Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 30. september 2008 11 Reglurnar eru einfaldar: allar vörur í verslunum eiga að vera verðmerktar og það verð á að gilda á kössunum. Neytendastofa hefur meira að segja heimild til að sekta verslanir ef þessum reglum er ekki fylgt. Eitthvað lítið bólar þó á að eftir þessum reglum sé farið. Meðvitaður kaupmaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, skrifar: „Ég hef feng- ið nóg af slælegum vinnu- brögðum í verslun og setti upp neytendasíðu (verslunarblekk- ing.blog.is) til að benda á hluti sem ég verð áskynja og ógna starfs- heiðri kaupmanna almennt. Tilefn- ið var hörmulegt ástand verðmerk- inga í Krónunni við Jafnasel nú um helgina en stafræna myndavélin var með í för.“ Á myndum nafnlausa kaup- mannsins sést að verðmerkingar í Krónunni við Jafnasel eru í ömur- legu ástandi. Það versta er þó að ástandið er langt í frá eitthvert einsdæmi, hvorki í verslunum Krónunnar né öðrum verslunum. Sá nafnlausi segist hafa gefist upp á að „elta uppi einhverja verslun- arstjóra sem annaðhvort skortir metnað til verka eða telja sig geta selt meira á hærra verði með því að vera með ólöglega vörufram- setningu“. Hann boðar frekari aðgerðir og ætlar að mæta aftur með myndavélina í þessa og aðrar verslanir. Hann hafnar alfarið vinnubrögðum af þessu tagi og bendir neytendum á gera slíkt hið sama. „Kæruleysi neytenda er und- irstaða þess að svona vinnubrögð viðgangast,“ segir hann réttilega. Kaupmaður berst gegn slælegum vinnubrögðum: Óviðunandi verðmerkingar í Krónunni Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@frettabladid. EKKI EIN EINASTA VERÐMERKING Hvað kosta þessar rafhlöður eiginlega!? Opið 10–18 virka daga | Opið 12–16 laugardaga Kletthálsi sími 590 5040 www.heklanotadirbilar.is notadirbilar@hekla.is HEKLA NOTAÐIR BÍLAR KLETTHÁLSI Frábært tilboð á bílaleigubílum Nú bjóðum við vel með farna bílaleigubíla á kjörum sem bjóðast ekki annars staðar: Allir bílar eru í 5 ára ábyrgð frá skráningardegi. 80% fjármögnun Bílalán til 84 mánaða í erlendri mynt. Komdu í heimsókn í HEKLU - Notaða bíla og kynntu þér frábært úrval af næstum nýjum bílum. Bílaábyrgð Varðar fylgir notuðum bíla- leigubílum frá HEKLU. www.takk. is Kíktu á heimasíðuna okkar NOREGUR Marta Lovísa, prinsessa af Noregi, og eiginmaður hennar, Ari Behn, eignuðust í gær sína þriðju dóttur. Stúlkan vó 3.700 grömm og var 53 sentimetra löng við fæðingu, að því er greint er frá í frétt NRK. Barnið hefur verið nefnt Emma Tallulah Behn og er fimmta barnabarn konungshjónanna. Hvorki Behn né dætur hans bera konunglega titla og stúlkan nýfædda mun þar með ekki heldur bera prinsessutitil. Hún verður engu að síður númer sex í röðinni til að erfa norsku krúnuna. Marta Lovísa er elsta barn konungshjónanna en yngri bróðir hennar Hákon er krónprins. - ghs, aa Norska konungsfjölskyldan: Fimmta barna- barnið er fætt MARTA LOVÍSA AUSTURRÍKI, AP Þrátt fyrir sex ára rannsókn er enn ekki búið að útiloka að Íranar séu að þróa kjarnorkuvopn leynilega. Þetta kom fram í máli Mohammeds ElBaradei, yfirmanns Alþjóða- kjarnokurmálastofnunarinnar (IAEA), á ársfundi stofnunarinn- ar í gær. Hann hvatti Írana til að aflétta leyndinni á kjarnorkuáætlun sinni til að þjóðir heimsins gætu treyst því að hún stefndi einvörð- ungu að friðsamlegum notum kjarnorku. Íslömsk ríki hafa hótað að krefjast atkvæðagreiðslu um öll mál þingsins, ef ekki verður samþykkt ályktun þar sem öll ríki í Miðausturlöndum verði hvött til að þróa ekki kjarnorkuvopn. - ss Kjarnorkueftirlit í Íran: Hvattir til að aflétta leynd LÍBANON, AP Minnst fimm manns fórust og 25 særðust þegar bílsprengja sprakk nærri rútu sem flutti líbanska hermenn í Trípólí í Líbanon í gær. Fjórir hinna látnu eru hermenn en sá fimmti almennur borgari. Þetta er önnur mannskæða árásin sem gerð er á hermenn í norður- hluta Líbanons á tveimur mánuðum. Í síðasta mánuði létu 18 hermenn og almennir borgarar lífið þegar sprengja sprakk nærri rútu á götu í Trípóli. Það er mannskæðasta sprengjuárás sem gerð hefur verið í Líbanon í þrjú ár. Enginn hefur lýst ábyrgð á tilræðunum. - ovd Fimm létust í Trípóli í Líbanon Mannskæð sprengjuárás

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.