Fréttablaðið - 30.09.2008, Síða 46

Fréttablaðið - 30.09.2008, Síða 46
30 30. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR „Við heyrðum Ingva Hrafn ein- hvern tímann segja að ef það væri fólk þarna úti sem héldi að það væri fyndið þá ætti það að hafa samband við sig upp á að vera með þátt á ÍNN. Við göngum með þá ranghugmynd að við séum fyndnir og því tók hann okkur fagnandi.“ Hér talar Þór- hallur Þórhallur, en hann og Eyvindur Karlsson byrja í næstu viku með sjónvarpsþáttinn Vit- leysu á sjónvarpsstöðinni ÍNN. „Við ætlum að taka smá „Daily Show“-pælingu á þetta og fjalla um málefni líðandi stundar. Það er náttúrulega af nógu að taka þessa dagana,“ segir Þórhallur. Hann segir þá félaga ekki hafa djúpa þekkingu á máli málanna í dag, efnahagsmálunum. „Nei, en við erum djúpt sokknir í skuldir eins og allir. Það vantar alltaf meiri vitleysu, sérstaklega á þessum dimmu tímum.“ Þórhallur og Eyvindur hafa fengist við útvarpsmennsku og voru meðal annars með fram- haldsþáttinn Tímaflakk á Rás 2. Þá hafa þeir oft troðið upp saman með uppistand. „Það er löngu ljóst að við erum alltof fallegir fyrir útvarp. Það eina í stöðunni var að bjóða landsmönnum upp á okkur í sjónvarpinu. Og auðvitað á ÍNN. Þetta er aðalstöðin,“ full- yrðir Þórhallur. Vitleysan stendur yfir í 20-30 mínútur í hvert skipti og fer fram á þriðjudagskvöldum. Fyrsti þátturinn verður eftir viku. - drg 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. skál, 6. ryk, 8. rjúka, 9. gifti, 11. í röð, 12. deyfa, 14. einkennis, 16. píla, 17. svipuð, 18. tala, 20. hljóta, 21. tuddi. LÓÐRÉTT 1. göngulag, 3. kusk, 4. kynlíf, 5. þvottur, 7. köldusótt, 10. fálæti, 13. kosning, 15. halli, 16. námstímabil, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. ílát, 6. im, 8. ósa, 9. gaf, 11. tu, 12. slæva, 14. aðals, 16. ör, 17. lík, 18. níu, 20. fá, 21. naut. LÓÐRÉTT: 1. rigs, 3. ló, 4. ástalíf, 5. tau, 7. malaría, 10. fæð, 13. val, 15. skái, 16. önn, 19. uu. „Besti veitingastaðurinn á höfuðborgarsvæðinu verður að vera Vox á Hilton Reykjavík Nordica, að minnsta kosti í hádeginu. Þeir eru með mjög góðan fisk og alveg dásamlegt crème brûlée. Það er bara boðið upp á þetta hlaðborð í hádeginu og fiskurinn er alveg æðislegur.“ Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ. „Ég ætla að ræða um hreinsun líf- færa með grænmeti,“ segir Jónína Benediktsdóttir, athafnakona og heilsufrömuður. Jónína heldur fyrirlestur á Loft- leiðum á fimmtudag. Auk hennar flytur Ásgeir Jónsson fjallagarp- ur, sem kallaður er IronMan, tölu. „Hann kom til mín í meðferð í sumar og ætlar að lýsa sinni reynslu. Þetta er strákur sem er að gera rosalega góða hluti og heldur hann fyrirlestur um hugar- far. Hvernig við getum náð hámarksárangri í lífinu með jákvæðu hugarfari. Og veitir nú víst ekki af á þessum tímum,“ segir Jónína. Jónína hefur nú um nokkurt skeið gengist fyrir hópferðum til Póllands þar sem fólk „detoxar“ eins og það heitir. Aðspurð hvað felist í því að hreinsa líffæri með grænmeti segir hún að það tengist detox-meðferðinni. „Þetta er hálf- gerð fasta og miðast við að fólk láti ekki meira í sig en 400 hitaein- ingar á dag. Meirihluti fæðunnar er grænmeti auk lítils magns af ávöxtum. Þegar líkaminn fer að fasta fer fitan í vöðvavefjum út í meltingarveginn. Þannig að föst- unni fylgir engin hungurtilfinn- ing,“ segir Jónína. Hún undrast það mjög að menn hafi ekki veitt því athygli að mælt er með föstu í öllum trúarbrögð- um heims. „Við gerum ekkert með það, fyrr en núna.“ Það sem gerist jafnframt við föstu er að líkaminn losar sig við toxísk efni sem ekki eiga heima í líkamanum. „Eftir fjóra til fimm daga fer ýmislegt að gerast: Lifrin hreinsar sig, blóðið hreinsast, fitu- vefur verður minni og síðan virð- ist sem boðefnabreyting verði í heilanum því fólk fer að hugsa öðru vísi, minni eykst og fólk fer að hugsa skýrar.