Fréttablaðið - 24.09.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000
MIÐVIKUDAGUR
24. september 2008 — 260. tölublað — 8. árgangur
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
s
ng Mjódd
Verktakinn og fararstjórinn Örn
Kjærnested hefur haft óbilandi
áhuga á útivist og ferðalögum alla
tíð. Hann byrjaði í skátunum sembarn og var k
sig í Madonna di Campiglio, einum
þekktasta skíðabæ Ítalíu. Þar hefur
hann dvalið á hverju ári íðtíu á
halda jólin þar í fimmta sinn m ðfjölskyld i Í
Paradís að sumri sem vetri
Örn Kjærnested stundar útivist og ferðamennsku af miklum móð. Hann þekkir suma staði betur en aðra
og í fjallaþorpinu Madonna di Campiglio á Ítalíu er hann öllum hnútum kunnugur.
Örn fer með gönguhópa um Dólómítafjöll á hverju sumri. Hér heldur hann á potti sem er notaður til að elda á hlóðum.
MYND/ÚR EINKASAFNI
ENDURVINNSLUVIKA var haldin í fyrsta sinn á Íslandi
í síðustu viku. Samkvæmt nýrri könnun hefur hlutfall þeirra
sem flokka sorp til endurvinnslu hækkað frá árinu 2006, en
þá flokkuðu 84 prósent sorp. Nú flokka um 91 prósent sorp
til endurvinnslu.
ÖRN KJÆRNESTED
Kann best við sig í
Madonna di Campiglio
• ferðir • heimili • bílar
Í MIÐJU BLAÐSINS
Blöndunartæki
MORA INXX
Baldursnesi 6
Akureyri
Sími 414 1050
Smiðjuvegi 76
Kópavogi
Sími 414 1000
Opið virka daga frá 8 -18
laugardaga frá10 -15
Í minningu vinar
Gunnar Kvaran heldur
Bach-tónleika í Krists-
kirkju í minningu
Úlriks Ólasonar
og til styrktar org-
elsjóði kirkjunnar.
TÍMAMÓT 18
KAFLASKIPTI Á WALL STREET
Fjárfestingarbankar
hverfa
Markaðurinn
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Ragna Sara JónsdóttirSamfélagsleg ábyrgð
fyrirtækja
6
5
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Miðvikudagur 24. september 2008 – 39. tölublað – 4. árgangur
Endalok fjárfestingarbankaHeyra þeir brátt sögunni til?
4
Veffang: visir.is – Sími: 512 5000
H E L S T Í Ú T L Ö N D U M
Allt á hliðina | Mikil lækkun var á alþjóðlegum hlutabréfa-mörkuðum í gær og í fyrradag. Skellurinn skýrist af hagnaðar-töku fjárfesta eftir mikla hækk-un vestanhafs á föstudag og efa-semdir um að björgunaraðgerð-ir bandarískra stjórnvalda muni nægja til að slá á hrakspár um samdrátt í Bandaríkjunum. Olíu-verð rauk upp í kjölfarið.
Traust kerfi | Henry Paulson fjármálaráðherra sagði undir lok síðustu viku að bandarískt fjármálakerfi væri í grundvallar-atriðum traust. Hann taldi ekki sjá fyrir endann á fjármálakrepp-unni fyrr en fasteignamarkaðir í Bandaríkjunum rétti úr sér.
Heimskur banki | Bankinn KfW hefur hlotið titilinn heimskuleg-asti banki Þýskalands eftir að í ljós kom að hann setti rúmlega 30 milljarða króna inn í Lehman Brothers aðeins tveimur tímum áður en bankinn var lýstur gjald-þrota fyrir rúmri ik
Þrjátíu milljó i
Vistvænn
kostur!
Sjeikinn í KaupþingiHver er
maðurinn?
„Björgunaraðgerðir stjórnvalda munu kosta bandaríska skatt-greiðendur mun minna en ef ekkert hefði verið gert,“ sagði Henry Paulson fjármálaráð-herra í vitnaleiðslu fyrir banka-málanefnd bandaríska þingsins í gær. Þar sat hann til svara ásamt Ben Bernanke seðlabankastjóra og Christopher Cox, forstjóra bandaríska fjármálaeftirlitsins. Paulson gerði þar grein fyrir verðfalli á fjármálamörkuðum og þrengingum á fasteignamark-aði vestra og mikilvægi þess að ríkið gripi til aðgerða til að fyrir-byggja frekari hremmingar. „Við verðum að grípa til að-gerða gegn annarri bólumyndun og fjáraustri í öðrum geirum,“ sagði Paulson enn fremur. - jab
Mikilvæg
aðgerð
RÁÐHERRANN OG BANKASTJÓRINN
Henry Poulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna og Ben Bernanke seðla-bankastjóri.
