆLI Okkar ástkæri, Eðvald Einar Gíslason Suðurbraut 22, Hafnarfirði, lést mánudaginn 22. september á Landspítala háskóla- sjúkrahúsi. Ágústa Hinriksdóttir Ragnhildur Rósa Eðvaldsdóttir Andrea Gísladóttir Ólafur Þ. Jóhannesson Andrea Eðvaldsdóttir Katrín Rósa Eðvaldsdóttir Þorsteinn Helgi Stefánsson Fannar Eðvaldsson Árdís Ethel Hrafnsdóttir Eyrún Eðvaldsdóttir Gunnar Örn Jóhannsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, Bergþóra Þorbergsdóttir Garðvangi, Garði (áður Nónvörðu 11, Keflavík), lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 22. september sl. Útför hennar verður gerð frá Útskálakirkju laugardaginn 27. september kl. 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga á Suðurnesjum (reikn. 1109-05- 412298 kt. 580690-2389). Guðmundur Jóelsson Anna Margrét Gunnarsdóttir Axel Jónsson Þórunn Halldórsdóttir Vignir Jónsson Marteinn Tryggvason Þorsteinn Jónsson Katrín Hafsteinsdóttir Íris Jónsdóttir Gylfi Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir minn, sonur, bróðir og frændi, Gísli Marteinsson Þverbrekku 2, Kópavogi, varð bráðkvaddur 27. ágúst í Kaupmannahöfn. Jarðarförin hefur farið fram. Við þökkum frændfólki og vinum auðsýnda samúð. Arnar Gíslason Lilja Gísladóttir Vilborg Marteinsdóttir og fjölskylda Marteinn Marteinsson og fjölskylda aðrir aðstandendur. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Guðni Guðmundsson skáld og iðnverkamaður, Sunnuhlíð, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 25. september kl. 13.00. Þórarinn B. Guðmundsson Álfheiður Alfreðsdóttir Úlfar Ágústsson Ína Gísladóttir Hilda Julnes, Leif Julnes, Jenny Julnes, Ásta Þórarinsdóttir, Anna Mjöll Líndal Gísli, Úlfur, Axel Guðni og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, Monthian Nonchomphu Djúpavogi 10, Höfnum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 21. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 26. september kl. 14.00. Jakob Jónatansson Niyem Phokhot Ruttanapol Phokhot.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.