Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 23
Hætta er á að hús leki í vætutíð eins og ríkt hefur undanfarið. Elías Víðisson byggingafræðing- ur hjá Múr og mál segir tvær helstu lekaleiðir inn í hús vera meðfram gluggum og í steypu- skilum. „Veggir einbýlishúsa geta til dæmis verið steyptir upp í fjórum til fimm hlutum og ef ekki er vel frá gengið getur lekið með- fram sprungum. Svo skiptir líka máli hvernig steypan er í hús- inu.“ Helsta merki þess að farið sé að leka er ef málning fer að bólgna upp í kverkum og með- fram gluggum að sögn Elíasar. Parkett á gólfum getur líka bólgn- að upp. Leki getur komið upp ef illa er að verki staðið við fram- kvæmdir, til dæmis við endurg- lerjun í gluggum. Elías segir gott viðhald bestu forvörnina og mælir með að fólk láti yfirfara húseignir reglulega svo hægt sé að bregðast fljótt við. „Því lengur sem það bíður, því meiri verður skaðinn. Í raun er þetta bara svipað og að fara með bílinn reglulega í smurningu. En þó að húseign sé kannski dýrmæt- asta eign fólks tímir það oft ekki að eyða í viðhald fyrr en vanda- málið blasir við. Það er bara í mannlegu eðli að draga hlutina.“ Elías segir símann fara að hringja um leið og fyrstu rigning- arnar skelli á á haustin. Þá verði fólk gjarnan vart við raka heima hjá sér og eins taki það við sér á vorin. „Fólk vill fá þá mann á stundinni til að koma og gera við. Best er samt að skipuleggja sig. Eigi að gera við hús á næsta ári skal huga að því í byrjun sept- ember að fá tilboð og láta gera við húsið yfir veturinn. Þá er það til- búið fyrir málningu um sumarið og verkið ætti að klárast í maí eða júní. Vinnupallarnir standa þá ekki utan um húsið allt sumarið.“ heida@frettabladid.is RÚM með fallegum höfðagafli er á óskalista margra. Stundum getur hins vegar reynst erfitt að verða sér úti um þann gafl sem mann hefur alltaf dreymt um. Ráð við því er að taka sig til og mála hann á vegginn í svefnherberginu. Elías Víðisson byggingafræðingur og Þórður Þórðarson, verkefnastjóri hjá Múr og mál, segja annasamt á fyrstu rigingingardögunum á haustin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Viðhald er besta vörnin Leki í híbýlum gerir gjarnan vart við sig í vætutíð eins og á haustin og vorin. Fylgjast þarf þó vel með húseigninni allt árið um kring og sinna nauðsynlegu viðhaldi svo ekki komi til vandamála. ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Rafmagnstalíur Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.