Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 8
8 30. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR Samtök iðnaðarins - www.si.is Ísland – ESB – Evra Starfsgreinasamband Íslands og Samtök iðnaðarins bjóða til ráðstefnu um mögulega aðild Íslands að ESB og upptöku evru 2. október kl. 13.30-16.00 Sal H, Hilton Reykjavík Nordica Dagskrá: Ávarp Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands Áhrif aðildar Finnlands að ESB og EMU á finnskan iðnað Daníel Vartikari, Industri anställda i Norden Umræður og fyrirspurnir Kaffihlé Hvað breytist raunverulega við aðild að Evrópusambandinu? Aðalsteinn Leifsson, lektor og forstöðumaður MBA í Háskólanum í Reykjavík Áhrif upptöku evru á íslenskan vinnumarkað Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ Umræður og fyrirspurnir Fundarstjóri er Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri SI Fundurinn er öllum opinn og ókeypis, skráning fer fram á netfangið mottaka@.si.is. Ríkið lagði um 84 milljarða króna inn í Glitni með samkomulagi sem kynnt var í gær til að bjarga bank- anum frá gjaldþroti. Ríkið eignað- ist með þessu 75 prósenta hlut í bankanum, en markmiðið er að tryggja stöðugleika í fjármálakerf- inu. Hefði ekki verið gripið til þess- ara aðgerða hefði Glitnir komist í þrot innan skamms, sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri á fundi með fjölmiðlafólki í Seðlabankan- um í gær. Með aðgerðunum sagði hann tryggt að rekstur bankans yrði með eðlilegum hætti áfram. Gengið var frá samkomulagi milli ríkisstjórnar Íslands og eig- enda Glitnis um björgunaraðgerð- irnar á fundum um helgina, að höfðu samráði við Seðlabanka Íslands og fjármálaeftirlitið. Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagði hádeginu í gær að stjórnendur Glitnis hefðu óskað eftir því að ríkið legði 600 milljónir evra, um 84 milljarða króna, til bankans. Ríkið hefði orðið við þeirri beiðni, en fengið í staðinn hlutafé í bankanum. „Við höfum litið þannig til að Glitnir banki sé traustur, vel rek- inn og ábyrgur banki,“ sagði Davíð. Nauðsynlegt hafi verið að koma til móts við bankann til að tryggja stöðugleika hér á landi. Bæði Geir og Davíð lögðu áherslu á að ríkið ætlaði sér ekki að eiga hlut í Glitni lengi. Þeir sögðu báðir að rekstur bankans stæði nú traust- um fótum, og að þeir væntu þess að hlutur ríkisins yrði síðar seldur, líklega með hagnaði. Seðlabankinn lagði 600 milljónir evra úr gjaldeyrisvarasjóði bank- ans til Glitnis, en Davíð sagðist reikna með því að Alþingi myndi ákveða að bæta bankanum það upp með framlagi úr ríkissjóði. Hluthafafundur í Glitni þarf að samþykkja aðgerðir ríkisins. Davíð sagði alla stærstu hluthafa bank- ans hafa lýst því yfir skriflega að þeir styddu aðgerðirnar. Lárus Welding mun áfram gegna starfi forstjóra bankans. Fjármála- ráðherra, fyrir hönd ríkisins, mun skipa stjórnarmenn í krafti 75 pró- senta hlutar ríkisins. „Þessi innkoma ríkisins styrkir eiginfjárstöðu bankans mjög, og tekur af allan vafa um fjárhags- lega stöðu Glitnis,“ sagði Lárus á fundi í Seðlabankanum í gær. Hann segir að gripið hafi verið til svip- aðra aðgerða í nágrannalöndunum, sem endurspegli erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum. Hann sagði að viðskiptavinir myndu ekki finna fyrir þessum breytingum. brjann@frettabladid.is Bjargar Glitni frá gjaldþroti Tilkynnt var um 84 milljarða króna hlutafjárkaup ríkisins í Glitni í gær. Ríkið eignast 75 prósenta hlut í bankanum. Lárus Welding verður áfram forstjóri. BJÖRGUNARAÐGERÐIR Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, kynnti björgunaraðgerðir ríkisins ásamt Lárusi Welding, forstjóra Glitnis, á fundi í Seðlabankanum í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég taldi þessa aðgerð ekki nauð- synlega og að mögulegt hefði verið að fara aðrar leiðir ef gefist hefði lengri tími,“ segir Þorsteinn M. Baldvinsson, stjórnarformað- ur Glitnis. „Ég er fyrir hönd hlut- hafa mjög ósáttur, en ánægður fyrir hönd starfsfólks og við- skiptavina bankans.“ Forstjóri Glitnis segir að fyrirsjáanlegur vandi í rekstri bankans hafi ekki gefið eigendum aðra kosti en að samþykkja hugmynd ríkisvalds- ins og Seðlabankans um kaup rík- isins á 75 prósentum hlutafjár í bankanum fyrir 84 milljarða króna. Þorsteinn M. Baldvinsson segir að hann hafi talið fram á síðustu stundu að fært væri að fara aðra leið en þá sem niðurstaða varð um. „Orðrómurinn um bankann í morgun [gærmorgun] breytti síðan þeirri skoðun minni.