Fréttablaðið - 31.10.2008, Blaðsíða 4
4 31. október 2008 FÖSTUDAGUR
VINNUMARKAÐUR Hundruð uppsagnarbréfa
hafa streymt til landsmanna nú fyrir
mánaðamótin. Þorbjörn Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Samiðnar, segir að
uppsagnirnar í lok þessarar viku skipti nú
þegar nokkur hundruðum. Hann á von á því
að uppsagnir iðnaðarmanna geti farið upp í
samtals 600-700 í október. Inni í þessum
tölum eru uppsagnir hjá verktakafyrirtækj-
um á borð við BYGG, Ístak og Klæðningu en
síðastnefnda fyrirtækið hefur sagt upp
rúmlega fimmtíu starfsmönnum.
Fjölmörg fyrirtæki hafa tilkynnt starfs-
mönnum sínum um hagræðingaraðgerðir,
styttra starfshlutfall, launalækkun og
niðurfellingu allrar eftirvinnu. Gunnar Páll
Pálsson, formaður VR, segir eitthvað um
uppsagnir í verslunargeiranum en VR hafi
ekki nákvæmar tölur um það. „Það er ljóst
að það er þó nokkuð um uppsagnir. Víða er
verið að bjóða minnkað starfshlutfall og það
verður hver og einn að gera upp við sig,“
segir hann.
Þjónustu Vinnumálastofnunar hefur verið
breytt til að auka skilvirkni við móttöku,
skráningu og ráðgjöf við atvinnulausa.
Vefskráning verður tekin í gagnið í dag.
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofn-
unar, segir að með henni eigi skráning að
ganga hraðar, vera nákvæmari og minna
álag á starfsfólki. „Fólk getur með þessu
fyllt út umsókn um atvinnuleysisbætur á
netinu heima hjá sér og sent til okkar,“ segir
hann.
Unnið er að fjölgun starfsfólks við
móttöku og grunnráðgjöf með opnun
sérstakrar móttökumiðstöðvar á höfuðborg-
arsvæðinu auk þess sem teknir verða upp
kynningarfundir fyrir stærri hópa í stað
einstaklingsviðtala. Ráðgjafarþjónustan
verður endurskipulögð. Teknir verða
hópfundir með fólki með líkan bakgrunn í
menntun eða störfum. Þá verða settar upp
miðstöðvar til að veita fólki ráðgjöf og stuðn-
ing.
Stefnt er að því að móta tillögur um
vinnumarkaðsúrræði. Áhersla er lögð á að
greina þann hóp sem er á atvinnuleysisskrá
og afla upplýsinga til að meta hvaða hópar
þurfi líklegast þjónustu á næstunni.
ghs@frettabladid.is
Hundruð fá uppsagnarbréf
Íslendingar hafa hundruðum saman fengið uppsagnarbréf fyrir mánaðamót og fjölmargir hafa neyðst til
að minnka við sig vinnu eða lækka í launum. Atvinnulausir eru sárir og segja enga vinnu að hafa.
Mikael Ágúst Guð-
mundsson hefur
starfað á vinnu-
vélum, nú síðast á
Egilsstöðum. Fyrir-
tækið á Egilsstöð-
um varð að hætta
með jarðvinnu-
deildina og því er
hann kominn aftur
til Reykjavíkur og
búinn að skrá sig
atvinnulausan enda
búsettur í Reykjavík.
Mikael Ágúst var að
vinna hjá öðrum
vinnuveitanda á
höfuðborgarsvæð-
inu áður en hann
fór austur en þar
var líka sagt upp
vegna samdráttar.
„Ég flutti bara
út á land til að fá vinnu en er búsettur hérna í
Reykjavík. Ég fer bara þangað sem vinnan er,“
segir hann. „Það er engin vinna núna neins staðar
eða ég held ekki. Ég er búinn að sækja um á
nokkrum stöðum en það er ekkert að hafa þannig
að maður verður bara að skrá sig atvinnulausan.“
Mikael Ágúst hefur einu sinni áður skráð sig
atvinnulausan og það var í niðursveiflunni árið
1992. „Það er slæmt fyrir alla að vera atvinnulaus-
ir,“ segir hann og telur forystumenn þjóðarinnar
ekkert gera til að laga ástandið. Hann segir að
þeir eigi að byrja á því að hætta að ljúga að fólki.