“ Ásgeir IronMan er ánægður með samstarfið við Jónínu en sjálfur starfar hann hjá Ölgerð- inni og státar af MBA-gráðu frá HR með áherslu á mannauðsmál. „Ég fór í detox til Póllands og kynntist Jónínu þar. Var meiddur og hafði leitað til tólf lækna. Hafði engu að tapa. Gat eins prufað þetta eins og hvað annað,“ segir Ásgeir sem átti við bólgur að stríða í hásin og hné – sem ekki er gott fyrir afreksmann sem hann. Ásgeir hefur stundað fjallamennsku og klettaklifur. Stefnir að því að klífa hæstu fjöll heimsálfanna og er þegar kominn með þrjú af sjö. Auk þess hefur hann keppt í IronMast- er sem er þrekgrein. „Ég lagaðist mikið. En þetta veitti mér tæki- færi til að taka á alvarlegra máli: Hætta að nota lyf sem ég hafði verið búinn að nota lengi út af ein- hverju bulli. Það var það eina sem skipti máli og hitt var aukaatriði,“ segir Ásgeir. jakob@frettabladid.is JÓNÍNA BENEDIKTSDÓTTIR: HREINSAR LÍFFÆRI MEÐ GRÆNMETI Jónína Ben og Iron Man taka höndum saman JÓNÍNA OG ÁSGEIR IRONMAN Hafa snúið bökum saman og ræða hvernig ná má hámarks árangri í lífinu með jákvæðu hugarfari. Og veitir ekki af á þessum síðustu og verstu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Það mættu alveg á sjöunda manns. Það var þarna stúlka með barn á brjósti,“ segir Andri Snær Magnason sem stýrði allsérstæðum pallborðsumræðum í Ráðhúsinu í gær. Ráðstefna var sett á í Ráðhúsinu um gildi heimildarmynda í umræðu um umhverfismál. Var þetta í tengslum við Alþjóðlega kvik- myndahátíð í Reykjavík og sátu á pallborði heimsfrægir leikstjórar heimildarmynda: Teri McLuhan, Yung Chang, Konstanty Kulik og Ben Kempas. Þeir sem komu til að hlusta reyndust ekki miklu fleiri en kvikmyndagerð- armennirnir. „Ég kalla svona uppákomur kjöltudans. Og hef lent í þessu áður. Þá vorum við Hallgrím- ur Helgason, Steinunn Sigurðardóttir, Bragi Ólafsson og Einar Kárason á listakvöldi í MH og nefndin mætti – öll þrjú,“ segir Andri Snær og lætur þetta ekki trufla sig hið minnsta aðspurður hvort þetta hafi ekki verið neyðar- leg uppákomna. Vill reyndar meina að líklega hafi fámennið verið vegna óreiðu meðal þeirra sem skipulögðu uppákomuna. Hún var auglýst bæði klukkan tólf á hádegi sem og klukkan fjög- ur en reyndist vera klukkan tvö. „Ég vissi varla sjálfur hve- nær þetta átti að vera og þurfti að hringja eitt símtal til að komast að því. Heimsfrægir leikarar fyrir tómum sal. En þetta er skemmti- legra fyrir þá sem mæta. Þeir eiga þess þá kost að ná persónulegu sam- bandi við heimsfræga menn. Ekki er leiðin- legra þegar eru fáir. Þá verður oft skemmti- legt spjall,“ segir Andri. Sjálfur er Andri með heimildarmynd um náttúru í smíðum. Hann er handritshöfundur að Draumalandinu sem Þorfinnur Guðnason leikstýrir. „Valdís Ósk- arsdóttir er nú við að klippa myndina og verð- ur spennandi að sjá hvaða snúning hún tekur á myndinni.“ - jbg Fáir sáu og heyrðu heimsþekkta leikstjóra ANDRI SNÆR MAGNASON Stjórnaði pallborðsumræðum í Ráðhúsinu en þeir úti í sal voru svipað margir og þeir sem sátu við pallborðið. OF FALLEGIR FYRIR ÚTVARP Eyvindur Karlsson og Þórhallur Þórhallsson verða með Vit leysu. Það vantar alltaf meiri vitleysu í sjónvarp Jón Ólafsson athafnamaður blés til mikillar veislu þegar hann opn- aði Vatnsverksmiðju sína skammt fyrir utan Þorlákshöfn á föstudag. Tóku gestir til þess hversu glæsileg verksmiðjan er en þarna voru meðal annars Össur Skarphéð- insson, Andrés Jónsson og Hall- ur Helgason. Jón veitti vel og gátu gestir dreypt á rauðvíni og hvítvíni sem og á Budweiser og Skjálfta sem er bjór bruggaður í næsta nágrenni. Jón kallaði til gamlan prest sem bæði fermdi og skírði Jón í Keflavík. Hann var fenginn til að blessa fabrikkuna sérstaklega og lék sér að því að gera það bæði á íslensku og ensku til heiðurs erlendum gestum. Danir virðast ekki hafa gefið íslensku þjóðina upp á bátinn með öllu en í gær keyptu þeir útgáfuréttinn að Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson. Og eru þannig síðastir Skandinava til að gera það en það var Gyldendal-forlagið sem keypti. Ekki er vitað hvort viðtal Jóns Ársæls við Hugleik í Sjálfstæðu fólki hafi haft eitthvað með þetta að gera en í næsta þætti Jóns verður nafni hans vatnsfram- leiðandinn Ólafs- son viðfangefni mannlífsrýnand- ans. Aðstandendur Laddasýningarinnar höfðu reiknað með að sýningin myndi ganga fram eftir vetri á sviði Borgarleikhússins en uppselt var á hana allt síðasta leikár. Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri er hins vegar ekki á því að hún eigi heima á þeirri efnisskrá sem hann er að setja saman fyrir leikhúsveturinn. Er nokkur óánægja hjá Ladda og hans mönnum sem fá nú afar takmarkað- an sýningarfjölda og alls ekki eins mörg kvöld og þeir vildu. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Strandgötu 43 | Hafnarfirði Sími 565 5454

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.