Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 38
22 30. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Listahópurinn The Weird Girls Project leitar nú að kalltæki og tæki sem framleiðir sápukúlur vegna nýs myndbands sem hann ætlar að gera fyrir Emilíönu Torrini. Tökur á myndbandinu, sem verður í leikstjórn Bretans Ali Taylor, hefjast næstkomandi laugardag og því þurfa þær stúlkur að hafa hraðann á ætli þær að hafa allt tilbúið í tæka tíð. Emilíana fær að hafa lítil sem engin afskipti af myndbandinu en þrátt fyrir það samþykkti hún gerð þess án þess að hika. Stúlkurnar í The Weird Girls Project fá hvorki að vita hvar myndbandið verður tekið upp né hvert þeirra hlutverk verður fyrr en samdægurs. Sápukúlur í myndbandi SKRÍTNAR STÚLKUR The Weird Girls Project tekur upp nýtt myndband fyrir Emilíönu Torrini á laugardaginn. Drew Barrymore er komin með nýjan kærasta. Í júlí síðastliðnum slitu hún og leikarinn Justin Long sambandi sínu. Barrymore sást hins vegar láta vel að öðrum leikara í partýi í New York í vikunni, en þar er á ferðinni Ed Westwick sem gerir garðinn frægan í þáttunum Gossip Girl. Hann er 21 árs gamall en Drew varð 33 ára á árinu. „Drew virtist svo hamingjusöm og Ed leit út eins og köttur sem komst í rjóma,“ segir einn sjónarvotta sem lýsir miklu kossaflensi hjá parinu. Ekki er langt síðan Drew var orðuð við meðleikara Eds í Gossip Girl og meðleigjanda, Chace Crawford, en sá orðrómur virðist ekki hafa verið á rökum reistur. Drew komin með kærasta Hljómsveitin Amiina hefur tekið upp eigin útgáfu af lagi banda- ríska sveitasöngvarans Lee Hazlewood, Leather and Lace. Síðasta lagið sem Hazlewood tók upp áður en hann lést í fyrra var einmitt Hilli (At the Top of the World) með Amiinu. Nýja lagið má heyra á myspace- síðu Amiinu auk þess sem það verður gefið út á næstunni. Amiina er nýkomin heim eftir að hafa hitað upp fyrir Sigur Rós á tónleikaferð um Evrópu, Mexíkó og Bandaríkin. Hljómsveitin Parachutes hitar nú upp í hennar stað þangað til For a Minor Reflection tekur við kyndlinum í nóvember. Amiina með nýtt lag AMIINA Hljómsveitin Amiina hefur tekið upp sína útgáfu af lagi Lee Hazlewood, Leather and Lace. „Stjórinn“ Bruce Springsteen og hljómsveit hans, The E Street Band, mun spila í hálfleik á Super Bowl-úrslitaleik bandaríska ruðningsins í febrúar á næsta ári. Um frábæra kynningu er að ræða fyrir Springsteen enda horfðu rúmlega 148 milljónir Banda- ríkjamanna á Tom Petty and the Heartbreakers spila í fyrra. Á meðal annarra sem hafa spilað á þessu eftirsótta augna- bliki eru Prince, Rolling Stones, U2 og Paul McCartney. Tónleik- arnir sem flestir muna þó vafalítið eftir voru þegar Janet Jackson beraði annað brjóst sitt árið 2004. Bruce spilar á Super Bowl „Í þessu lagi fær fólk að skyggnast inn í hjartatetrið mitt,” segir Ívar Halldórsson, útvarpsmaður á Bylgjunni og verslunar- stjóri í Rúmfatalagernum, um lagið Full- komna vera sem hann sendi nýverið frá sér. „Ég ákvað að syngja þetta lag sjálf- ur, að hluta til vegna þess að það er orðið allt of langt síðan ég þandi raddböndin síðast opinberlega hér- lendis en þó aðallega vegna þess að mér finnst ég á einhvern óútskýran- legan hátt svo tengdur þessu lagi að ég tími ekki að láta neinn annan syngja það,“ bætir hann við. Ívar er ekki alls ókunnur lagasmíðum því hann er höfundur lagsins Colors of Love sem var gefið út í tilefni af tuttugu ára afmæli ABC-barnahjálpar í flutningi Reg- ínu Óskar. Einnig komst hann bæði í úrslit Landslagskeppninnar