Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 26
Alltaf er nóg um að vera á veitinga- og skemmtistaðnum Fjörukránni í Hafnarfirði og nú fer að líða að færeyskum dögum staðarins. „Ein flottasta hljómsveit Færey- inga mun koma og spila hjá okkur á færeyskum dögum, helgina 24. til 26. október. Við munum bjóða upp á færeyskan mat og hljóm- sveitin spilar fyrir matargesti á litla veitingastaðnum okkar, Fjör- unni. Eftir matinn verður hald- inn dansleikur í færeyskum stíl í Fjörugarðinum þar sem sama hljómsveitin leikur,“ segir Jó- hannes Viðar Bjarnason, fram- kvæmdastjóri og eigandi Fjöru- krárinnar. Fjörukráin er samheiti yfir tvo mismunandi staði. Fjöruna, sem er lítill og rómantískur staður, og Fjörugarðinn, þar sem syngjandi víkingar taka daglega á móti fólki og bera mat fram í trogum og leir- skálum. „Við erum með víkinga- veislur og líflegar uppákomur á hverju kvöldi,“ segir Jóhannes og bætir við að um jólin breytist vík- ingarnir í íslenska jólasveina sem þjóna gestum. Matseðill staðarins er mjög fjölbreyttur og að sögn Jóhannesar er Víkingamatseðill- inn, sem er á þjóðlegu nótunum, afar vinsæll. Jóhannes rekur einnig Hótel Víking fyrir utan Fjörukrána. „Hótelið er engu líkt en við opnuð- um það árið 2000. Við erum með 42 herbergi búin öllum nútíma þæg- indum. Hvert herbergi er svokall- að þemaherbergi. Fyrir utan vík- ingastílinn þá erum við líka með herbergi í færeyskum og græn- lenskum stíl. Einnig erum við með heitan pott, gufubað og minja- gripaverslun þar sem við seljum mikið af handverki og minjagrip- um frá Grænlandi og Færeyjum, ásamt munum frá víkingatímabil- inu.“ Hótelið og veitingastaðirnir eru vel sóttir af erlendum ferðamönn- um, en Jóhannes segir Íslendinga líka hafa stundað Fjörukrána vel í gegnum tíðina. „Við erum oft með góð tilboð fyrir fólk utan af landi og það er duglegt að koma. Við fáum líka mikið af Færeyingum, en Fjörukráin er mjög vel þekkt í Færeyjum.“ Fjörukráin hefur verið starf- rækt í átján ár og hefur Jóhannes fylgt staðnum alla tíð. Hugmynd- ina að staðnum fékk hann í út- skriftarferð ásamt félögum sínum úr Hótel- og veitingaskólanum til New York. „Þá fórum við á ítalsk- an veitingastað þar sem allir þjón- arnir voru ítalskir óperusöngvar- ar og þeir sungu fyrir matargesti. Þessi upplifun sat í mér og mig langaði að laga hugmyndina að ís- lenskum aðstæðum og það tókst.“ - kka 30. SEPTEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● hafnarfjörður Jóhannes Viðar segir færeyska daga ávallt vinsæla en þeir eru nú haldnir í tólfta sinn í Fjörukránni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Færeyskir tónar á Fjörukránni Sigríður Ásta fatahönnuður hefur verið búsett í Hafnarfirði í tvö ár. Uppáhalds veitingastaður: „Í Hafnarborg er Maður lifandi með útibú og þar er býsna notalegt að eyða hádegishléinu. Þá getur maður kíkt á listsýningu í leið- inni.“ Uppáhaldsgönguleiðin: „Hún liggur ekki fram hjá nýju blokk- unum á Norðurbakkanum. En mér finnst ofsalega notalegt að rölta í gegnum gamla bæinn og skoða gömlu húsin og svo jafn- vel fara einn hring í Hellisgerði. Síðan er ofboðslega fallegur göngustígur sem liggur í gegnum Setberg með fram læknum sem ég uppgötvaði bara í gær. Þar er sérstaklega gaman að ganga núna þegar hraunið er allt í haustlitun- um.“ - rat MINN HAFNARFJÖRÐUR Sigríður Ásta Árnadóttir fatahönnuður heldur upp á Mann lifandi í Hafnarfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.