“ Hann segir að hugmyndin um þjóðnýt- ingu bankans hafi komið frá ríkis- valdinu og að það hafi verið „nið- urstaða hluthafanna að þetta væri betra en að samþykkja þetta ekki. En fyrir mér er þessi niðurstaða óásættanleg fyrir hluthafana“. Lárus Welding, forstjóri Glitn- is, segir að staða bankans sé trygg eftir aðkomu ríkisvaldsins og ástæðan fyrir kaupunum sé lausa- fjárskortur á alþjóðlegum mörk- uðum. „Við lifum á sérstökum tímum og við erum að sjá hamfaratíma sem við höfum ekki séð áður.“ Hann segir að nokkrar leiðir hafi verið ræddar til að koma bankan- um til bjargar en vill ekki tíunda þær sérstaklega. „Þetta var lausn sem ríkisstjórn og Seðlabanki komu mjög fljótt inn á. Hún var rædd hjá stjórn og stærstu hluthöfum og á endanum fallist á að þetta væri skynsamleg niðurstaða.“ Hann segir að hug- myndin hafi komið upp með stutt- um fyrirvara. Það var á ábyrgð stærstu hluthafa Glitnis að sam- þykkja hana með fyrirvara um niðurstöðu hluthafafundar sem haldinn verður í næstu viku. Spurður um hvort frekari áföll séu fyrirsjáanleg í rekstri bank- ans segir Lárus að viðsjárverðir tímar séu framundan. „Við höfum ekki séð fyrir önnur stór áföll hjá fyrirtækinu en það er ljóst að ef vaxtastigið verður hátt áfram verður þetta erfitt.“ Lárus segir að engar uppsagnir muni fylgja í kjölfar þeirra breyt- inga sem orðið hafa á rekstri bankans. „Og viðskiptavinir hafa ekkert að óttast. Það var fyrirsjá- anlegur vandi og því var gripið til þessara aðgerða.“ Lárus segir að með ríkið sem eiganda verði bank- inn vel í stakk búinn til að fjár- magna sig í framtíðinni. Lárus og Þorsteinn starfa áfram í yfir- stjórn bankans og ekki er gert ráð fyrir að aðrir stjórnendur hætti störfum. svavar@frettabladid.is Þjóðnýting var óþörf Þorsteinn M. Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, telur að þjóðnýting bank- ans hafi ekki verið nauðsynleg aðgerð. Hann og forstjóri Glitnis gleðjast fyrir hönd viðskiptavina og starfsfólks en segja niðurstöðuna áfall fyrir hluthafa. KOMIÐ TIL FUNDAR Lárus Welding kom í höfuðstöðvar Glitnis eftir blaðamannafund í Seðlabankanum á ellefta tímanum í gær. Framundan var fundur með starfsfólki þar sem hann greindi frá þróun mála. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég held að ríkis- stjórnin hafi tekið þann kost sem var nauðsynlegur og að þetta hafi verið skárra en að lána fé til að viðhalda stöðu bankans,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Með aðgerðunum sé reynt að tryggja eðli- lega bankastarfsemi og að viðskipta- menn Glitnis verði ekki fyrir skaða. Guðjón efast um að við breyttar aðstæður sé rétt að sömu menn verði áfram við stjórnvölinn í Glitni. „Það hefði verið rétt að skipta um fólk,“ segir hann. - bþs Guðjón Arnar Kristjánsson: Ætti að skipta um stjórnendur „Eins og þetta var lagt upp fyrir okkur var þetta óumflýj- anlegt,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokks- ins. Ráðstöfunin sýni að menn vilji standa með spari- fjáreigendum. Guðni telur ríkisstjórnina bera mikla ábyrgð á því hvernig komið sé þótt ljóst sé að stjórnendur Glitnis og annarra fyrirtækja hafi farið offari á margan hátt. „Ef stjórnvöld hefðu tekið mark á því fyrir ári að fjármálakreppa væri að skella á hefði verið hægt að vinna markvissar með bönkunum.“ - bþs Guðni Ágústsson: Stjórnvöld bera mikla ábyrgð „Mér er efst í huga núna hvað þeir hugsa sem mest mærðu einkavæð- ingu bankanna og þessa útrásar- og nýfrjálshyggjuvæð- ingu sem Ísland gekk í gegnum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG. Hann telur að ef einhver inngrip ríkisins hafi verið óumflýjanleg hafi verið illskásti kosturinn að fara þá leið sem valin var. „Mér finnst þetta hreinlegri leið og líklegri til að gæta hagsmuna almennings þar sem þessi aðstoð ríkisins er þó eign í banka sem getur átt eftir að verða verðmætur síðar. En það að ríkið færi út í stórfellda fyrirgreiðslu út á óljósar eða kannski nánast engar tryggingar það er björgunarleiðangur þar sem reynt er að bjarga eigend- unum án þess að þeir tækju neitt af skellinum.“ Steingrímur segir mikilvægt að allir hafi í huga að ríkið grípi ekki til þessara aðgerða svo allt geti haldið áfram óbreytt. Endurskoða þurfi launakjör og fríðindi starfsfólks Glitnis þó þegar hafi ýmislegt verið gert í þeim efnum undir forystu Þorsteins Más Baldvins- sonar stjórnarformanns. Þá telur Steingrímur þetta til marks um skipbrot þeirrar hug- myndafræði sem rekið hafi menn áfram í viðskiptum að undanförnu. „Græðgiskapítalisminn er einfaldlega búinn að éta sig upp innan frá,“ segir hann og kallar eftir siðvæðingu fjármálageirans. - bþs Steingrímur J. Sigfússon Hugmyndafræði- legt skipbrot HAMFARIR Á FJÁRMÁLAMARKAÐI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.