Fréttablaðið - 03.10.2008, Side 25

Fréttablaðið - 03.10.2008, Side 25
„Sauðamessan verður í Skalla- grímsgarði sem er vannýttur afréttur í hjarta Borgarness. Þar gefst öllu mannkyni kostur á að rækta sauðinn í sjálfum sér,“ segir Gísli Einarsson og gætir glettni í rómnum þegar forvitnast er um Sauðamessu. Hún hefst á morgun klukkan 13.30 að staðartíma á fjár- rekstri gegnum Borgarnes. „Það verður talsvert fjármagn í þessum rekstri, eitthvað á annað hundrað kindur sem verða síðan í rétt þarna rétt við garðinn. Þetta er eiginlega áhættufé því við vitum ekki hvernig það hegðar sér á leið sinni gegnum bæinn en það er gildur bóndi sem útvegar það.“ Gísli telur upp ýmis skemmtiat- riði sem verða sett á svið, þar á meðal sýningu á nýjustu sauða- tísku. Svo verður efnt til lands- keppni í nokkrum óvenjulegum ólympíugreinum eins og sparðatín- ingi, fjárdrætti og að teygja lopann og smalalegasti gesturinn verður sæmdur smalaprikinu. Smala- hundasýning er á dagskránni og fjölbreytt afþreying fyrir unga sem aldna, allt frá neftóbaksnámskeiði til glímukennslu en hvorki verður kandíflos né hoppkastalar. Í sölu- tjöldum í Skallagrímsgarði verða ýmsar afurðir úr sveitinni til kaups og frí kjötsúpa verður í boði fyrir alla sauðamessugesti. Um kvöldið á svo að sletta ærlega úr klaufunum á hlöðuballi í hálf- byggðri reiðhöll. „Þar verða hey- baggar og trébekkir sem sæti. Svo eru bara ullarfötin sem gilda á ball- inu og of snyrtilegur klæðnaður er bannaður,“ tekur Gísli fram. Hann varar sérstaklega við háum hælum því dansað verður á moldargólfi. „Einn af ráðamönnum bæjarins er Bjarki Þorsteinsson og okkur tvo langaði að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Gísli aðspurð- ur um ástæður sauðamessunnar. „Okkur fannst sauðkindinni ekki hafa verið sýndur nægilegur sómi síðustu ár. Hún hefur mátt þola for- dóma og einelti á köflum þannig að þetta eru eiginlega okkar regn- bogasamtök. Svo er sauðfé það fé sem rýrnar minnst í dag.“ gun@frettabladid.is Sauðfé er það fé sem rýrnar minnst í dag Kunnir smalar úr Borgarfjarðarhéraði og hinir sauðmeinlausu Hvanndalsbræður eru meðal skemmti- krafta á Sauðamessu í Borgarnesi á morgun. Gísli Einarsson fréttamaður er annar tveggja forystusauða. „Okkur finnst sauðkindinni ekki hafa verið sýndur nægilegur sómi síðustu ár,“ segir Gísli, sem leggur gjörva hönd á margt í sveitinni, meðal annars fjárdrátt og sauðburð. Opni Samtakadagurinn verður haldinn í Regn- bogasal Samtakanna ´78 á morgun frá klukkan 13 til 17. Á fundinum verða ávörp, umræður og skemmtiatriði auk þess sem boðið verður upp á kaffi og með því. Annað kvöld verður svo haldið Samtakaball á Café Vict- or sem hefst klukkan 23 og sér Andrea Jónsdóttir um tónlistina. Opni Samtakadagurinn SAMTÖKIN ´78 BOÐA TIL FUNDAR OG DANSLEIKS Á MORGUN. HLÁTURJÓGA er hressandi en á morgun er opinn tími hjá Hláturkætiklúbbnum í húsakynnum Manns lif- andi í Borgar túni. Tíminn er frá 10.30 til 11.30 og eru allir velkomnir. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 1.000 krónur. G ra fís ka v in nu st of an e hf . H H 08 -0 12 8 Hlíðarvegur 7 | 860 Hvolsvöl lur | s : +354 487 8050 | fax: +354 487 8058 | hotelhvolsvol lur@simnet. is | www.hotelhvolsvol lur . is 25. Október Franskt kvöld Gisting, 4 rétta matseðill og vín Lifandi tónlist og ball Verð: 11.500 kr. á mann. 1. og 8. Nóvember Villibráðarkvöld Lifandi tónlist og ball Verð: 10.900 kr. á mann. Villibráð / Jólahlaðborð Frá 14.11.2008 til 20.12.2008 Bjóðum við uppá skemmti legar og matarmiklar helgar með Villibráðarhlaðborði föstudaga og Jólahlaðborði laugardaga. Einnig er lifandi tónlist og ball báða dagana. Gistu tvær nætur á verði einnar! Gestir sem velja Villibráð á föstudag og Jólahlaðborð laugardag greiða aðeins gistingu fyrir eina nótt. 14.11.2008-20.12.2008 Önnur nóttin frí. 18. Október SVIÐAMESSA Veislustjóri: Árni Johnsen Gisting, matur, skemmtiatriði og ball Verð: 8.900 kr. á mann Án gistingar: 4.500 kr. á mann Reykjanesbæ • Hafnargötu 10 • s: 421 4601 • www.rain.is • rain@rain.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.