Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 34
18 30. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is ÍTALSKA LEIKKONAN MONICA BELLUCCI ER FERTUG Í DAG. „Tíminn eyðileggur allt.“ Monica Bellucci náði heimsat- hygli með leik sinum í mynd- unum Malèna, Brotherhood of the Wolf og Irréversible. Lagadeild Háskóla Íslands fagnar því á morgun að liðin eru eitt hundrað ár frá því að lagakennsla hófst á Íslandi. Af því tilefni verður öllum lögfræðing- um landsins, um 1.500 talsins, boðið til afmælismóttöku á Háskólatorgi, auk laganema við deildina og annarra vel- unnara. „Við það tækifæri verður útgáfu Lögfræðiorðabókar, í ritstjórn Páls Sigurðssonar prófessors við lagadeild- ina, fagnað en hún er sú fyrsta sinn- ar tegundar,“ segir Björg Thorarensen deildarforseti lagadeildar Háskóla Ís- lands. „Í henni er að finna samansafn hugtaka og lagamáls sem hefur mótast á síðastliðinni öld. Þar eru hátt í 13.000 uppflettiorð og hefur ritið ótvírætt notagildi fyrir lögfræðinga. Það er þó ekki síður gagnlegt fjölmiðlamönn- um en fréttaflutningur af lögfræðileg- um málefnum vegur jafnan þungt. Þá er ritinu ekki síst ætlað að höfða til al- mennings og stuðla að auknum skiln- ingi á lögfræðilegri orðræðu.“ Afmælisdagskránni verður svo haldið áfram og efnt til hátíðarmál- þings sem ber yfirskriftina Lögfræði og laganám í aldarspegli. Í tengslum við það verða flutt erindi og fyrirlestr- ar langt fram á vor. „Þar verður meðal annars fjallað um lögfræði og laga- nám á Íslandi frá sjónarhóli sagnfræði og heimspeki og tekist á við spurning- ar um hlutverk lögfræðinnar í nútím- anum. Ýmsum erlendum fyrirlesurum verður boðið til landsins. Má þar nefna Antonin Scalia, dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna, og Rosalyn Higgins, fyrstu konuna sem var skipuð í starf dómara við Alþjóðadómstólinn í Haag, en hún er núverandi forseti dómsins. Eins fáum við þekkta erlenda fyrirles- ara sem fjalla um hafrétt og umhverf- isrétt en lagadeild Háskóla Íslands hefur viljað marka sér sérstöðu á því sviði,“ segir Björg. Að hennar sögn hefur margt breyst frá því að lagaskólinn tók til starfa árið 1908 og fram til dagsins í dag, en skólinn varð að lagadeild við stofn- un Háskóla Íslands árið 1911. „Stofn- un lagaskólans var stórt skref í sjálf- stæðisbaráttu Íslendinga enda mik- ilvægt að kennsla og rannsóknir í íslenskum lögum færu fram á Íslandi. Eins að embættismenn hefðu íslenska lögfræðimenntun í stað menntunar frá Kaupmannahafnarháskóla,“ segir Björg. „Í fyrstu var skólinn dæmi- gerður embættismannaskóli en eftir því sem fram liðu stundir var meira lagt upp úr rannsóknum og alþjóðlegri samvinnu og í dag starfar hann á mun breiðari grundvelli.“ Þegar lagaskólinn tók til starfa voru nemendurnir átta en í dag eru 750 nem- endur við deildina. „Það felst mikil hvatning í því að nú á þessu hundr- aðasta starfsári eru 300 nemendur að hefja nám við deildina en þeir hafa aldrei verið fleiri,“ segir Björg og nefnir ýmsar skýringar á því. „Það er mikill áhugi á lögfræði í samfélaginu og fólk veit að þetta er háskólanám sem nýtist vel. Þá fórum við í öfluga kynningu á náminu í vor sem hefur skilað sínu. Eins er því hald- ið fram að margir vilji nýta tímann nú á meðan samdráttur er í efnahagslíf- inu og næla sér í háskólagráðu sem nýtist í framtíðinni.“ Björg segir aðsóknina sérstaklega ánægjulega í ljósi aukinnar samkeppni en frá árinu 2002 hefur lagadeild- in verið í samkeppni við þrjár aðrar lagadeildir: við Háskólann í Reykja- vík, Háskólann á Bifröst og Háskól- ann á Akureyri. „Við bjuggumst við því að nemendafjöldinn myndi ef til vill dreifast meira en í stað þess hefur áhuginn aukist og ljóst að lagadeild- in heldur umtalsverðu forskoti,“ segir Björg glöð í bragði. Hún segir lögfræðina góðan grunn fyrir hinar ýmsu greinar og að marg- ir ráðamenn þjóðarinnar og forvígis- menn stjórnmálaflokka hafi útskrifast frá lagadeild. „Eins nýtist námið víða í atvinnulífinu en lögfræðin kemur við nánast öll svið daglegs lífs hvort sem það er í starfi eða einkalífi.“ vera@frettabladid.is LAGADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS: FAGNAR ALDARAFMÆLI Nýnemar aldrei fleiri MIKIL HVATNING Björg Thorarensen segir Lögfræðiorðabók, í ritstjórn Páls Sigurðssonar prófessors við lagadeild Háskóla Íslands, hafa mikið notagildi fyrir lögfræðinga og fjölmiðlafólk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MERKISATBURÐIR 1148 Bærinn í Hítardal í Mýra- sýslu brennur til kaldra kola. Þar farast meira en 70 manns, þar á meðal biskupinn í Skálholti, Magnús Einarsson. 