MARKAÐURINN/AP
Björn Ingi Hrafnsson
skrifar
„Með því að gengisvísitalan fari upp fyrir 180 stig
hafa ræst svörtustu spár um krónuna frá því í
vor,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann
í Reykjavík, en gengisvísitala íslensku krónunnar
rauf 180-stiga múrinn í fyrsta sinn í gær og hefur
krónan aldrei verið veikari. „Stjórnvöld mega ekki
láta undan dragast að grípa til úrræða til að auka
framboð á gjaldeyri, efla traust á íslensku efna-
hagslífi og styrkja verðmyndun á krónunni sem
komin er langt frá því sem telja má eðlilegt jafn-
vægisgengi,“ segir Ólafur.Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri segir bank-
ann ekki hafa upplýsingar um ástæður óróans, en
gengisvísitalan steig hratt í gær og fyrradag. Vil-
hjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, segir mörg fyrirtæki komin í vand-
ræði út af þessari þróun og menn bíði sífellt þess
að botninum sé náð. Enn sé mikil óvissa á mörkuð-
um í Bandaríkjunum og við Íslendingar séum að
gjalda fyrir það. Greiningardeild Kaupþings segir í hálffimm-
fréttum sínum, að á meðan óvissa ríki um krónu-
bréf megi ætla að fjárfestar haldi að sér hönd-
um og gæti krónan því veikst frekar á næstunni.
Þýski þróunarbankinn KfW, sem er næststærsti
krónubréfaútgefandinn til þessa, tilkynnti á mánu-
dag um tveggja milljarða króna viðbótarútgáfu í
flokki krónubréfa, samkvæmt greiningu Glitnis.
27,5 milljarðar hafa fallið á gjalddaga í septemb-
er. Heildarútistandandi krónubréf nema nú um 306
milljörðum króna, en næsti gjalddagi er 6. október
næstkomandi en þá fellur á gjalddaga 29 milljarða
króna útgáfa Evrópska fjárfestingarbankans.
Svörtustu spár um krónuna hafa ræstJöklabréfum á gjalddaga kennt um fall krónunnar, einnig skorti á gjaldeyri og óvissu um ástand á heimsmarkaði. Útistandandi krónubréf nema nú 306 milljörðum króna.
SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR
Tekur ástfóstri við
Rússland
Tók upp plötu með Terem-kvartettinum
FÓLK 30
Hörður til Keflavíkur
Hörður Axel
Vilhjálmsson er
genginn á ný til liðs
við Keflavík eftir
stutt stopp í Afríku.
ÍÞRÓTTIR 26
Abba-sýning til Íslands
Hljómsveitin Arrival syngur og
leikur vinsælustu Abba-sýningu
heims á Íslandi í nóvember.
FÓLK 30
VEÐRIÐ Í DAG
ROFAR TIL VESTRA Í dag verða
sunnan eða suðvestan 5-13 m/s.
Talsverð úrkoma suðaustanlands en
annars úrkomuminna, styttir víða
upp vestan til seinni partinn. Hitinn
verður á bilinu 7-14 stig.
VEÐUR 4
9 12
13
11
10
SAMFÉLAGSMÁL „Það má segja að
Laugardælir séu heldur betur
komnir á kortið,“ segir Kristinn
Ásgeir Friðfinnsson, sóknarprestur
Hraungerðisprestakalls og því
prestur í Laugardælakirkju, en
mikil umferð hefur verið í Laugar-
dælakirkjugarð síðan Bobby Fis-
cher var borinn þar til grafar. Um
30 manns búa í Laugardælum sem
er um kílómetra frá Selfossi.
„Það kom oft fyrir í júlí og ágúst
að það komu jafnvel tvær rútur á
dag. Svo virðist sem nokkrar ferða-
skrifstofur hafi gert smá lykkju á
hringveginn til að koma okkur inn á
hann. Svo er mikið um það að Íslend-
ingar fari að leiðinu um helgar.“
Haraldur Þórarinsson, kirkju-
garðsvörður og íbúi í Laugardæl-
um, segir íbúa þar ekki hafa nýtt
sér þessa umferð. „Hann liggur nú
hér þar sem hann vildi fá að vera í
friði svo það væri varla við hæfi,“
segir hann.
