Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.09.2008, Blaðsíða 2
2 30. september 2008 ÞRIÐJUDAGUR FLÓTTAMENN Enginn var handtekinn í framhaldi af aðgerð lögreglu og Útlendingastofnunar, þann 11. sept- ember, þegar lögregla réðst inn til 42 hælisleitenda í Reykjanesbæ, staðfestir Jóhann R. Benediktsson, fráfarandi lögreglusstjóri á Suður- nesjum. Aðgerðin er nú rannsökuð fyrir Rauða kross Íslands af lögmanna- stofu. Hefur Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri RKÍ, sagt að svona aðgerðir eigi að byggja á rök- studdum grun og að eftirtekjur af rassíunni hafi verið rýrar, enda enginn handtekinn. En Jóhann segir að fólkið hafi ekki verið grunað um glæp. „Nei, það sem við grunuðum þetta fólk um var það sem kom á daginn; að þau væru með skilríki og að leyna uppruna sínum og að torvelda rannsókn málsins. En við fögnum þessari rannsókn, hún mun vonandi leiða í ljós að meðalhófs hafi verið gætt og allra réttinda þeirra sem leitað var hjá,“ segir Jóhann. Haukur Guðmundsson hjá Útlendingastofnun segir það „nýstárlega hugmynd hjá Rauða krossinum að fela lögmönnum sínum að fara yfir niðurstöðu dóm- stóla eða yfir framkvæmd þar sem lögmaður var skipaður til að gæta hagsmuna þolenda. Það er þó enn nýstárlegra að slíkt verkefni lög- manna Rauða krossins eigi að kall- ast óháð rannsókn.“ - kóþ / sjá síðu 12 Guðbjörg, hafa þessi börn braggast vel? „Já. Betur en margir aðrir í þjóðfé- laginu.“ Guðbjörg Benjamínsdóttir skipuleggur þessa dagana endurfundi barna sem bjuggu í braggahverfunum við Suður- landsbraut, Múlakampi og Herskála- kampi. Fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum fagnar rannsókn á flóttamannarassíu: Fólkið lá ekki undir grun JÓHANN R. BENEDIKTSSON LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær mann á Fitjum við Njarðvík. Maðurinn er hælisleitandi og hefst við í húsnæði, sem ætlað er þeim, við Fitjar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var maðurinn með yfirgang og talinn hættulegur umhverfi sínu; þar með talið öðrum hælisleitendum. Ekki fékkst uppgefið í hverju sú ógn fólst. Sérsveitarmenn voru kallaðir á staðinn og aðspurð sagði lögregl- an að þeir hefðu verið á svæðinu og því kallaðir til. Það væri alvanalegt við svona aðstæður og ekki sérstaklega tengt því að um hælisleitanda var að ræða. - kóp Lögregluaðgerð á Fitjum: Hælisleitandi handtekinn VEL BÚNIR Lögreglumennirnir sem handtóku hælisleitandann voru vel búnir. MYND/VÍKURFRÉTTIR SLYS Þráinn Bj. Farestveit fram- kvæmdastjóri bjargaði ökumanni út úr brennandi bíl á Reykjavegi um klukkan hálf fimm í gær. Að sögn lögreglunnar hafði gaskútur í bíl mannsins sprungið en eldur- inn fór einnig yfir í bíl Þráins og urðu báðir bílarnir fljótlega alelda. „Ég kom keyrandi út úr hring- torginu, þá verður þessi rosalega sprenging í bílnum sem er á undan mér,“ segir Þráinn. „Ég sé að bíll- inn er í ljósum logum og það er maður inni í bílnum svo ég fer út úr bílnum mínum og fer að huga að manninum. Þegar ég kem að þá sé ég að hann er greinilega nokkuð illa brunninn, það logaði til dæmis enn í hárinu á honum. Ég náði að slökkva þar sem logaði í honum. Ég hugsaði náttúrulega um það fyrst að reyna að koma honum út úr bílnum og því gafst mér ekki færi á að reyna að slökkva eldinn í bílunum tveim. En það var ekki hægt að opna dyrnar á bíl manns- ins. Hurðirnar hafa greinilega orðið fyrir svo miklum þrýstingi að þær urðu óvirkar svo ég varð að reyna að koma honum út um gluggann. Það gekk reyndar nokk- uð erfiðlega til að byrja með því hann var í belti og vildi ekki þýð- ast mig þegar ég var að reyna að biðja hann um að losa sig. Kannski heyrði hann ekkert í mér eða var bara í svo miklu ójafnvægi. Þegar það tókst að koma honum úr bíln- um sá ég að bíllinn var orðinn alelda.“ Maðurinn var fluttur á spítala en ekki er vitað frekar um líðan hans. Þetta er í annað sinn sem Þráinn kemur bílstjóra í bráðum háska til hjálpar því fyrir tveimur árum kom hann að slysstað á Hellis- heiði. Í flaki bílsins var ung kona sem var klemmd þannig að ekki var hægt að ná henni út en Þráinn náði að beygja til bílsæti sem þrengdi svo að henni að hún náði ekki andanum. „Í báðum þessum tilfellum fór betur en á horfðist,“ segir Þráinn. Spurður hvort hann hafi þegið einhverja áfallahjálp eftir slysið á Reykjavegi segir hann: „Nei, ég var reyndar að koma úr Laugum þegar þetta kom upp á, ætli ég fari ekki þangað aftur og taki á því til að ná stress- inu úr mér.