Fréttablaðið - 16.10.2008, Page 48

Fréttablaðið - 16.10.2008, Page 48
28 16. október 2008 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Á morgun frumsýnir Myndform kvikmyndina Konur. Myndin skartar hópi þrautþjálfaðra leikkvenna með þær Meg Ryan og Annette Bening í broddi fylkingar. Hér er á ferðinni endurgerð á samnefndri mynd frá 1939 sem George Cukor vann eftir að hann var rekinn frá Gone with the wind. Mynd sú er sögufræg: 130 konur konu fram í henni og þar var safnað saman öllum helstu leikkonum MGM á sínum tíma. Myndin er gerð eftir samnefndu leikriti eftir Claire Booth Luce sem sýnt var á Broadway 1936, en handritið vann hún árið 1939 ásamt Anitu Loos með aðstoð F. Scott Fitzgerald. Þessi nýja uppsuða úr hárbeittri sýn á stöðu velmegandi kvenna á Manhattan á fjórða áratugnum er tilkomin vegna áhuga Diane English, leikstjóra, handritshöfundar og framleiðanda sem á að baki hina vinsælu þætti um Murphy Brown sem hér voru sýndir fyrir margt löngu. Meðal annarra leikkvenna sem koma fram í þessari nýju gerð er Candice Bergen. Önnur þekkt andlit sem sjást í nýju gerðinni eru Debra Messing, Jada Pinkett Smith, Carrie Fisher og Bette Midler. Konur er kómedía um konur í stórborg, heim giftra kvenna sem búa við velsæld, ekki ólíkt því sem við þekkjum úr Sex and the City, utan þær eru ögn eldri og komnar í hjónaband. Vinátta og vantraust, framhjáhald og fleðuskapur eru blandan í þessum kokteil, sem lýsir fáguðu lífi sem byggir þó á sömu gildum og byggja upp vinahóp og kunningja. - pbb Í kvennafans á Manhattan Kvikmyndin Sex Drive verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi og í Bandaríkjunum á morgun. Segja fróðir menn að hér sé kominn réttmætur arftaki American Pie- myndanna. Í Sex Drive fylgja áhorfendur eftir hinum seinheppna Ian, 18 ára gömlum Bandaríkjamanni, sem á sér þann draum heitastan að missa sveindóminn áður en hann hefur háskólanám að hausti. Honum gengur illa að nálgast konur í sumarstarfi sínu sem kleinuhringjasölumaður og þykir botninum endanlega náð þegar yngri bróðir hans nær sér í kærustu. Ian leitar á náðir veraldar - vefjarins og kynnist þar hinni sjóðheitu Ms. Tasty sem gefur honum til kynna að hún sé til í tuskið. Vandinn er bara sá að Ian þarf að komast frá Chicago til Flórída til þess að láta drauminn rætast. Hann tekur því bíl eldri bróður síns traustataki og leggur af stað í langferð yfir Bandaríkin ásamt tveimur bestu vinum sínum til móts við manndóm sinn og örlög. Það þarf vart að taka það fram að ferðalangarnir lenda í ýmsum ævintýrum á leiðinni og fullorðnast talsvert. Sex Drive er markaðssett sem arftaki American Pie-myndanna, en sá ágæti bálkur naut mikilla vinsælda um heim allan í lok tuttugustu aldarinnar og blábyrjun þeirrar tuttugustu og fyrstu. Yrkisefni myndanna eru enda svipuð; ástin, lífið og ekki síst kynlífið. Myndirnar fjalla um hið viðkvæma skeið þegar unglingsárunum er við það að ljúka og alvara fullorðinsáranna að taka við og þær takast á gamansaman hátt á við hin margvíslegu vandamál sem að fólki steðja á þessum aldri. Það þarf vart að minna kvikmyndaáhugafólk á að American Pie-myndirnar urðu að lokum svo margar að ekki er hlaupið að því að henda reiður á endanlegum fjölda þeirra. Fróðlegt verður að sjá hvort Sex Drive- veldið verður jafnmikið um sig þegar upp er staðið. Kvikmyndagerðarfólkið sem stendur að Sex Drive hefur komið víða við í kvikmynda- og sjónvarpsbransanum vestanhafs. Leikstjóri myndarinnar er Sean Anders, en hann er einnig annar handritshöfunda ásamt John Morris. Nú er bara að bíða og sjá hvort þeir félagar hafa náð að seiða fram grínsmell vetrarins. vigdis@frettabladid.is Ekið inn í fullorðinsárin KVIKMYNDIR Hópur kvenna í safaríkum hlutverkum. Annette Bening í hlutverki sínu í Konum sem sýnd er í Háskólabíói og Laugarásbíói. MYND: MYNDFORM Sænski kvikmyndaleikstjórinn Roy Anderson og framleiðandi hans Pernilla Sandström fengu í gær kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2008 fyrir kvikmyndina Þið, sem lifið: „Í þessari stórkostlegu kvikmynd Þið, sem lifið veltir Roy Andersson fyrir sér lífinu, dauðan- um og veikleikum mannskepnunnar. Með einstökum stílog tilþrifum í myndatöku og frásagnartakti vekur þessi sinfónía daglegs lífs okkur til umhugsunar um gildi kvikmynda, en kennir okkur líka að skynja kvikmyndafrásögn á nýjan hátt. Í stað hefðbundinnar línulegrar frásagnar er Þið, sem lifið gerð úr röð sam- settra atriða, sögubrotum úr heimi sem er í senn dapur og afkáralega fyndinn. Þessar meinfyndnu og tragísku svipmyndir sýna okkur manninn í sinni fegurstu og ljótustu mynd, þær koma okkur til að hlæja og vekja okkur til umhugsunar. Í stuttu máli minnir Þið, sem lifið okkur á kosti kvikmyndarinnar, að hún getur miðlað afar persónulegri sýn á heiminn,“ segir í áliti dómnefndar. Myndin var frumsýnd í Cannes 2007 í Un Certain Regard-keppninni. Hún var framlag Svía til Óskarsverðlaunanna. Hún vann einnig til Gullþrennu-verðlaunanna í Chicago í ár og er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaun- anna. Anderson sagði í gær verðlaunin hafa mikla þýðingu: „ Ég tel ástæðu til að hrósa Norðurlandaráði fyrir viðleitni til að setja kvikmyndina á stall og meta sem æðri list, eins og gert hefur verið með öðrum verð- launum fyrir tónlist og bókmenntir. En auk þess heiðurs sem verðlaunin eru mér skipta þau einnig máli í raun, vegna þess að peningarnir sem fylgja viðurkenningunni veita mér einstakt tækifæri til að flýta rannsókn og handritagerð fyrir næstu kvikmynd mína, en þar mun mér gefast tækifæri til að nýta nýja tækni.“ Roy vann verðlaun Norðurlandaráðs TIL MÓTS VIÐ ÖRLÖGIN Þrjár aðalpersónur Sex Drive komast í hann krappann á ferð sinni um Bandaríkin. Baader Meinhof Komplex, kvik- mynd Uli Edel, skekur nú þýskt samfélag en hún var frumsýnd í þýskumælandi löndum 25. september. Þykir ýmsum nóg um þá athygli sem upprifjun á blýárum Evrópu vekur. Myndin er að fara hinn hefðbundna rúnt um Evrópu. Hún verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í London í nóvember. Hún var frumsýnd í Svíþjóð í gær, en ekki er vitað um frumsýningu hennar hér á landi enn. Í Danmörku verður hún frum- sýnd í apríl, en þar í landi eru menn líka uppteknir af slóð hermdarverkamanna. Baader Meinhof Komplex byggir á stórri rannsókn sem kom út á bók. Skyldur hópur borgarskæruliða í Danmörku, Blekinggadebanden, hefur líka fengið sitt rannsóknarverk í tveimur bindum sem eru efni- viður í kvikmyndir. Stóð lengi í vetur mikill slagur milli Dan- marks Radio og Zentropa og TV2 um rétt á sögunni og er nú að skýrast að tvær langar sjón- varpsseríur verða í boði á dönsku sjónvarpsstöðvunum í vetur sem fjalla um efnið frá ólíkum sjónarhólum. Andstætt blóði drifinni slóð Baader Meinhof í bankaránum, sprengjuárásum og átökum við lögreglu, var hópurinn í Blek- inggade bara í bankaránum, þótt þar félli einn lögreglumað- ur. Hópurinn rændi fjölda banka og kom ránsfengnum í hendur PFLP, samtaka til frelsunar Palestínu. Þeir voru handteknir um síðir rétt eins og Baader Meinhof-hópurinn og dæmdir í fangelsi. Fæstir félagar þýska hópsins kembdu hærurnar: forystumenn hans styttu sér aldur í Stamheim-fangelsinu sem byggt var yfir þau. Ekki er vitað til að íslenskar sjónvarps- stöðvar hafi tryggt sér þessar væntanlegu þáttaraðir. - pbb Terroristamyndir KVIKMYNDIR Stríðið gegn ríkinu – kunn forsíða Spiegel eftir ránið á Schleyer. KVIKMYNDIR Roy Anderson hlaut kvikmyndaverðlaun Norður landaráðs. > Gekko snýr aftur Kvikmyndafyrirtækið Twentieth Century Fox hyggst, í ljósi atburða á efnahagsmörkuðum heimsins, hraða framleiðslu framhalds mynd- ar um ævintýri auðmannsins gráðuga Gordons Gekko, sem Michael Douglas túlkaði á ógleymanlegan hátt í kvikmyndinni Wall Street. Í nýju myndinni þarf Gekko að takast á við óstöðuga fjármálamark- aði 21. aldarinnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.