Fréttablaðið - 16.10.2008, Page 58

Fréttablaðið - 16.10.2008, Page 58
38 16. október 2008 FIMMTUDAGUR N1-deild karla í handbolta Valur – Haukar 35-23 (21-8) Mörk Vals: Elvar Friðriksson 8/1 (15/2), Baldvin Þorsteinsson 6/1 (6/1), Arnór Þór Gunnarsson 6 (8), Sigfús Páll Sigfússon 4 (6), Orri Freyr Gíslason 3 (3), Sigurður Eggertsson 3 (9), Arnar Sveinn Geirsson 2 (2), Ingvar Árnason 1 (2), Ólaf ur Haukur Gíslason 1 (2), Anton Rúnarsson 1 (4) Varin skot: Ólafur Haukur Gíslason 21/2 (42/6 50%), Pálmar Pétursson 2/2 (4/4 50%) Hraðaupphlaup: 8 (Arnór 4, Baldvin 3, Ingvar) Fiskuð víti: 3 (Sigfús Sigurðss., Sigurður, Ingvar) Utan vallar: 16 mínútur Mörk Hauka: Andri Stefan 5 (8), Gísli Jón Þórisson 4/2 (7/3), Sigurbergur Sveinsson 4/3 (12/5), Kári Kristján Kristjánsson 3 (3), Gunnar Berg Viktorsson 2/1 (5/2), Tryggvi Haraldsson 1 (1), Pétur Pálsson 1 (2), Freyr Brynjarsson 1 (2), Hafsteinn Ingason 1 (4), Arnar Jón Agnarsson 1 (6), Elías Már Halldórsson (1) Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 10 (33/2 30,3%), Gísli Guðmundsson 1 (13 7,7%) Hraðaupphlaup: 4 (Andri 2, Pétur, Hafsteinn) Fiskuð víti: 9 (Pétur 3, Kári 2, Andri, Hafsteinn, Gunnar, Arnar) Utan vallar: 6 mínútur STAÐAN Í DEILDINNI: Valur 5 3 2 0 149-124 8 FH 4 2 1 1 120-116 5 HK 4 2 0 2 105-113 4 Haukar 4 2 0 2 111-109 4 Akureyri 4 2 0 2 106-108 4 Fram 3 2 0 1 84-82 4 Stjarnan 3 0 1 2 64-74 1 Víkingur 3 0 0 3 86-99 0 Iceland Express kvenna Keflavík-Haukar 60-65 (50-49) Stig Keflavíkur: Pálína Gunnlaugsdóttir 19, Birna Valgarðsdóttir 12, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 10, Svava Ósk Stefándóttir 9 (7 frák.), Bára Bragadóttir 6, Lóa Dís Másdóttir 2, Halldóra Andrésdóttir 2. Stig Hauka: Kristrún Sigurjónsdóttir 23 (7 frák öst), Slavica Dimovksa 21 (4 stolnir), Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8 (12 fráköst), Helena Hólm 5, María Lind Sigurðardóttir 2, Guðbjörg Sverrisdóttir 2, Telma Björk Fjalarsdóttir 2 . Grindavík-KR 63-73 (33-31) Stig Grindavíkur: Jovana Lilja Stefánsdóttir 16 (5 stoðs.), Ólöf Helga Pálsdóttir 12, Íris Sverris dóttir 10, Helga Rut Hallgrímsdóttir 8 (11 frák.), Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Petrúnella Skúladóttir 5, Mary Sciat 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2. Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 21 (9 frák., 8 stoðs.), Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 17 (7 frák.), Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9, Helga Einarsdóttir 7, Guðrún Arna Sigurðardótir 6, Kristín Björk Jónsdóttir 4, Brynhildur Jónsdóttir 4, Heiðrún Kristmundsdóttir 3, Dóra Björk Þrándardóttir 2. Hamar-Snæfell 83-59 (47-36) Stig Hamars: Lakiste Barkus 34, Julia Demirer 16 (10 frák.), Fanney Lind Guðmundsdóttir 14, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7, Dúfa Ásbjörnsdóttir 6, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Salbjörg Sævarsdóttir 2. Stig Snæfells: Debra Ashley 16 (15 frák.), Unnur Ásgeirsdóttir 