“ jse@frettabladid.is Bjargaði bílstjóra úr brennandi bifreið Vegfarandi bjargaði bílstjóra úr logandi bíl skammt frá Laugardalnum í gær. Gaskútur sprakk í bílnum sem varð alelda rétt eins og bíll bjargvættarinnar. Þetta er í annað sinn sem hann bjargar bílstjóra í bráðum háska. Á VETTVANGI Hér er Þráinn á vettvangi. Hann bjargaði lífi manns sem ók um Reykja- veg þegar gaskútur sem var í bíl hans sprakk. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HAUKUR GUÐ- MUNDSSON STJÓRNMÁL Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra heilsast vel, eftir að hún gekkst undir aðgerð á Mount Sinai sjúkrahúsinu í gær. Veikindi hennar uppgötvuðust fyrir um viku síðan og eru rakin til meins í fjórða heilavökvahólfi, segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Ákveðið var að hún færi í aðgerðina í Bandaríkjunum í kjölfar rann- sókna síðastliðinn föstudag og í samráði sérfræðinga á Landspít- ala og lækna á sjúkrahúsinu ytra. Óvíst er hversu lengi ráðherra verður frá vinnu vegna þessa. - kóþ Veikindi utanríkisráðherra: Heilsast vel eftir aðgerð INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR LÖGREGLUMÁL Rannsókn á morðinu á Hrafnhildi Lilju Georgsdóttur, sem fannst látin í Cabarete í Dóminíska lýðveldinu á mánudag fyrir viku, er enn í fullum gangi samkvæmt upplýsingum sem upplýsingadeild lögreglunnar þar í landi veitti Fréttablaðinu. Alþjóðadeild Ríkislögreglu- stjóra hefur verið í sambandi við Interpol í Dóminíska lýðveldinu að sögn Smára Sigurðssonar, yfirmanns deildarinnar. - jse Morð í Dóminíska lýðveldinu: Rannsókn er enn ekki lokið FJÖLMIÐLAR „Þetta hafa verið mjög gagnlegar viðræður, þótt endan- leg ákvörðun liggi ekki fyrir,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365, en góður gangur hefur verið síðustu daga í viðræðum stærstu eigenda Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins og 24 stunda, og 365 hf., sem rekur meðal annars Fréttablaðið, Bylgjuna og Stöð 2. Samkvæmt heimildum Markað- arins er gert ráð fyrir að Frétta- blaðið og Pósthúsið renni inn í Árvakur hf. og eignist 365 með því hlut í félaginu. Ari segir að þetta hefði engin áhrif á útgáfu Fréttablaðsins, en mikið hagræði geti legið í samstarfi á sviði framleiðslu og dreifingu. Viðskiptin yrðu háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. - bih 365 og Árvakur: Árangursríkar viðræður BANDARÍKIN Bandaríkjaþing felldi í gær naumlega frumvarp um 700 milljarða dala björgunará- ætlun fyrir fjármálakerfi lands- ins. Tveir þriðju repúblíkana greiddu atkvæði gegn, og fjórir af hverjum tíu demokrötum. Andstæðingar frumvarpsins segja það hroðvirknislega unnið og að auki sé allsendis óljóst að það muni binda endi á fjármála- kreppuna. Demókratar gagn- rýndu þingflokksforystu rep- úblíkana fyrir að hafa svikist um að tryggja frumvarpinu stuðn- ing, en margir þingmenn rep- úblíkana sögðust ósáttir við að demokratar hefðu reynt að gera frumvarpið flokkspólítískt, og bentu meðal annars á ræðu Nancy Pelosi sem fylgdi frumvarpinu úr hlaði með mjög harðri gagn- rýni á efnahagsstefnu ríkis- stjórnar Bush. Forystumenn beggja flokka hafa heitið því að gera aðra tilraun til að koma frumvarpinu í gegn sem fyrst. Hlutabréf féllu þegar við opnun markaða, en verðfallið breyttist í hrun eftir að ljóst var um afdrif frumvarpsins. Dow Jones hluta- bréfavísitalan féll um sjö prósent eða 777,68 punkta, en hún hefur aldrei fallið jafn mikið á einum degi. Markaðsvirði skráðra félaga rýrnaði um 1.200 milljarða dollara, sem er mesta verðrýrn- un á einum degi í sögu kauphall- arinnar. -msh HRUN Verðfall gærdagsins er hið versta í sögu Wall Street. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafnar björgunaráætlun fyrir fjármálakerfið: Mesta hrun í sögu Wall Street STJÓRNMÁL Jón Magnússon var kjörinn formaður þingflokks Frjálslynda flokksins í gær. Tekur hann við embættinu af Kristni H. Gunnarssyni en grunnt hefur verið á því góða milli þeirra að undanförnu. „Ég er mjög ósáttur,“ sagði Kristinn í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi. „Formaðurinn hafði áður tilkynnt að hann hygðist ekki gera breytingar en hann hefur greinilega látið undan þrýstingi, hótunum og ófræging- arherferð Nýs afls.“ Spurður hvort hann ætli að starfa áfram innan Frjálslynda flokksins svaraði Kristinn: „Það mun skýrast fljótlega .“ - bþs Þingflokkur Frjálslyndra: Jón formaður BÍLLINN Í LJÓSUM LOGUM Ekki leið á löngu uns bíllinn varð alelda. MYND/SIGURÐUR BJARNI GÍSLASON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.