1966 Botsvana fær sjálfstæði frá Bretlandi. 1994 Brú, 302 metrar að lengd, er tekin í notkun yfir Kúðafljót. Við það stytt- ist hringvegurinn um átta kílómetra. 1996 Eldgos hefst undir Vatna- jökli 30. september og stendur til 13. október. 2005 Umdeildar skopteikning- ar af Múhameð spámanni birtast í danska dagblað- inu Jyllandsposten. 2006 Bandaríkjaher yfirgef- ur formlega herstöðina á Keflavíkurflugvelli. Sjónvarpið hóf útsending- ar þennan dag árið 1966. Sjónvarpið er deild innan Ríkisút- varpsins, RÚV, sem einnig rekur þrjár út- varpsstöðvar. Í fyrstu var sjón- varpað tvisvar sinnum í viku, á miðvikudög- um og föstudögum. Útsendingum fjölg- aði þó jafnt og þétt og lengi vel var sjón- varpað alla daga nema fimmtudaga. Sjónvarp- ið fór í sumarfrí í júlí ár hvert, allt til ársins 1983 og þá lágu útsending- ar niðri. Það var svo í október árið 1987 sem byrj- að var að sjónvarpa alla daga vikunnar. Áður en Ríkis- útvarpið var stofn- að hafði Kana- sjónvarpið svo- nefnda verið með útsendingar en bandaríski herinn á Miðnesheiði hélt þeim úti. Fréttaþjónusta Ríkissjónvarps- ins efldist til muna þegar erlendar fréttir fóru að ber- ast til landsins í sept- ember árið 1981 í gegnum jarðstöðina Skyggni í Mosfellsbæ. ÞETTA GERÐIST: 3 0. SEPTEMBER ÁRIÐ 1966 Sjónvarpið hóf útsendingar „Ég hallast að því að þær áhyggjur sem menn höfðu þegar lagst var í hleranir hafi kannski verið ástæðulausar þegar fram í sækir,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Hann heldur erindi í fundaröð Sagnfræðingafélags Íslands í dag um ástæður hlerana í kalda stríðinu. Guðni mun í erindi sínu rýna í ástæður þess að óskað var eftir og gefið leyfi fyrir hlerunum. „Ég ætla að reyna að færa umræðuna aðeins áfram. Menn hafa ýmist talið hleranir nauðsynlegar vegna mótmæla flokks sem hafði byltingu á stefnuskrá eða óþarfar og ólöglegar og innrás í einkalíf. Ég ætla að skoða hvert tilfelli fyrir sig og hvort ástæða hafi verið fyrir þeim ótta sem kallaði á hleranir eða ekki.“ Guðni segir oft erfitt að sjá samhengið á milli ótta við óspektir og hlerana hjá ákveðnum einstaklingum. „Það er óljóst af hverju sumir voru hleraðir. Í eitt skiptið virðist alnafni manns hafa verið hleraður fyrir misgáning og af einhverjum ástæðum var góður og gegn sjálfstæðismaður hleraður. Þá skilur maður ekki, fyrst leyfðar voru hleranir á annað borð, af hverju var ekki beðið um hleranir við önnur sambærileg tilefni.“ Guðni heldur erindi sitt í Þjóðminjasafni Íslands klukkan 12.05 í dag. Hleranirnar í raun óþarfar ÁSTÆÐULAUS ÓTTI Guðni telur að stundum hafi ótti sem kallaði á hleranir verið ástæðuaus. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Starfsmenntunarsjóður Bandalags kvenna í Reykja- vík verður með markaðs- sölu að Hallveigarstöð- um, Túngötu 14, klukkan 13 næstkomandi laugardag. Ágóði af markaðnum fer til að styrkja ungar konur til framhaldsnáms. Fjáröflunarnefndin tekur við alls konar varningi og kompudóti á Hallveigarstöðum frá klukkan 18 til 22 næstkomandi föstudag. Þeim sem vilja styrkja gott málefni og taka til í geymslunum hjá sér er velkomið að koma með dót að Hallveigarstöðum. Ungar konur styrktar Tekið verður við varningi á Hall- veigarstöðum á föstudaginn. Okkar ástkæra, Gunnlaug F. Olsen Kirkjuvegi 14, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 25. september. Hún verður jarðsungin frá Keflavíkur- kirkju fimmtudaginn 2. október kl. 14.00. Jón Kr. Olsen Júlía S. Olsen Helga R. Taylor Jessie W. Taylor Henry Olsen Rut Olsen Ingólfur Halldórsson Gunnlaug Olsen Hólmar Gunnlaugsson Jóna Kr. Olsen Helgi Olsen Kristján Helgi, Emelía Rut, Ásthildur Eva og aðrir afkomendur. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík • 566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali Ástkær systir mín og frænka, Hrund Tryggvadóttir frá Miðgerði, andaðist miðvikudaginn 24. september 2008 á Dvalarheimilinu Hlíð. Útförin mun fara fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda. Björg Sigríður Tryggvadóttir Heiða Guðrún Vigfúsdóttir Hafdís Guðfinna Vigfúsdóttir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.