15, Berglind Gunnarsdóttir 7, Sara Sædal Andrésdóttir 6, Gunnhildur Gunnarsdóttir 5, Sara Magnúsdóttir 4, María Björnsdóttir 4, Björg Einarsdóttir 2, Fjölnir-Valur 46-72 ÚRSLITIN Í GÆR tvær kiljur við inngöngu í klúbbinn kr.695 FÓTBOLTI Hollendingar eru komnir í lykilstöðu í riðli Íslands í undankeppni HM eftir 1-0 sigur á Norðmönnum í Ósló í gær. Það var tengdasonur þjálfarans Bert van Marwijk, Mark van Bommel, sem skoraði sigurmark- ið á 63. mínútu með viðstöðulausu skoti fyrir utan teig eftir horn- spyrnu. Holland er nú með fimm stiga forskot á Skotland og Ísland sem eru í 2. sætinu en Norðmenn eru aftur á móti á botninum með aðeins tvö stig úr þremur leikjum. „Ég bjóst við norskum stormi en það gerðist ekki. Norðmenn beittu bara löngum sendingum og treystu á föstu leikatriðin,“ sagði van Marwijk eftir leik. „Við vorum ótrúlega óheppnir og áttum skilið betri úrslit. Við höldum áfram meðan það er von og nú stefnum við á umspilið,“ sagði Age Hareide, þjálfari norska liðsins. - óój Okkar riðill í undankeppninni: Holland í mjög góðum málum KÖRFUBOLTI Iceland Express kvenna hófst í gær með heilli umferð og Haukar og Grindavík sóttu bæði góða útisigra á Suður- nesin. Hamar og Valur hófu einnig tímabilið á sigri. Haukakonur komu mörgum á óvart með því að vinna fimm stiga sigur á Íslandsmeistur- um Keflavíkur í Keflavík í gær en þetta var fyrsta tap Kefla- víkur á heimavelli síðan 14. apríl 2007. Keflavíkurliðið var búið að vinna 24 heimaleiki í röð fyrir leik- inn í gær og hafði enn frem- ur ekki tapað í átján leikjum. Liðið hefur þegar unnið tvo titla á tíma- bilinu. Leikurinn var æsispenn- andi en Haukar höfðu þó lengst af frumkvæðið. Kristrún Sigurjónsdótt- ir var mjög sterk með 23 stig fyrir Hauka og Slavica Dimovska skoraði 21 stig í sínum fyrsta deild- arleik með liðinu. Pál- ína Gunn- laugsdóttir fór fyrir liði Keflavík- ur og skoraði meðal annars átta fyrstu stig liðsins en það dugði ekki til. KR-konur byrja tímabil- ið vel en þær unnu tíu stiga sigur í Grindavík í gær, 63-73, þar sem fyrirliðinn Hildur Sig- urðardóttir gældi við þrefalda tvennu með 21 stigi, 9 fráköstum og 8 stoðsending- um. Sigrún Ámundadóttir átti einnig mjög góðan dag og þá sérstaklega í fyrri hálfleik þegar hún skoraði 12 af 17 stigum sínum. Hamar vann góðan sigur á nýliðum Snæ- fells í Hveragerði, þar sem Lakiste Barkus skor- aði 34 stig og þá unnu Vals- konur öruggan sigur á Fjölni í Grafarvogi, 46-72. - óój Iceland Express kvenna hófst með heilli umferð í gær: Fyrsta tap Keflavíkur heima í 18 mánuði STIGAHÆST Kristrún Sigurjónsdóttir fór fyrir sigri Hauka í Keflavík en hún var stigahæst með 23 stig. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Valsmenn tóku Íslands- meistara Hauka í kennslustund þegar liðin mættust á Vodafone- vellinum að Hlíðarenda í gær, 35- 23. Valsmenn mættu mjög ákveðnir til leiks og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins og sá Aron Kristj- ánsson, þjálfari Hauka, sér ekki fært annað en að taka leikhlé eftir aðeins þriggja mínútna leik. „Stundum virkar að taka leikhlé og hrista upp í mönnum. Þetta er það verkfæri sem maður hefur þegar leikurinn er byrjaður en því miður gekk það ekki í þetta skipti. Þetta var ekki smá einbeitingar- leysi heldur var vandamálið mjög djúpt og það hjá öllu liðinu. Við erum að vakna við vondan draum. Við verðum að sýna meiri stöðug- leika,“ sagði Aron. Valsmenn léku 4-2 vörn þar sem þeir gengu langt út í vinstri skyttu Hauka og miðjumanninn en hægri skyttan fékk meira pláss til að athafna sig sem virkaði fullkom- lega þar sem sú staða er vand- ræðastaða hjá Haukum. „Gunnar Berg var valinn mikil- vægasti leikmaðurinn í fyrra og hefur reynst okkur erfiður þannig að við hugsum þetta ekki endilega þannig. Þetta gekk upp í dag og það gekk erfiðlega hjá þeim að finna svör við þessu. Elvar var frábær í bak- verðinum og Fúsi í miðjunni og svo var Baldvin frábær fremst í vörninni. H ann er besti varnarmaðurinn í þessari stöðu á landinu og líklega þó víðar væri leitað,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, um varnarleikinn. „Þetta var mjög skrítið. 21-8 í hálfleik. Maður hefði aldrei getað giskað á þetta. Við vorum frábær- ir. Ég held að Meistaradeildin hafi truflað þá. Þeir mæta sterku liði á sunnudaginn en það er engin afsökun.“ Allt gekk upp hjá Val í leiknum og ef liðið hefði ekki slakað á í lokin hefði sigurinn getað orðið enn stærri. Varnarleikur og mar- kvarsla Vals var frábær og sókn- arleikurinn gekk mjög vel. Haukar voru aldrei tilbúnir í leikinn og virtust leikmenn liðsins vera með Meistaradeildarleikinn á sunnudaginn í huganum þegar þeir gengu inn á völlinn. „Við vorum gjörsamlega van- kaðir þegar við gengum inn á völl- inn. Við hringsólum á vellinum eins og höfuðlaus her og á tímabili hélt ég að boltinn væri heitur og Valsararnir gengu auðvitað bara á lagið og keyrðu í bakið á okkur og refsuðu okkur grimmt. Því miður náðum við ekki að rífa okkur út úr þessu og vorum teknir í kennslustund. Eins og þetta lítur út þá töpum við öllum leikjum á meðan við erum í Meist- aradeildinni,“ sagði Aron. - gmi Haukar voru niðurlægðir Valsmenn sýndu allar sínar bestu hliðar og skelltu Íslandsmeisturunum í gær. Valsmenn eru enn taplausir í deildinni og með þriggja stiga forskot á toppnum. ÁTTA MÖRK Elvar Friðriksson skorar hér eitt af átta mörkum sínum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI Gott gengi enska landsliðsins undir stjórn Ítalans Fabio Capello hélt áfram í gær er Englendingar lögðu Hvít-Rússa í Minsk, 1-3. Steven Gerrard kom Englend- ingum yfir á 11. mínútu en Pavel Sitco jafnaði eftir um hálftíma leik. Wayne Rooney kláraði síðan leikinn fyrir Englendinga með tveimur mörkum í síðari hálfleik. England er því búið að vinna alla fjóra leiki sína í riðlinum undir stjórn Capello. - hbg Undankeppni HM: England enn á sigurbraut HETJUNNI FAGNAÐ Wayne Rooney skoraði tvö mörk og var vel fagnað af félögum sínum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.