Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 29
MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2008 F R É T T I R         Á mánudaginn tilkynnti Kaup- þing að fjárfestingarfélagið Q Iceland Finance, sem er í eigu Sjeik Mohammed Bin Khalifa Al- Thani hefði keypt 5,01 prósent í Kaupþingi fyrir 26 milljarða króna og væri þar með orðinn þriðji stærsti hluthafi bankans. Það er óhætt að segja að umsvif Mohammed á Íslandi séu umtals- verð, því í sumar keypti Moham- med 12,6 prósenta hlut í Alfesca. Mohammed tilheyrir Al-Thani fjölskyldunni sem stýrt hefur Katar síðan á nítjándu öld. Mo- hammed, sem er bróðir emírsins, Hamads bin Khalifa Al-Thani, sem verið hefur við völd síðan 1995, hefur gegnt stöðu hag- stjórnar-, viðskipta- og fjármála- ráðherra síðan 1992. Mohammed er með MBA gráðu frá Oregon- háskóla í Bandaríkjunum. Hamad bin Khalifa þykir frjálslyndur stjórnandi, en eitt afreka hans er stofnun Al-Jaz- eera sjónvarpsstöðvarinnar sem hefur verið leiðandi í óháðum fréttaflutningi af málefnum mið- Austurlanda. Mohammed, sem er fæddur 1964, forðast sviðsljósið og hefur lítið sem ekkert verið til umfjöll- unar í fjölmiðlum. Mjög lítið er vitað um viðskiptaum- svif hans og starfsemi, en þau munu vera umtalsverð. Mohammed er vara- stjórnar- formaður Qtel, eina símafyr- irtækis Katar. Hann stýrir nokkr- um fjárfestingarsjóðum. Hann fer hvorki fyrir fjárfestingum fjölskyldunnar né þjóðarsjóðs Katar. Meðlimir Al-Thani fjölskyld- unnar hafa töluvert verið í fjöl- miðlum, en samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar bandarískra stjórnvalda vegna hryðjuverka- árásanna 11 september 2001 á Shaikh Abdullah bin Khalid Al Thani, frændi Mohammed, að hafa aðstoðað og stutt leiðtoga Al Kaeda hryðjuverkasamtökanna á tíunda áratugnum, þeirra á meðal Khalid Shaikh Mohammed, einn af höfuðpaurum hryðjuverka- árásanna á Wall Trade Center. Khalid Shaikh hefur staðfast- lega sagt að Abdullah hafi aldrei verið meðlimur Al-Kaeda né stutt samtökin fjár- hagslega. - msh S A G A N Á B A K V I Ð : Sjeik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani „Við höfum lagt fram kæru til kærunefndar útboðsmála vegna útboðs í Sæmundarskóla,“ segir Þorgeir Jósefsson, forstjóri byggingarfélagsins Ris ehf. Í kærunni, sem lögð var fyrir í síðustu viku, er gagnrýnt að lit- háíska verktakafyrirtækinu Ad- akris sé veittur átta vikna frest- ur til að leggja fram viðunandi gögn vegna útboðs í Sæmund- arskóla í Grafarholti. Í útboðinu var gefinn vikufrestur. Málið er í vinnslu og niðurstöðu að vænta fljótlega, samkvæmt upplýsing- um frá kærunefndinni. Þorgeir segir verktaka ósátta við að erlend fyrirtæki það hafa gerst í tveimur stórum útboðum á vegum Reykjavíkurborgar að Ris hafi lent í öðru sæti á eftir ís- lensku fyrirtæki sem hafi boðið í verkið fyrir hönd erlendra. Nokkur óánægja mun vera innan raða íslenskra bygginga- verktaka að erlendir aðilar skuli vera valdir umfram þá íslensku í opinberum útboðum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Gagn- rýni þeir að lægsta tilboði sé tekið umfram það hagstæðasta. „Menn eru líka ósáttir við að er- lend fyrirtæki fái meiri séns en þau íslensku,“ segir Þorgeir. - jab BYGGINGAKRANAR Ris hefur kært langan frest sem verktakafyrirtæki frá Litháen fær til að skila viðunandi til- boðsgögnum. MARKAÐURINN/PJETUR Ris kærir langan frest AL-THANI A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.