Þeir segist alltaf ætla að redda fólki en geri svo
ekkert í því. „Ég hef allavega ekki orðið var við
það.“
Mikael Ágúst rifjar upp að þingmenn og ráð-
herrar tali um að fólki þurfi að taka á sig ákveðinn
skell í þjóðfélaginu og spyr hvort þeir taki ekki á
sig skell. „Ég heyri ekki minnst á að þeir ætli að
lækka launin hjá sér meðan flestir aðrir sætta sig
við lægri laun eða minnkað starfshlutfall. Ég kalla
það ekki skerðingu að bankastjóri lækki í launum
niður í 1.700 þúsund,“ segir hann. - ghs
SLÆMT FYRIR ALLA AÐ
VERÐA ATVINNULAUS
Hjörtur Elíasson kom
í fyrsta skipti í gær
inn í Vinnumiðlun
höfuðborgarsvæð-
isins til að skrá sig
atvinnulausan. Hann
hefur starfað í bygg-
ingariðnaði frá því
hann man eftir sér,
nú síðast sem bygg-
ingastjóri. Hjörtur er
trésmiður að mennt,
lauk á sínum tíma
meistaraskólanum og
hefur undanfarið ár
verið byggingastjóri
hjá verktakafyrirtæki
sem varð að segja
öllum upp.
„Þetta var ótrúleg
reynsla. Mér fannst
eins og ég væri
að koma þarna að
sníkja eitthvað. Ég er
miður mín,“ segir Hjörtur um leið og hann horfir á
strauminn af fólki fara inn og út um anddyri þjón-
ustuskrifstofunnar.
„Ég er orðinn atvinnulaus og búinn að vera það
í mánuð. Ég hef verið að leita mér að vinnu en það
er ekkert að fá og það þýðir ekkert að leita. Ég þekki
flest byggingafyrirtækin og það er búið að segja upp
nánast öllum mannskapnum. Það er sorglegt að sjá
byggingar og framkvæmdasvæði standa auð, það er
ekkert fólk að vinna,“ segir hann.
Hjörtur segir að atvinnuleysið hafi komið mjög
skyndilega og því hafi hann ekki haft tíma til að átta
sig á því. Hann segist hafa talað við bankastjórann
til að kanna hvort hægt sé að fá fjármögnun og
hefja framkvæmdir en nú séu allir að skila lóðum,
ekki sé lánað til neinna framkvæmda og útboðum
frestað. „Það er sama hvað maður reynir, það er
bara allt frosið í þjóðfélaginu.“
Hjörtur keypti bíl með bílaláni fyrir ári síðan. Mán-
aðarleg afborgun hefur hækkað úr 15 þúsundum í
42 þúsund í dag. „Núna lifir maður bara á yfir-
drætti,“ segir hann. - ghs
HEFUR LEITAÐ AÐ VINNU
EN ÞAÐ ER ENGA AÐ FÁ
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
18°
8°
13°
6°
8°
8°
9°
8°
7°
7°
22°
9°
16°
24°
2°
6°
19°
10°
3
Á MORGUN
8-18 m/s hvassast
norðan til
SUNNUDAGUR
Fremur hvöss sunnan átt,
einkum vestan til
9
2
8
14
14
15
10
10
5
8
5
15
10
6
4
3
4
4
8
5
3
0
4
VINDUR MEÐ
HLÝINDUM
Í dag verður vinda-
samt af suðvestri á
landinu. Hvassast
verður á Vestfjörð-
um og á landinu
norðanverðu og gæti
vindhraði slegið í 20
m/s við ströndina auk
þess sem hviðu-
kennt kann að verða
í námunda við fjöll.
Sunnan til og austan
verður vindur nokkuð
hægari. Hlýindi ganga
inn á landið í dag fyrst
vestan til og norðan.
8
8
8
6
10
7
4
8
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
Nostrum
eins árs!
Í tilefni af eins árs
afmæli okkar bjóðum
við 10% – 20%
afslátt í dag og á morgun
laugardag.
Verið velkomin
Íslensk hönnun og
framleiðsla.
Skólavörðustíg 1a • S. 534 5286
EINS OG AÐ SNÍKJA „Mér
fannst eins og ég væri að
koma þarna að sníkja,“ segir
Hjörtur Elíasson bygginga-
stjóri sem í gær skráði sig
atvinnulausan í fyrsta skipti
á ævinni.
ELTIR VINNUNA „Ég fer bara
þangað sem vinnan er,“ segir
Mikael Ágúst Guðmundsson
sem starfað hefur á vinnu-
vélum, síðast á Egilsstöðum.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
staðfest dóm Héraðsdóms
Suðurlands í þvagleggsmálinu
svokallaða. Þar var kona dæmd í
30 daga skilorðsbundið fangelsi.
Að auki var hún dæmd til að
greiða 160 þúsund krónur í sekt
til ríkissjóðs, auk sviptingar
ökuréttar í eitt ár.