En presturinn hefur fengið sinn
skerf af athyglinni. „Blaðamenn frá
Daily Times og Sunday Times hafa
talað við mig en það sem vekur
athygli þeirra er að hann skyldi
hafa verið grafinn án vitundar sókn-
arprestsins, það finnst þeim afar
athyglisvert,“ segir Kristinn. - jse
Mikil umferð er að leiði Bobbys Fischer í Laugardælakirkjugarði:
Fischer kom Laugardælingum á kortið
HVAR ER HLUTVERKIÐ MITT? Þeir Árni Beinteinn og Davíð Kristján mættu í áheyrnarprufur fyrir uppfærslu Þjóðleikhússins á
Kardemommubænum í gær. Örn Árnason, Rúnar Freyr Gíslason og Kjartan Guðjónsson fara með hlutverk Kaspers, Jespers og
Jónatans. Sigurður Sigurjónsson leikur Tóbías í turninum og Selma Björnsdóttir leikstýrir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Engin svör
Ólafur F. Magnússon lýsir eftir upp-
lýsingum um kostnað fyrirtækja
vegna borgarfulltrúa.
UMRÆÐAN 16
PENINGAMÁL Svörtustu spár frá í
vor um íslensku krónuna hafa
ræst að sögn Ólafs Ísleifssonar,
lektors við Háskóla í Reykjavík. Í
gær fór gengisvísitala krónunnar
í fyrsta skipti yfir 180 stig.
Ástæða gengisfalls krónunnar
er af sérfræðingum að hluta
rakin til mikillar óvissu um
frekari útgáfu svokallaðra
krónubréfa. Í augnablikinu nema
útistandandi krónubréf 306
milljörðum króna. Greiningar-
deild Kaupþings segir að á meðan
óvissa sé um þróun krónabréfa
megi búast við frekari veikingu
krónunnar.
Eiríkur Guðnason seðlabanka-
stjóri segir bankann ekki hafa
upplýsingar um ástæður óróans í
kringum krónuna. Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, segir
Íslendinga gjalda fyrir óvissu í
Bandaríkjunum.
- bih / sjá Markaðinn
Fall íslensku krónunnar:
Svörtustu spár
frá í vor rættust
LÖGREGLUMÁL Þrír starfsmenn
hótelsins Extreme í þorpinu
Caparete í Dóminíska lýðveldinu
hafa verið handteknir vegna
morðsins á Hrafnhildi Lilju
Georgsdóttur, samkvæmt upp-
lýsingum sem Fréttablaðið hefur
frá upplýsingadeild lögreglunnar
þar í landi. Hrafnhildur var fram-
kvæmdastjóri hótelsins. Eins
manns til viðbótar sem grunaður
er um aðild að málinu er leitað.
Hrafnhildur fannst látin í
fyrradag inni á baðherbergi á
hótelherbergi en hún hafði verið
stungin á öxl, hendi og brjóst og
einnig hlotið áverka á höfði. Lög-
reglan telur að morðið hafi verið
framið á sunnudag.
Það var samstarfsstúlka Hrafn-
hildar sem kom að henni en hún
vildi athuga með hana þar sem
hún hafði ekki séð til hennar
síðan á laugardag. Herbergi
hennar var læst þegar að var
komið en stúlkan hafði uppi á
aukalykli að
herberginu.
Sam-
kvæmt vef-
fréttamiðlin-
um El
Nacional er
þetta annað
alvarlega
glæpamálið
á innan við
viku á þess-
um slóðum
þar sem fórnarlambið er fram-
kvæmdastjóri hótels. Í síðustu
viku var framkvæmdastjóra eins
hótels rænt en mannræningjarn-
ir tóku hann úr bifreið sinni og
við það viðbeinsbrotnaði hann og
hlaut meiðsl á hálsi. Síðastliðinn
sunnudag létust síðan tveir af
fjórum mannræningjanna í
aðgerðum lögreglunnar.
Hrafnhildur var 29 ára, ógift og
barnlaus. Hún hafði síðan í apríl
síðastliðinn ferðast um heiminn.
Fór hún til Ástralíu, Dubai og
síðan til Dóminíska lýðveldisins.
Sérstök minningarsíða um Hrafn-
hildi hefur verið opnuð á face-
book-vefsíðunni og höfðu vel á
annað hundrað manns skráð sig
þar inn í gærkvöldi.
- jse
Þrír handteknir vegna morðs
Lögreglan í Dóminíska lýðveldinu rannsakar morð á íslenskri konu. Þrír samstarfsmenn hennar hafa verið
handteknir og eins manns er leitað. Framkvæmdastjóra annars hótels á svæðinu var rænt í síðustu viku.
HRAFNHILDUR
LILJA
GEORGSDÓTTIR
DÓMINÍSKA
LÝÐVELDIÐ
HAÍTÍ
Puerto Plata
Santo Domingo
Port-au-Prince
Santiago
CABARETE
KARÍBAHAF
EYJAN HISPANIOLA Í KARÍBAHAFI