Fréttablaðið - 03.10.2008, Page 54

Fréttablaðið - 03.10.2008, Page 54
34 3. október 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Hátt í tvö hundruð flytjendur hafa verið bókaðir á Iceland Airwaves-tón- listarhátíðina sem verður haldin í Reykjavík eftir tvær vikur. 117 inn- lendir flytjendur hafa skráð sig til leiks en 49 erlendir. Á meðal þeirra sem hafa bæst í hóp- inn að undanförnu er Gudrun Gut, stofnmeðlimur þýsku hljómsveitarinnar Einstürzende Neubauten. Síðar meir varð hún meðlimur í Mania og lista- rokksveitinni Malaria! sem vakti mikla athygli í byrjun níunda áratugarins. Landi Gudrun Gut, Thomas Fehlman, kemur einnig á Airwaves. Hann hefur átt langan feril og er þekktastur fyrir áralangt samstarf sitt við hljómsveit- ina Orb. Aðrir nýir sem hafa boðað komu sína eru Amiina, Ben Frost, Nico Muhly, Valgeir Sigurðsson, Kasper Björke, Gavin Portland, XXX Rottweiler, Matias Tellez frá Noregi og Morðingjarnir. Áður höfðu sveitir á borð við Boys in a Band, CSS, The Young Knives, Vamp- ire Weekend, FM Belfast, Sprengjuhöllin og Dr. Spock staðfest þátttöku sína. Iceland Airwaves verður haldin á eftir- töldum stöðum: Listasafni Reykjavíkur, Nasa, Tunglinu, Hressó, Organ, 22 og Iðnó. Einnig verður svokölluð „off- venue“ dagskrá á fjölmörgum stöðum í miðbænum. Miðasala fer fram á midi.is og kostar armbandið 8.900 krónur. Hátt í tvö hundruð flytjendur AMIINA Hljómsveitin Amiina hefur bæst við dagskrá Iceland Airwaves sem verður haldin eftir tvær vikur. Útvarpsþátturinn Flex á X-inu hefur verið færður af laugar- dagskvöldum yfir á föstudags- kvöld og verður hann í loftinu frá 19 til 22. Ein af ástæðum þess er sú að hinn gamalgróni þáttur, Party Zone, er á dagskrá Rásar 2 á laugardagskvöldum. Kristinn Bjarnason hjá Flex vill ekki meina að Flex hafi ekki þolað samkeppnina við Party Zone. „Þetta er alls ekki þannig. Ástæðan er sú að þarna voru tveir þættir á sama tíma og það er óplægður akur með föstudag- ana.“ - fb Dansþáttur færður Martin Scorsese mun leikstýra Robert De Niro í glæpamyndinni I Heard You Paint Houses. Þetta verður fyrsta myndin sem þeir félagar gera saman síðan mafíu- myndin Casino kom út árið 1995. Kvikmyndaáhuga- menn eiga vafalítið eftir að fagna þess- um tíðindum því á meðal annarra mynda þeirra eru hinar sígildu Mean Streets, Taxi Driver, Raging Bull og Goodfellas. I Heard You Paint Houses verður byggð á bók eftir Charles Brandt, sem vingaðist við írska leigumorðingjann Frank „The Irishman“ Sheeran, sem lést fyrir fjórum árum. Í bókinni játaði Sheeran á sig fjölda morða, þar á meðal að hafa komið Jimmy Hoffa fyrir kattarnef. De Niro fer með hlut- verk Sheeran og mun jafnframt framleiða myndina ásamt Scorsese og Jane Rosen thal. Vinir starfa saman Ingi Örn Gíslason notar listamannsnafnið Ingi í poppinu. Hann er kominn í góð mál með frumsamda tónlist sína; dvelur þessa dagana í San Francisco og tekur upp plötu með þekkt- um upptökumanni, Scott Mathews. Scott tók hann upp á arma sína eftir að hafa heyrt prufuefni með honum. „Ég var í lagasmíðanámi í Hol- landi og vinur minn hafði tekið upp lög með mér. Hann sendi upp- tökurnar til Scotts, svona aðallega til að fá hans álit á upptökugæðun- um. En Scott varð hrifinn af lög- unum. Eitt leiddi af öðru og nú er ég bara hér í San Francisco og upptökur ganga vel!“ segir Ingi, nývaknaður á hóteli. Hann vinnur að fyrstu sólóplötu sinni í hljóð- veri Scotts, Tiki Town. Scott Mathews á farsælan feril að baki og hefur unnið náið með alls konar snillingum eins og David Bowie, Johnny Cash, Roy Orbison, Ringo Starr, Brian Wil- son og Neil Young. „Hann er nú voða lítið að segja manni bransa- sögur,“ segir Ingi. „Hann vill frek- ar vinna og taka upp.“ Ingi segir Scott hafa ýmsar frumlegar hugmyndir. „Hann stakk upp á því að tækjum hluta af einu lagi upp í einangrunar - klefanum í Alcatraz-fangelsinu. Það lag fjallar um martraðir. Við tókum bara bátinn út í eyjuna og tókum allan túristapakkann í leið- inni. Þarna voru Al Capone og fleiri snillingar geymdir á sínum tíma.“ Ingi segist ekkert hafa spilað á Íslandi en félagi hans í tónlistinni, Birkir Rafn Gíslason, var Í Single Drop á sínum tíma. Birkir er með Inga úti og tekur þátt í plötugerð- inni. Hægt er að hlusta á lög Inga á myspace.com/ingiorngislason. Lögin hans eru hressandi og minna svolítið á sólskinspopparann Jack Johnson. drgunni@frettabladid.is Meikar það í San Francisco SLAPPAÐ AF Í HLJÓÐVERINU Ingi (til vinstri) og Scott Mathews sækja hugmyndir í bók um vanskapanir. DE NIRO Robert De Niro fer með aðalhlutverkið í myndinni I Heard You Paint Houses í leikstjórn vinar síns Martin Scorsese. > SVARTHÖFÐI HEIÐRAÐUR Leikarinn James Earl Jones, sem er þekktastur fyrir að ljá Svarthöfða í Star Wars rödd sína, verður heiðr- aður fyrir ævistarf sitt á Screen Actors Guild-verðlaununum á næsta ári. Jones, sem er 77 ára, var tilnefndur til Óskars- ins árið 1971 og hefur hlot- ið sjö Emmy-verðlaun á ferli sínum. Jones er einnig þekkt- ur fyrir að hafa talað fyrir Mufasa í Disney-myndinni The Lion King. Fyrsta afrek dagsins er góður morgunverður Til að eiga möguleika á góðum árangri, jafnt í námi sem íþróttum, verð ég ávallt að hefja daginn með næringarríkum morgunverði. Ég ætla mér að halda áfram að keppa að góðum árangri. Þess vegna fæ ég mér Kellogg’s Special K í morgunverð til að tryggja að ég fái orku, góða næringu og auðvitað lífsnauðsynleg vítamín og steinefni. Ég mæli með því að þú gerir það líka. Ég hlakka til … …haustsins þegar lífið kemst í fastar skorður á ný. Ég sest á skólabekk og nýr kafli tekur við hjá mér. En eitt breytist ekki – ég fæ mér alltaf Kellogg’s Special K á morgnana. Erla Dögg Haraldsdóttir, nemi og sundkona F í t o n / S Í A F I 0 2 4 2 9 1 specialk.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.