Málið var mikið til umfjöllunar
á sínum tíma þar sem þvagsýni
hafði verið tekið með þvaglegg úr
konunni nauðugri á lögreglustöð-
inni á Selfossi. Hún var ákærð
fyrir ölvunarakstur og hótanir og
ofbeldi í garð lögreglumanna á
lögreglustöð eftir að hún var
tekin. - jss
Dómur í þvagleggsmáli:
30 daga skilorð
staðfest
INDLAND, AP Að minnsta kosti 60
manns létu lífið og meira en 300
særðust þegar sprengjur sprungu
á þrettán stöðum í norðaustur-
hluta Indlands í gær.
Þetta er með verstu sprengju-
árásum í þessum landshluta, þar
sem aðskilnaðarstefna og
þjóðernisátök eru algeng.
Stærsta árásin var gerð skammt
frá stjórnarbyggingu í Assam, og
mátti sjá lík, bifreiðar og vélhjól
liggja eins og hráviði á götunni
eftir árásina. Nærri helmingur
þeirra sem fórust voru í Gauhati,
höfuðborg Assam-héraðs.
Sprengjurnar voru í bílum eða
hjólavögnum og sprungu allar
nánast samtímis. - gb
Sprengingar á Indlandi:
Tugir manna
létu lífið
ELDUR LOGAR Á INDLANDI Sprengjur
sprungu nánast samtímis á þrettán
stöðum. NORDICPHOTOS/AFP
Vegna fréttar af væntanlegri komu
Dalai Lama til Íslands vill Kristrún
Heimisdóttir, aðstoðarkona utanríkis-
ráðherra, koma eftirfarandi á framfæri:
„Fréttablaðið hafði samband við mig
fyrir rúmum tveimur vikum og vildi
grennslast fyrir um mögulega aðkomu
utanríkisráðuneytisins að mögulegri
heimsókn Dalai Lama til landsins.
Undirrituð sagði að hún gæti ekki
staðfest neitt um þetta mál en myndi
athuga það. Ekkert frekar heyrðist frá
Fréttablaðinu. Hinn 30. október birtist
hins vegar frétt sem er því miður röng
að því er varðar utanríkisráðuneytið
eins og ég hefði sagt blaðinu hefði það
haft samband, eins og um var rætt.“
ÁRÉTTING
DANMÖRK Danskur atvinnurekandi
hefur aumkað sig yfir hóp íslenskra
stúdenta við íþróttaháskólann í
Árósum og gefið 150 þúsund dansk-
ar krónur, eða jafnvirði um þriggja
milljóna íslenskra króna, að sögn
danska ríkisútvarpsins DR, til að
styðja þá til áframhaldandi náms í
vetur. Vonast er til að gjafmildin
smiti út frá sér.
Sjö íslenskir nemendur voru á
mörkum þess að halda heim vegna
þess að þróunin á fjármálamörk-
uðum hefur gert þeim ókleift að
greiða fyrir mat og uppihald í Dan-
mörku. Atvinnurekandinn hefur
sambönd til Íslands og hefur nú
tryggt áframhaldandi dvöl þeirra í
Danmörku með gjöf sinni og hafa
fjórir þeirra þegið stuðninginn.
Gjöf atvinnurekandans hefur
einnig orðið til þess að íþróttahá-
skólinn hefur opnað síðu á Face-
book undir yfirskriftinni „Because
we care“ til að safna peningum
fyrir Íslendinga sem eru í peninga-
vandræðum í Danmörku. Á síð-
unni geta allir þeir Íslendingar
sem eru í fjárhagsvandræðum í
Danmörku, hvort sem það eru
íþróttamenn, stúdentar eða lista-
menn, sótt um fjárhagsstyrk.
„Við höfum fengið vísbendingar
um að aðrir vilji fylgja fordæminu
og hjálpa til. Og svo verðum við
líka sjálf með uppákomur til að
safna peningum,“ segir rektor
háskólans, Henrik Løvschall við
dönsku fréttastofuna Ritzau. - ghs
SÖFNUN Á FACEBOOK Íslendingar í
íþróttanámi í Danmörku hafa fengið
óvæntan stuðning. Söfnun er hafin á
Facebook.
Danskur íþróttaháskóli safnar fyrir Íslendinga á Facebook:
Dani styður fjóra Íslendinga
GENGIÐ 30.10.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
205,1982
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
116,14 116,7
193,04 193,98
152,57 153,43
20,481 20,601
17,702 17,806
15,502 15,592
1,1775 1,1843
174,99 176,03
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR