Fréttablaðið - 03.10.2008, Side 11

Fréttablaðið - 03.10.2008, Side 11
FÖSTUDAGUR 3. október 2008 11 Taíland Balí Laos Kambódía Singapúr Arabía Út sk rif ta rf er ði r AUSTURLENZKA ÆVINTÝRAFÉLAGIÐ EHF. www.oriental.is Sími 577 4800 • oriental@oriental.is LÍTTU Í EIGIN BARM Nú stendur yfir lokaáfangi söfnunarátaks Krabbameinsfélags Íslands til að fjármagna kaup á tækjum sem geta greint brjóstakrabbamein á frumstigi betur en eldri búnaður. Einn liður í átakinu er sala á Bleiku slaufunni sem hönnuð er af Henrikku Waage skartgripahönnuði. Til að ná takmarki okkar þurfum við að selja 40.000 slaufur. Sýndu stuðning þinn í verki og settu slaufu í barminn. He nd rik ka W aa ge Lyfjaval FAGLEG, TRAUST OG PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA SÖLUAÐILAR STYRKTARAÐILAR 0 8 -1 8 4 8 / H V ÍT A H Ú S Ð I / S ÍA LÖGREGLUMÁL „Mér finnst svolítið skrýtið að hægt sé að rölta inn í hvaða verkfæraverslun sem er og kaupa tæki og tól sem eru mun hættulegri en sverðið mitt, sem er í raun listaverk,“ segir Jakob Sigurðsson flutningabíl- stjóri frá Vogum á Vatnsleysuströnd. Samúræja- sverð sem Jakob sendi sjálfum sér í pósti frá Bandaríkjunum fyrir tæplega ári er enn í vörslu Tollstjóraembættisins. Jakob festi kaup á sverðinu í Boston í nóvember í fyrra. „Ég vissi að sverðið yrði tekið af mér á flugvellinum og ákvað því að senda það til Íslands í pósti. Skömmu síðar fékk ég bréf frá varðstjóra hjá tollinum þar sem fram kom að ég fengi ekki sverðið vegna þess að það væri oddur á því. Sverðið er óbrýnt og oddurinn því ekki beittur, en ég bauð þeim samt að sverfa oddinn af. Því neituðu þeir, sögðust ekki standa í svoleiðis bulli,“ segir Jakob. „Svo báðu þeir mig um leyfi til að eyða sverðinu en ég samþykkti það ekki. Síðan þá hefur sverðið verið í vörslu tollsins,“ bætir hann við. Sigurður Skúlason aðstoðartollstjóri segist ekki þekkja til þessa tiltekna máls en undrast að sverðið sé enn í vörslu embættisins eftir tæplega ár. Öll sverð séu flokkuð sem vopn og innflutningur þeirra sé því ekki heimill nema með sérstöku leyfi frá Ríkislögreglustjóra. Hann segir mjög algengt að sverð séu gerð upptæk. „Strákarnir hafa gaman af þessu. Líklega eru hundruð sverða sem bíða eyðingar,“ segir Sigurður. - kg Samúræjasverð Jakobs Sigurðssonar hefur verið í vörslu Tollstjóraembættisins í ár: Hundruð sverða bíða eyðingar í tollinum ÓSÁTTUR Jakobi finnst lítið réttlæti falið í því að neita honum um sverðið sitt þegar hann getur keypt „dráps- tól“ eins og þessi í verkfæraverslunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.