Fréttablaðið - 30.09.2008, Síða 37

Fréttablaðið - 30.09.2008, Síða 37
ÞRIÐJUDAGUR 30. september 2008 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 30. september ➜ Kvikmyndir RIFF Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stendur yfir til 5. okt. Nánari upplýsingar á www.riff.is. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Röksemdir að láni Dr. Rachael Lorna Johnstone flytur fyrir- lestur í Háskólanum á Akureyri, L 201, Sólborg v/Norðurslóð. 12.05 „Með því að óttast má ...“ Guðni Th. Jóhannesson heldur fyrirlestur um ástæður símhler- ana í kalda stríðinu í fyrirlestrar- sal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu. ➜ Fræðsla 20.40 Hagkvæmur rekstur og heimasæla Hagnýt fræðslukvöld í safnaðarheimili Laugarneskirkju. Bjarni Karlsson sóknarprest- ur, Margrét Sigfúsdóttir hússtjórnarkenn- ari og Snorri Halldórsson kerfisfræðingur og bankamaður annast fræðsluna. Allir velkomnir og þátttaka ókeypis. ➜ Ljósmyndasýningar Hjólin í Kína Jóhann Hansen sýnir ljósmyndir í kaffihúsinu Bifröst í Háskólanum á Bifröst. Sýningin stendur til 18. okt. og er opin virka daga frá kl. 8.00 - 22.00 ➜ Myndlist Fjör í flæði Gegga sýnir verk í Kaffitári, Stapabraut 7, Reykjanesbæ. Opið mán. - föst. kl. 9.00 - 17.00 og lau. kl. 11.00 - 16.00. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Norski danshöfundurinn Ina Chri- stel Johannessen hlaut í síðustu viku Norsku gagnrýnendaverð- launin fyrir verk sitt Ömbru sem hún samdi fyrir Íslenska dans- flokkinn og dansflokkinn Carte Blanche í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík og Listahátíðina í Bergen. Verkið var sýnt hér á Íslandi í byrjun sumars við góðar undirtektir gagnrýnenda og áhorf- enda, og hefur síðan verið sýnt bæði í Bergen og í Ósló. Ina Christel Johannessen er einn af áhugaverðustu danshöf- undum Evrópu um þessar mundir. Hún samdi Ömbru í samstarfi við íslensku tónlistarkonurnar Kiru Kiru og Hildi Ingveldardóttur Guðnadóttur ásamt Þjóðverjanum Dirk Desselhaus. Um 20 dansarar taka þátt í sýningunni ásamt myndarlegri beinagrind úr stór- eflis hval. Í umsögn sinni um Ömbru sagði dómnefnd Norsku gagnrýnenda- verðlaunanna að verkið væri stór- sýning sem markaði sannkölluð tímamót fyrir listgreinarnar dans, tónlist og sjónræna sköpun. Dóm- nefndin sagði enn fremur að hreyfingar dansaranna ljæðu verkinu sinfónískan blæ og að það myndi eflaust eiga sér langan líf- tíma. Ekki amaleg umsögn það. Í fréttatilkynningu sem Íslenski dansflokkurinn sendi frá sér í til- efni verðlaunanna kemur fram ánægja með vel heppnað samstarf danshöfundar og dansflokka. „Ina og hennar samstarfsfólk sem og dansarar flokkanna beggja eru vel að þessum verðlaunum komin og erum við stolt af þessu vel heppn- aða norræna samstarfi,“ segir Katrín Hall, listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins. - vþ Ina verðlaunuð VERÐLAUNUÐ DANSSÝNING Sýningin Ambra hlaut nýverið Norsku gagnrýnenda- verðlaunin. DAGSKRÁ: 8.30 – 9.00 Móttaka ráðstefnugesta. 9.00 – 9.05 Opnun ráðstefnu: Þröstur Olaf Sigurjónsson, Háskólanum í Reykjavík. 9.05 – 9.15 Ásta Möller, alþingismaður og formaður heilbrigðisnefndar, flytur erindi um stefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum. 9.15 – 9.40 Valgarð Sverrir Valgarðsson, Rannsóknarmiðstöð um einkaframkvæmd: What are they doing? - Private provision in health care in three neighbour countries. 9.40 – 10.05 Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur, Ph.D.: Governing the health care system within the framework of government new policy. 10.05 – 10.20 Kaffi 10.20 – 10.55 Jörgen Lindell, Nutek, Swedish Agency for Economic and Regional Growth: Profit, private delivery and patient choice - recent changes in Swedish health care. 10.55 – 11.30 Nigel Edwards, Policy Director of The National Health Service (NHS), UK: Market mechanisms for reforming healthcare. 11.30 – 12.00 Panel umræður. Fundarstjóri er Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, heilsuhagfræðingur. Þátttaka á ráðstefnunni sem fer fram á ensku, er ókeypis. Skráning er á skraning@ru.is Frekari upplýsingar veitir Þröstur Olaf Sigurjónsson, Háskólanum í Reykjavík, 5996200. FJÖLBREYTT REKSTRARFORM Í HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU: TIL HVERS? r Ráðstefna 31. október á vegum Háskólans í Reykjavík haldin á Grand Hótel, Sigtúni kl. 8:30 - 12:00 Fundarherbergi - Náðu athygli, náðu árangri

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.