Fréttablaðið - 03.10.2008, Síða 2

Fréttablaðið - 03.10.2008, Síða 2
2 3. október 2008 FÖSTUDAGUR dy.is Diddy.is y.is Diddy.is ddy.is Diddy.iDiddy.is Diddy.is Faxafeni 14. Fallegar vörur og frábært verð, sjón er sögu ríkari Erum með mikið úrval af buxum, peysum og toppum í stærri stærðum, ásamt mittisúlpum með loðkraga. Did Didd Did FÉLAGSMÁL Koma á upp göngudeild fyrir kynferðisbrotamenn á aldrinum þrettán til átján ára á vegum Barnahúss á næsta ári. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnahúss, segir að vegna þeirra staðreyndar að rúmlega helm- ingur kynferðis- brotamanna hefji sinn brota- feril fyrir fimmtán ára aldur hafi lengi verið kallað eftir fjármagni til þess að reka sérstaka deild fyrir þessi ungmenni. Það hafi ekki fengist fyrr en nú en í fjár- lagafrumvarpi er gert ráð fyrir að sjö og hálf milljón renni til Barna- húss vegna reksturs göngudeildar fyrir þennan hóp. Um þriðjungur geranda í kynferðisbrotum er nú undir átján ára aldri. „Með þessu er hægt að forða mörgum fórnarlömbum auk þess sem meðferðarárangur er almennt séð meiri eftir því sem gerendur í kynferðisbrotum eru yngri þegar meðferð hefst. Það er því til mikils að vinna að geta tekið á vandanum strax,“ útskýrir Bragi og bætir við að kynferðisbrotamenn verði ekki til á einni nóttu. „Þetta er þróun sem þarf að grípa inn í strax,“ segir hann. Bragi segir það hafa verið mat þeirra sem starfa á vegum Barna- verndarstofu að um tuttugu til þrjátíu ungmenni þurfi á þessari aðstoð að halda árlega. Svo virðist sem þessi hópur hafi farið stækkandi síðustu ár. Vitað sé að hluti þessara ungmenna átti sig fljótlega á því að það sem þau hafa gert er rangt. Fræðin sýni að af þessum hópi haldi um fimmtán prósent og upp í helming áfram að brjóta af sér. Bragi segir að hingað til hafi verið reynt að vinna með unga gerendur í kynferðisbrotamálum á meðferðarheimili hér á landi en reynslan sýni að það sé ekki heppi- legt að vista þennan hóp barna og unglinga á slíkum stofnunum. Bæði geti það haft í för með sér svokölluð smitáhrif, ógnað öryggi annarra auk þess sem þeir hafi lent í einelti á stofnununum. Betra sé því að vinna með þennan hóp á göngudeildum en með innlögnum. Enn sem komið er sé ekki búið að taka ákvörðun um hvar göngu- deildin eigi að vera til húsa. „Við höfum séð gríðarlega góðan árangur af sams konar starfi í nágrannalöndum okkar og vonumst til þess að svo verði einnig hér,“ segir hann en einkum verður litið til þeirrar meðferðar sem fer fram í Danmörku við útfærslu á meðferð hérlendis. karen@frettabladid.is Barnungir kynferðis- brotamenn fá aðstoð Rúmlega helmingur kynferðisbrotamanna hefur brotaferil sinn fyrir 15 ára aldur. Forstjóri Barnaverndarstofu telur að um 20 til 30 ungmenni þurfi á með- ferð að halda árlega. Opna á sérstaka göngudeild fyrir þessi ungmenni í bráð. BRAGI GUÐBRANDSSON TIL MIKILS AÐ VINNA Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir árangur af meðferðarvinnu með unga kynferðisbrotamenn mikinn. Um þriðjungur gerenda í kynferðisbrotamálum er nú undir átján ára aldri. Bragi telur að um það bil tuttugu til þrjátíu ungmenni þurfi nú á meðferð að halda árlega. NORDICPHOTOS/GETTY Óskar, ætlið þið að stokka spilin? „Er ekki „Stokkum upp“ ágæt þýðing á „New Deal“?