Fréttablaðið - 30.09.2008, Page 22

Fréttablaðið - 30.09.2008, Page 22
 30. SEPTEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● hafnarfjörður Páll Óskar Hjálmtýsson, sem á sennilega eitt stærsta safn af Super 8 millimetra kvikmyndum á Íslandi, ætlar að sýna úrval af sígildum Kung Fu myndum frá 8. áratugnum í Bæjarbíói við Strandgötu næstkomandi fimmtudagskvöld. Kvöldið eftir mun hljómsveitin Hjaltalín flytja í Bæjarbíói eigin tónlist við kvikmyndina Saga orgarættarinnar frá árinu 1920. Saga borgarættarinnar er dönsk kvikmynd byggð á samnefndri skáldsögu Gunnars Gunnarssonar. Hún var fyrsta kvikmyndin sem var tekin upp á Íslandi. Skáldverkið kom út á dönsku á árunum 1912 til 1914 og var hið fyrsta til að vekja athygli á Gunnari. Sagan var þýdd á fjölda tungumála og árið 1919 var hún kvikmynduð hérlendis. Atburðirnir eru styrktir af Hafnarfjarðarbæ og eru hluti af RIFF kvikmyndahátíðinni sem nú stendur yfir. Kung-Fu kvöld Páls Óskar hefst klukkan 21 fimmtudagskvöldið 2. október, en tónleikar Hjaltalín hefjast klukkan 20 föstudagskvöldið 3. október. Miðaverð er 2.000 krónur á hvorn atburð. - keþ Kung-fu og fjölskyldudrama Páll Óskar sýnir Kung Fu myndir í kvikmyndahús- inu á fimmtu- dag. Hljómsveitin Hjaltalín flytur frumsamda tónlist í Bæjarbíói á föstudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Það er einn af fáum sólríkum haustmorgnum í september. Hjónin Sigurður Hallgrímsson og Erla Eiríksdóttir eru nýkomin úr göngutúr með öðrum hressum eldri borgurum í Hafnarfirði. Þau hafa búið á Hvaleyrarholtinu hátt í 50 ár. „Ég er Snæfellingur en hef borgað mína skatta hér í Hafnarfirði frá 1961. Erla er hins vegar ekta Gafl- ari,“ segir Sigurður Hallgrímsson glaðlega og gefur boltann yfir til konu sinnar Erlu Eiríksdóttur. „Já, ég er fædd á Jófríðarstaðarvegi og hef alltaf átt heima fyrir sunnan læk,“ segir hún og bætir við hlæj- andi: „Það voru bara tvær áttir í Hafnarfirði þegar ég var að alast upp skilurðu, suður og vestur og lækurinn skildi á milli. Svo hef ég aldrei flutt frá því að ég gifti mig og það er ekki algengt í dag.“ Sigurður segist hafa krækt í góða konu. „Hún sá meira að segja um að byggja húsið okkar meðan ég var í siglingum. Það sýnir best atorkuna í þessum ekta Hafn- firðingum,“ segir Sigurður stolt- ur af sinni konu. „Það er alveg rétt,“ viðurkennir Erla. „Sigurð- ur sá ekki húsið frá því að það var plata í grunninum og þar til það var komið undir þak. En hann var að vinna fyrir því og stóð í timbur- flutningum á Hvassafellinu í Hvíta hafinu allt sumarið. Fékk bara sendar myndir af framkvæmdun- um heima. Ég útvegaði smiði og allt svoleiðis og átti góðan föður sem var mér innan handar en nagl- hreinsaði sjálf hverja spýtu.“ Eins og margir Hafnfirðingar hefur Sigurður verið tengdur haf- inu megnið af ævinni. Fyrst í sigl- ingum í sextán ár, frá 1956 til 1972, lengst af á olíuflutningaskipinu Hamrafellinu sem var í förum milli Svartahafsins og Íslands en undir lokin víðar, til dæmis til Perú, Al- aska og fleiri landa. Síðan var hann starfsmaður Hafnarfjarðarhafn- ar í þrjátíu ár og það er greinilega þar sem hjarta hans slær. „Höfnin er einstök frá náttúr- unnar hendi og hefur verið mið- depill atvinnulífsins í bænum,“ bendir Sigurður á. „Hér er fyrsti verslunarstaður suðvesturhorns- ins, Skúli fógeti hóf hér þilskipaút- gerð á 18. öld og Coot, fyrsti togari Íslendinga, kom til Hafnarfjarðar 1905. Togaraútgerð og fiskvinnsla var svo auðvitað stóratvinnuveg- ur hér lengst af síðustu öld,“ rifjar hann upp og finnst risið hafa lækk- að á þeirri grein í bænum. Aðeins einn togari er gerður út í dag og fiskvinnslan nánast horfin úr firð- inum. Hann er heldur ekki ánægð- ur með þróunina á Norðurbakkan- um. Þar hefði hann viljað sjá far- þegaskipahöfn í stað íbúðablokka sem taka útsýnið frá byggðinni á bak við. Þau Sigurður og Erla eiga þrjú börn og Erla kveðst hafa verið heimavinnandi meðan eiginmaður- inn var á sjónum. Síðan tók við starf í bókaverslun í þrjátíu ár í miðbæ Hafnarfjarðar, lengst af undir merkjum Olivers Steins. „Eftir það fór ég að vinna á Hrafnistu í þrjú ár og það fannst mér gaman, sérstak- lega af því að ég er Hafnarfirðing- ur og þekkti svo margt eldra fólk á heimilinu,“ segir hún brosandi. Nú taka þau hjónin virkan þátt í öflugu starfi félags eldri borg- ara í bænum eins og morgungang- an er til vitnis um. Söngur, dans og ferðalög eru lwíka á dagskránni. - gun Bara tvær áttir í Hafnar- firði, suður og vestur Sigurður og Erla hafa alltaf búið í sama húsinu sem hann vann fyrir í siglingum og hún sá um að reisa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Katrín S. Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Hagvangs, hefur búið í Hafnarfirði í 36 ár. Uppáhaldsveitingastaður: „Það er mjög huggulegt að borða á Fjörunni. Ég segi það frá hjart- anu, Fjaran frekar en Kentucky.“ Uppáhaldsgönguleið: Miðbærinn er sérlega fallegur til gönguferða. Gamli hluti bæjarins og Hellisgerði eru í uppáhaldi hjá mér.“ Katrínu Óladóttur framkvæmdastjóra Hagvangs finnst gott að ganga um Hellisgerði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MINN HAFNARFJÖRÐUR Verkalýðsfélagið Hlíf

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.