Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 10
10 30. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR Þetta einstaka tilboðsfargjald gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands er fyrir börn, 2 – 11 ára, í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun bókanlegt frá 30. september 2008 ferðatímabil 1. – 31. október 2008 býðst eingöngu þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is ÍS L E N S K A S IA .I S F LU 43 83 2 09 .2 00 8 1 kr. aðra leiðina + 990 kr. 1. – 31. október 2008. (flugvallarskattur) Aðeins 1 króna fyrir börnin www.flugfelag.is | 570 3030 Eignarhaldsfélagið Stoðir hefur fengið heimild til greiðslustöðvunar í Héraðsdómi Reykjavíkur og gildir hún í þrjár vikur. Jakob R. Möller hrl. hefur verið skipaður aðstoðar- maður á greiðslustöðvunartímanum. Hann segir að félagið einbeiti sér nú að því að halda sjó næstu vikurnar. Félagið hafi tíma til 20. október til að taka saman skrá yfir eignir og skuldir. Á fundi í síðasta lagi 17. október eigi að kynna lána- drottnum upplýsingar um eignir og skuldir og áætlanir um að koma nýrri skipan á fjármál félagsins. Aðstoðarmaður hafi eftirlit með því að félagið fari eftir reglum um hvað megi gera og hvað ekki á meðan á greiðslustöðvun stendur. Jakob segir greiðslu- stöðvunina ekki hafa mikil áhrif á önnur félög en þó sé ekki „hægt að ganga að félaginu meðan greiðslu- stöðvun varir eða gera fjárnám. Hlutverk mitt er að tryggja að farið sé eftir reglum og ekkert borgað sem ekki er þáttur í daglegum rekstri eða nauðsynlegt til að forða félaginu frá tjóni. Nú verður reynt að halda sjó. Félagið má ekki taka á sig neinar nýjar skuldbindingar eða selja eignir nema til að forða tjóni eða eitthvað sérstaklega hagstætt bjóðist“. Yfirleitt er ekki gert ráð fyrir að endur- skipulagning fjármálafélags takist á þremur vikum og þess vegna er hugsanlega hægt að framlengja greiðslustöðvunina eftir þrjár vikur. Stjórn Stoða átti fund í gærmorgun en forsvarsmenn félagsins vörðust allra frétta að honum loknum og var ekki hægt að ná í nokkurn mann. Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarmaður í Glitni, sagði eftir fund hjá Stoðum í gærmorgun að það hefði áhrif á eignastöðuna að ríkið ætti nú þrjá fjórðu hluta í Glitni. Eignir rýrnuðu verulega eða sem nemur þeirri hlutafjáraukningu sem hefði átt sér stað í Glitni. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, dótturfé- lags Stoða, sagði í gær að þróunin hjá Stoðum hefði í sjálfu sér engin áhrif á TM. „Við erum ekki háðir eigandanum eða neinum öðrum varðandi fjármögnun. Við erum vel fjármagn- að og stætt félag og getum staðið mörgum sinnum við okkar skuldbindingar þannig að eitt og sér er TM gríðarlega sterkt og ekki háð eigandanum að neinu leyti,“ segir hann. Skarphéðinn Berg Steinarsson, forstjóri Landic Property, sagði að staðan hjá Stoðum hefði lítil áhrif. „Við höldum bara áfram okkar starfsemi eins og hún hefur verið.“ ghs@frettabladid.is JAKOB R. MÖLLER Félagið reynir að halda sjó Eignarhaldsfélagið Stoðir hefur fengið greiðslustöðvun í þrjár vikur. Jakob R. Möller er aðstoðarmaður í greiðslustöðvuninni. Reynt verður að halda sjó meðan unnið er að nýrri skipan á fjármálum félagsins. EIGNIR RÝRNUÐU VERULEGA Forsvarsmenn Stoða vörðust allra frétta í gær. Sigurður G. Guðjónsson, stjórnarmaður í Glitni, sagði eftir fund hjá Stoðum í gærmorgun að eignir hefðu rýrnað verulega eftir að ríkið eignaðist 75 prósent hlutafjár í Glitni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR BIRKISSON Óvíst er hvort kaup Stoða á 40 prósenta hlut í Baugi Group fyrir 25 milljarða króna gangi eftir í kjölfar frétta gærdagsins. Kaupin voru tilkynnt í júlí með fyrirvara um samþykki hluthafa og útgáfu nýs hlutafjár. Taka átti málið fyrir á hluthafafundi Stoða í dag. Eftir að ríkið tilkynnti um kaup á 75 prósenta hlut í Glitni í gær og Stoðir fóru fram á greiðslustöðvun var hluthafa- fundinum frestað. FL Group tók upp nafnið Stoðir í byrjun júlí í sumar. Félagið tapaði 11,6 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi, sem var að mestu tilkomið vegna fjármagns- kostnaðar og lækkunar á markaðsverðmæti í Glitni. Stoðir eru skráðar fyrir rúmum 29 prósentum í Glitni. Greiningar- deild Kaupþings reiknast til að við breytinguna í gær rýrni hluturinn um 88 prósent frá því á föstudag, eða um 60,1 milljarð króna. - jab Hluthafafundi Stoða frestað: Óvíst með kaup í Baugi Group JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Kaup Stoða á 40 prósenta hlut í Baugi Group frá í sumar voru með fyrirvara um samþykki hluthafa. Hluthafafundi var frestað í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA HELSTU EIGNIR STOÐA Helstu eignir Hlutfall Tryggingamiðstöðin 100,0% Landic Property 40,0% Glitnir 29,3% Unity Investment* 37,5% Aðrar eignir** Refresco (drykkjavöruframleiðandi) Unibrew (bjórframleiðandi) Bayrock Group (fasteignaþróun) *Fjárfestingar í Bretlandi ásamt Baugi (37,5%) og athafnamannin- um Kevin Stanford (25%). ** Ásamt öðrum. STÆRSTU HLUTHAFAR Nafn Hlutur Styrkur Invest (Jón Ásgeir) 39,0% Fons (Pálmi Haraldsson) 12,2% Oddaflug (Hannes Smárason) 10,8% Materia Invest (Þorsteinn Jónsson og Magnús Ármann) 6,0% HAMFARIR Á FJÁRMÁLAMARKAÐI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.