Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 24. SEPTEMBER 2008 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Guðný Helga Herbertsdóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorn.ingi@markadurinn.is l gudny@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@ markadurinn.is l jonab@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N Umræða um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja hefur nýver- ið numið land á Íslandi og er það mjög jákvætt. Breytingar eiga sér ekki stað nema með umræðu og því er ekki úr vegi að skoða hvað samfélagsleg ábyrgð er, hvað hún er ekki og hvernig fyrirtæki geta fetað fyrstu skrefin á því sviði. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja byggir á þremur stoðum: efnahag, umhverfi og samfélagi og á yfir- leitt við um sjálfviljugar aðgerðir fyrirtækja. Því viðhorfi vex fisk- ur um hrygg að það sé ekki eina skylda fyrirtækja að sýna fram á hagnað, heldur beri þeim einnig skylda til að skaða ekki umhverf- ið og leggja sig fram um að virða mannréttindi og bæta mannlegt samfélag. Loftslagsbreytingar og áralöng barátta alþjóðasamféla- sins til að draga úr fátækt í þróun- arlöndum hafa meðal annars orðið til þess að sú krafa hefur vaxið á fyrirtæki að þau leggi sitt af mörkum í þessum efnum. Úr um- ræðu af þessum toga hefur hug- myndin um samfélagslega ábyrgð sprottið, þótt fyrirtæki sýni sjálf í flestum tilfellum frumkvæðið að breytingunum. Samfélagsleg ábyrgð felst því ekki í því að gefa fé til góðra mál- efna – það er góðgerðastarf sem er vissulega göfugt og gott. Sam- félagsleg ábyrgð felst í því að skoða hvernig fyrirtækjarekstur geti lagt sitt af mörkum til að bæta mannlegt samfélag og umhverfi. Mads Øvlisen, fyrrum stjórnar- formaður Lego orðaði þetta vel á ráðstefnu hérlendis fyrr á árinu: „Samfélagsleg ábyrgð snýst um það með hvaða hætti fyrirtæki skapa arð, ekki um hvernig þau verja honum.“ Mörg íslensk fyrirtæki skoða um þessar mundir hvernig þau geti bætt rekstur sinn með til- liti til umhverfis- og samfélags- mála. Nokkur fyrirtæki hafa tekið af skarið í þeim efnum og er það afar jákvætt, á meðan önnur eru áhugasöm en tvístígandi um hvernig sé best að byrja. Íslensk fyrirtæki eru ólík og geta bætt samfélag og umhverfi á ólíkan hátt. Þó er óhætt að benda flestum fyrirtækjum á ákveð- in fyrstu skref í þessum efnum. Í fyrstu er mikilvægt að skoða á hvaða gildum fyrirtækið er byggt. Flest fyrirtæki eru byggð á gildum sem má nota til að móta siðareglur (e. code of conduct). Siðareglurnar eiga að vísa veg- inn almennt um það hvernig fyr- irtækið vill bæta starf sitt með tilliti til umhverfis- og samfé- lagsmála. Mikilvægt er að siða- reglurnar nái eingöngu yfir það sem fyrirtækið hefur stjórn á og getur lofað. Í stað þess að segja: „Fyrirtækið er umhverfisvænt“ er hægara að fullyrða eftirfar- andi: „Fyrirtækið gerir allt sem í sínu valdi stendur til þess að tak- marka neikvæð áhrif af starf- semi þess á umhverfið.“ Fyrir- tæki geta aldrei verið fullkom- lega ábyrg eða umhverfisvæn, en viðleitni þeirra til að setja sér markmið og bæta sig er það sem framfarir á sviði samfélagslegr- ar ábyrgðar snúast um. Fjölmargir alþjóðlegir sáttmál- ar og leiðbeinandi reglur liggja fyrir um hlutverk fyrirtækja í samfélaginu og ábyrgð þeirra og má nota þá til grundvallar og hliðsjónar þegar skrifaðar eru siðareglur og mótuð stefna fyr- irtækja í málaflokknum. Má þar nefna viðmiðunarreglur OECD fyrir fjölþjóðafyrirtæki, yfirlýs- ingar Alþjóðavinnumálastofnun- arinnar (ILO) um fjölþjóðafyr- irtæki og réttindi launafólks, og hið hnattræna samkomulag Sam- einuðu þjóðanna (Global Comp- act). Það síðastnefnda byggir á tíu siðareglum sem 5.600 aðil- ar frá 120 löndum hafa skrif- að undir. Það má segja að meirihluti ís- lenskra fyrirtækja sé nú þegar á réttum kili hvað samfélagslega ábyrgð varðar – en fæst fyrir- tæki hafa þó lagt í þá vinnu að skilgreina á hvaða hátt þau eru samfélagslega ábyrg og hvernig þau geti sýnt umhverfinu fram á að þau séu það. Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að miðla því góða starfi sem unnið er innan þess, ekki eingöngu sem ímyndarmál heldur getur falist í því beinn efnahagslegur ávinningur. Sem dæmi má nefna að Banda- ríska stórfyrirtækið Wal-Mart tók upp stefnu í umhverfis- og samfélagsmálum fyrir nokkr- um árum. Það hvarf frá því að bjóða ávallt ódýrustu vöruna án þess að skeyta um þær kring- umstæður sem varan var fram- leidd undir, og hóf að bjóða líka vörur framleiddar á umhverf- isvænan hátt. Það leitaðist jafn- framt við að draga úr orkunotk- un og áhrifum á umhverfið í verslunum og framleiðslu. Þess- ar breytingar bættu ekki ein- ungis ímynd fyrirtækisins held- ur juku einnig hagnað þess, að sögn Lee Scott forstjóra Wal- Mart. Einnig er athyglisvert að breytingarnar hjá Wal-Mart höfðu veruleg áhrif á önnur fyr- irtæki. Wal-Mart fór fram á það við 6.000 birgja að endurskoða framleiðslu sína með tilliti til umhverfisáhrifa og sjálfbærni ella ættu þeir á hættu að missa sinn stærsta viðskiptavin. Þetta sýnir hvernig breyttar áhersl- ur fyrirtækja til að mæta eftir- spurn neytenda eftir umhverf- isvænum og sjálfbærum vörum getur haft jákvæð áhrif, ekki að- eins á fyrirtækið sjálft heldur önnur fyrirtæki sem tengjast því í virðiskeðjunni. Að móta stefnu á sviði sam- félagslegrar ábyrgðar er ferli sem er einstakt fyrir hvert og eitt fyrirtæki. En alþjóðleg sam- keppni í viðskiptum er hörð og áherslur hafa verið að breyt- ast eins og dæmið um Wal-Mart sýnir. Neytendur leggja aukna áherslu á gæði og uppruna vör- unnar í stað þess að einblína á verð og sífellt fleiri vilja leggja sitt af mörkum til að viðhalda stöðugleika, minnka fátækt og ágang á náttúruna. Þess vegna er samfélagsleg ábyrgð ekki ein- ungis góðmennska þeirra sem vilja gera heiminn betri, held- ur einnig fjárfesting sem getur skilað beinum arði til hluthafa. Ragna Sara Jónsdóttir stofnandi Nordic - viðskipta- og þróunarseturs. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja O R Ð Í B E L G Í VERSLUN WAL-MART Bandaríska stórfyrirtækið Wal-Mart tók upp stefnu í umhverfis- og samfélagsmálum fyrir nokkrum árum. Að því er greinarhöfundur bendir á batnaði ímynd fyrirtækisins í kjölfarið, auk þess sem hagnaður þess jókst. NORICPHOTOS/AFP flugfelag.is Fundarfriður Markvissir fundir í friði og ró Upplýsingar: Sími 570 3075 hopadeild@flugfelag.is REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK Stórtíðindi viðskiptalífsins á heimssögulega vísu hafa einkennt síðustu daga. Til þess að forða kreppu sem teygja myndi anga sína um heim allan búa stjórnvöld í Bandaríkjunum sig undir að taka á sig kostnað af stærðargráðu sem ekki hefur áður sést í uppkaupum á undirmáls- lánaskuldabréfavöndlum. Fyrir Bandaríkjaþingi liggur frumvarp um að afhenda Henry Poulson fjármálaráðherra þeirra ytra yfirráð yfir 700 milljörðum Bandaríkjadala. Ákvarðanir hans um meðferð fjárins eiga svo að vera hafnar yfir lög og rétt. Vissulega vakna þarna margar spurningar, bæði um alræðisvald- ið sem afhenda á ráðherranum sem og um hvort björgunaraðgerð- ir þessar beri í sér gjaldþrot kapítalismans. Þeirri spurningu er erf- itt að svara með afgerandi hætti. Ef til vill má segja að einhver kimi öfgafrjálshyggju hafi beðið skipbrot. Það kemur hins vegar ekki á óvart hér þar sem áhersla hefur verið á „stýrða mark- aðshyggju“ þar sem menn athafna sig innan afmarkaðra leikreglna. Vitanlega þarf að setja skorður við framferði á markaði. Þá verður að teljast til fyrir- myndar að Bandaríkjamenn taki á sig kostnaðinn af heimatilbúnu klúðri á fast- eignalánamarkaði þar sem síður hefur verið horft til greiðslugetu skuldara, en undirliggjandi veða eigna sem lánað var út á. Veð hafa rýrnað og svo sýpur allur heimurinn seyðið af því hvernig fast- eignasalar vestra fengu að leika laus- um hala og afla sér umboðslauna eftirlit- slaust með því að lána Pétri og Páli fyr- irhafnarlítið gegn veði í ónýtum eignum og með löngum fresti á fyrstu greiðslum. Þessum tifandi tímasprengjum var svo vöndlað í áferðarfallegar skuldabréfa- pakkningar sem greiðsluhæfis- og mats- fyrirtæki heimsins vottuðu svo í bak og fyrir sem gæðavöru. Hvort sem þessi reikningur nemur 500 eða 1.000 milljörðum Bandaríkjadala er ljóst að stjórnvöld vestra vilja fremur taka hann á sig og koma þar með í veg fyrir kreppu sem ekki sæi fyrir endann á. Almenningur er svo í aðstöðu til að meta umfang mistakanna sem gerð hafa verið, leita sökudólga og jafnvel draga til ábyrgðar. Líklegt má teljast að öfgafrjálshyggja glati vinsældum þegar afleiðingarnar blasa við með þessum hætti og er það vel. Öfga- og bókstafstrú er ekki líkleg til þess að auka hagsæld, sama hvar er. Betra að skynsemin fái að ráða. Hér höfum við við hins vegar búið við þannig kerfi að reikning- ur efnahagsmistaka dreifist með verðtryggingu á hækkandi skuld- ir landsmanna þegar verðbólga fer á skrið. Höggið verður hins vegar alla jafna ekki þannig að nái að raska ró launþegans, því mánaðarleg greiðslubyrði eykst ekki svo ýkja mikið. Ef til vill skýrir þetta að hluta langlundargeð kjósenda og ládeyðu sem oft virðist vera í stjórnmála- lífinu. Aðstæður eru hins vegar um margt breyttar nú, þegar fjórðung- ur skulda heimilanna er í erlendri mynt og fyrirtækjanna að sjötíu pró- sentum. Sveiflur íslensks efnahagslífs svíða því sem aldrei fyrr og má furðu sæta ef ekki ágerast enn frekar áköll um bót og betrun. Nýjustu spár gera ráð fyrir því að krónan verði veik út næsta ár, og að jafnvel þótt takist að ná henni upp úr þeim metlægðum sem nú eru, þá komi gengi hennar til með að sveiflast mikið. Er hægt að sætta sig við það? Stjórnvöld í Bandaríkjunum taka ábyrgð á undirmáls- lánakrísunni. Hér svíður enn undan sveiflum krónunnar. Verðmiði á klúðrið Óli Kristján Ármannsson Þá verður að teljast til fyrirmyndar að Bandaríkjamenn taki á sig kostnað- inn af heimatilbúnu klúðri á fasteigna- lánamarkaði þar sem síður hefur verið horft til greiðslugetu skuld- ara, en undirliggj- andi veða eigna sem lánað var út á. Veð hafa rýrnað og svo sýpur allur heimurinn seyðið af því hvernig fast- eignasalar fengu að leika lausum hala. Óskráðir fjárfestingarsjóðir (private equity firms), sem stundum hafa verið kallaðir „einka- framtakssjóðir“ eru fjárfestingarfyrirtæki sem, eins og nafnið gefur til kynna, eru ekki almenn- ingshlutafélög. Með því komast þau hjá strang- ara eftirliti og upplýsingaskyldu sem gildir um almenningshlutafélög. Óskráðir fjárfestingarsjóðir sérhæfa sig í „gír- uðum“ yfirtökum, og samrunum fyrirtækja sem ekki eru á markaði. Þeir fjármagna starfsemi sína að miklu leyti með lántökum, líkt og fjárfest- ingarbankar gerðu. Eftir að stóru fjárfestingarbankarnir hafa horf- ið af sjónarsviðinu telja sumir að óskráðir fjár- festingarsjóðir, eins og Kohlberg, Kravis, Ro- berts & Co. muni taka við hlutverki þeirra. Dr. Nouriel Roubini, prófessor í hagfræði við New York-háskóla, hefur kallað óskráða fjárfest- ingarsjóði ásamt fjárfestingarbönkum og vog- unarsjóðum „skuggabankakerfi“ Bandaríkjanna, það er fjármálafyrirtæki sem hafa enga skyldu um upplýsingagjöf og lúta mjög litlu eftirliti. Þar sem óskráðir fjárfestingarsjóðir byggja starf- semi sína að miklu leyti á lánsfé hefur þrengt að mörgum þeirra vegna lánsfjárkreppunnar. Óskráðir fjárfestingarsjóðir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.