“ Sex mánaða uppgjör Reykjavíkurborgar og aðgerðaáætlun verða lögð fram í næstu viku. Svo gæti farið að ellefu millj- arða umferðarstokki verði frestað. Óskar Bergsson er formaður borgarráðs. VIÐSKIPTI „Það ber nokkuð á því að menn séu til í að lækka verðið verulega til að flýta fyrir sölu,“ segir Pétur Þór Gunnarsson, eigandi Gallerís Borgar, um lista- verkasöluna um þessar mundir. Hann nefnir dæmi um mynd sem galleríið er með í umboðssölu og var metin á um fjórar milljónir fyrir ári en nú er eigandinn tilbúinn til að selja hana á þrjár. Eins er mynd eftir Tolla í gallerí- inu sem metin hefur verið á 1,2 milljónir en nú býðst hún á 550 þúsund krónur. Hann segir að nú, eins og venju- lega þegar kreppi að, sé mikið framboð af málverkum. „Þegar framboðið er mikið lækkar verðið náttúrulega. Ég tel að myndlist hafi lækkað í verði síðustu mánuð- ina um svona tuttugu prósent,“ segir hann. Elínbjört Jónsdóttir, eigandi Gallerí Foldar, segist ekki verða eins vör við þessa þróun. „Eitt- hvað höfum við orðið vör við það að fólk sé að spá í það hvaða verk sé best að selja til að losa um pen- inga en það er þó ekki mjög mikið af því,“ segir hún. Pétur Þór segir að í Danmörku hugi margir að listaverkum sem fjárfestingu þegar kreppir það. „En það er ekki hefð fyrir þessu hér á landi en Kjarval verðfellur ekki og týnist eins og hlutur í Glitni,“ segir hann. - jse Listaverk lækka verulega í verði þegar eigendur vilja flýta fyrir sölu: Verk á hálfvirði í kreppunni PÉTUR ÞÓR GUNNARSSON Lausafjár- kreppa veldur því að nú gefst færi á að kaupa málverk á verulega lágu verði. LÖGGÆSLA „Það komu fjórir óeinkennisklæddir lögreglumenn og skelltu mér í handjárn,“ segir Gísli Guðmundsson, aðalræðismaður Suður-Kóreu, sem átti sér einskis ills von, þar sem hann sat í flugstöðvar byggingunni í Frankfurt í fyrradag og beið eftir flugi heim. Gísli hafði verið í Moskvu. Þar keypti hann eftirlíkingu af vélbyssu í búð. Með henni fékk hann pappíra á nokkrum tungumálum þess efnis að byssan væri eftirlíking. „Þetta var plastbyssa með einhverjum smá málmi,“ útskýrir hann. Þegar Gísli hélt frá Moskvu til borgarinnar Samara í Rússlandi, þar sem hann ætlaði að veiða villisvín og hitta vini sína, var taskan hans opnuð á flugvellinum. „Þeir hlógu eins og vitlausir menn þegar þeir sáu byssuna; hvað maður á þessum aldri væri að gera með svona leikfang,“ segir Gísli. Í Samara var farangur Gísla bókaður til Íslands í gegnum Frankfurt. Og á síðarnefnda flugvellinum byrjaði ballið. Hann var handtekinn „fyrir framan 120 manns“ eins og hann segir og færður til þriggja klukkustunda yfirheyrslu vegna byssunnar, sem sést hafði í töskunni við öryggisleit. Af vélinni missti hann, en er nú kominn heim. Plastbyssan er enn í höndum þýsku flugvallarlögreglunnar. - jss GÍSLI GUÐMUNDSSON Segir mjög neyðarlegt og leiðinlegt að lenda í svona. En þegar fólk hafi hreina samvisku sé ekkert að óttast. Gísli Guðmundsson aðalræðismaður komst í hann krappan í Frankfurt: Handtekinn vegna plastbyssu MANNFAGNAÐUR Talsvert fjár- magn mun streyma um götur Borgarness á morgun. Það