árið 1990 með laginu Gluggaást, sem hann söng með Helgu Möll- er og í forkeppni Eurovision árið eftir þar sem hann átti tvö lög í keppninni. Í báðum tilvikum varð hann að lúta í lægra haldi fyrir Eyjólfi Kristjánssyni tónlistarmanni sem vann Landslagskeppnina með laginu Álfheiður Björk og forkeppni Eurovision sigraði hann ári síðar með laginu Nína. Aðspurður útilokar Ívar ekki frekari þátt- töku í sönglagakeppnum í framtíðinni. „Kannski eigum við Eyjólfur eftir að mætast aftur í einhverri keppninni, það er aldrei að vita. Allt er þegar þrennt er,“ segir Ívar að lokum. Áhugasömum er bent á vefsíðu hans, myspace.com/ivarhalldorsson. Syngjandi útvarpsmaður SEMUR OG SYNGUR Ívar hefur starfað á Bylgjunni í nokkur ár auk þess sem hann er verslunarstjóri hjá Rúmfatalagernum og semur tónlist. FRÉTTABLADID/ARNÞÓR > ÖÐRUVÍSI NÁTTFÖT Victoria Beckham sefur eingöngu í sokkum og hönskum. Það er þó ekki fyrir lúkkið, að hennar sögn, heldur er þar á ferðinni eitt helsta fegrunarráð hennar, þar sem hún smyr bæði hendur og fætur vel með þykku kremi áður en hún skríður upp í í bómullarhönskum og -sokkum. Eiginmað- urinn er hins vegar ekki jafn hrifinn. „Honum finnst ég klikkuð,“ segir frú Beckham. Krakkarnir sem léku í söngleiknum Bugsy Malone fyrir tíu árum hittust aftur um liðna helgi. Margir voru að hittast í fyrsta skipti síð- an þau voru í sýningunni. „Það var ótrúlega skemmtilegt og fyndið að koma þarna inn því suma hafði maður ekki séð frá því að við vorum í sýningunni fyrir tíu árum,“ segir Álfrún Örnólfsdóttir leikkona um endurfundi þeirra sem tóku þátt í söngleiknum Bugsy Malone. Söngleikurinn var settur upp í Loftkastalanum árið 1998 í leikstjórn Baltasars Kor- máks. Þar stigu margir ungir og efnilegir leikarar, dansarar og söngvarar sín fyrstu skref og hafa margir gert það gott á hinum ýmsu sviðum í seinni tíð. Þar á meðal var Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari, Halla Vilhjálmsdóttir leik- kona, Klara Ósk Elíasdóttir söng- kona, Unnur Birna Vilhjálmsdótt- ir fegurðardrottning og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir dansari. Á föstudaginn var efnt til end- urfunda á Kaffi Sólon þar sem bróðurpartur þeirra 32 krakka sem komu fram í sýningunni hitt- ist og rifjaði upp gamla tíma. „Sumir strákanna höfðu nánast vaxið um hálfan metra frá því í sýningunni,“ segir Álfrún og hlær. „Það var gaman að rifja upp þenn- an tíma og kynnast upp á nýtt. Margir af þeim sem komu fram í sýningunni eru ennþá að dansa, leika eða syngja og þó nokkuð margir hafa lagt fyrir sig hag- fræði og viðskiptafræði,“ segir Álfrún. alma@frettabladid.is Frábærir endurfundir Bugsy Malone- krakkanna Sigrún Huld Gunnarsdóttir og Tinna Finnbogadóttir dansarar voru hressar. Klara Ósk Elíasdóttir söngkona og Ásrún Lára Arnþórsdóttir voru dansmeyjar og léku ýmis hlutverk í Bugsy Malone, en Kristín Ósk Wium Hjartardóttir lék eitt af aðalhlutverkunum. DANSMEYJAR Hjördís Lilja Örnólfsdóttir og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir dansarar skemmtu sér vel á tíu ára endurfundum krakkanna úr Bugsy Malone. Álfrún Örnólfsdóttir leikkona er lengst til hægri á myndinni. Hún segir endurfundina hafa verið mjög skemmtilega. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lagerútsala í Faxafeni 11 (gamla Leikbæjarhúsinu) Jólavörur, gjafavörur, servíettur, kerti og margt fl eira. Tökum daglega upp nýjar vörur. Opið frá 11 - 18 alla daga, líka um helgar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.