er áhættufé þótt það rýrni minna en annað fé um þessar mundir, að sögn Gísla Einarssonar frétta- manns. Hér á hann við sauðfé enda stendur hann fyrir hátíð sem hann kallar Sauðamessu, ásamt Bjarka Þorsteinssyni. Hún verður í Skallagrímsgarði, sem Gísli segir vannýttan afrétt í hjarta bæjarins. Ókeypis kjötsúpa verður í boði og fjöldi skemmtiatriða, meðal annars keppni í ólympíugreinum eins og sparðatíningi og fjár- drætti. Í lokin verður hlöðuball þar sem ærlega verður skvett úr klaufunum. - gun Sauðamessa í Borgarnesi: Ærlega skvett úr klaufunum STJÓRMMÁL Dómsmálaráðuneytið ætar að ýta úr vör verkefni á sviði upplýsingatækni sem kallast lögreglustöð á netinu. Markmið þess er að koma á gagnvirkum þjónustuvef lögreglu þar sem almenningi gefst meðal annars kostur á að sækja um ýmiss konar leyfi hjá lögreglu, sækja persónulegar upplýsingar um sig; til dæmis skoða punktastöðu og skráningu persónuupplýsinga í lögreglu- kerfinu og tilkynna eða kæra tiltekin brot. Óskar ráðuneytið eftir fimm milljónum króna til verkefnisins á fjárlögum næsta árs. - bþs Nýjung í löggæslumálum: Hægt verði að kæra á netinu DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest 65 milljóna króna stjórnvaldssekt á hendur Árdegi fyrir brot á samkeppnislögum. Þetta kom fram í frétt á Vísi.is í gær. Samkeppniseftirlitið hafði komist að því að Skífan, forveri Árdegis, hefði misnotað markaðs- ráðandi stöðu sína með því að gera samninga við Hagkaup um sölu á hljómdiskum og tölvuleikjum. Með samningunum hefðu keppinautar Skífunnar verið nánast útilokaðir frá viðskiptum. Var um ítrekunar- brot að ræða og félagið því sektað um 65 milljónir króna. - ghs Hæstiréttur um Árdegi: Tugmilljóna sekt staðfest EFNAHAGSMÁL Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssam- taka lífeyrissjóða, segir að sjóðirnir neiti ekki viðræðum við stjórnvöld um efnahags- aðgerðir. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir skoðun sambands- ins þá að forsendur kunni að vera fyrir aðkomu sjóðanna. Hvorugur hafði þó heyrt í stjórnvöldum í gær. Gylfi segir ekki útilokað að lífeyrissjóðir yrðu með, lægju fyrir heildstæðar áætlanir, til lengri og skemmri tíma. „Það má vel vera að hægt yrði að sannfæra lífeyrissjóðina um þátttöku í aðgerðum. En við verðum að hafa í huga að hér er um lífeyrissparnað fólksins í landinu að ræða.“ - ikh LL og ASÍ tilbúin til viðræðna: Ekkert rætt við lífeyrissjóðina VEÐUR Þétt snjókoma var á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær og í gærkvöld og lagðist snjóþekja yfir. Theodór Hervars- son veðurfræðingur segir að hætt sé við því að hálka geti verið á götum í morgunsárið og ástæða fyrir fólk að fara varlega á leið í vinnuna í dag. Í dag og á morgun er búist við norðaustanátt og telur Theodór að bjartviðri verði á Suðvesturlandi, jafnframt þurrt og kalt. Á sunnu dag er gert ráð fyrir að hlýni en hvessi jafnframt. „Það verður hlýtt eitthvað fram í næstu viku,“ segir hann. - ghs Höfuðborgarsvæðið: Hætta á hálku eftir snjóinn FYRSTA SNJÓKOMAN Fyrsta snjókoma haustsins var á suðvesturhorni landsins í gærkvöld. Búast má við hálku í dag. SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.