Fréttablaðið - 31.10.2008, Síða 6
6 31. október 2008 FÖSTUDAGUR
Auglýsing um álagningu opinberra
gjalda á lögaðila árið 2008
Hér með er auglýst að álagningu opinberra gjalda á árinu 2008 er lokið á
alla lögaðila sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla laga nr. 90/2003 um
tekjuskatt, með síðari breytingum, sem og aðra sem lagt er á í samræmi
við VIII. – XIV. kafla tilvitnaðra laga. Jafnframt er lokið álagningu á lög aðila,
sem skattskyldir eru af fjármagnstekjum samkvæmt ákvæði 4. mgr. 71. gr.
laganna.
Álagningarskrár með gjöldum lögaðila verða lagðar fram í öllum skatt -
umdæmum í dag, föstudaginn 31. október 2008. Skrárnar liggja frammi
til sýnis á skattstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmönnum
skattstjóra eða á sérstaklega auglýstum stöðum í hverju sveitarfélagi
dagana 31. október til 14. nóvember nk. að báðum dögum meðtöldum.
Álagningarseðlar, er sýna álögð opinber gjöld lögaðila, hafa verið
póstlagðir.
Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda 2008 samkvæmt ofan greindu
skulu hafa borist skattstjóra eigi síðar en mánudaginn 1. desember 2008.
Auglýsing þessi er birt samkvæmt ákvæði 1. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003,
um tekjuskatt, með síðari breytingum.
31. október 2008.
Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson
Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson
Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Rósa Helga Ingólfsdóttir
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Hanna Björnsdóttir
Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson
Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl S. Lauritzson
Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Steinþór Haraldsson
Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson
Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson
TAKTU Í TAUMANA!
Ekki láta depurðina íþyngja þér – fáðu
aukinn kraft og endurheimtu lífsorkuna!
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
Löguð að
íslenskum
aðstæðu
m!
EFNAHAGSMÁL Seðlabanki Íslands
sendi frá sér athugasemd í gær í
tengslum við hækkun stýrivaxta úr
tólf í átján prósent. Kemur þar
fram árétting um að hækkunin sé
hluti af samkomulagi ríkisstjórnar-
innar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
(IMF). Í athugasemdinni og rök-
stuðningi bankans á þriðjudag er
látið að því liggja að bankinn hafi
ekki komið að ákvörðuninni, þvert
á fullyrðingar ráðherra í ríkis-
stjórninni. Hafi bankinn ekki komið
að vaxtaákvörðuninni hafa lög um
Seðlabanka Íslands verið brotin.
Davíð Oddsson, formaður stjórn-
ar Seðlabankans, tilkynnti stýri-
vaxtahækkun á þriðjudag. Í rök-
stuðningi bankans kom fram að
ríkisstjórnin hefði gert samkomu-
lag við sendinefnd Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins í síðustu viku. Þar
komi fram að Seðlabankinn skuli
þá hafa hækkað stýrivexti í 18 pró-
sent. Geir H. Haarde forsætisráð-
herra og Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir utanríkisráðherra höfðu,
þegar tilkynnt var um að formlega
yrði óskað eftir aðstoð IMF, sagt að
skilyrði um vaxtahækkun væri
ekki að finna í samkomulagi við
IMF.
Hafi ákvörðun um stýrivaxta-
hækkun verið tekin án vitundar
Seðlabanka gengur það þvert á
grundvöll laga um Seðlabankann
sem sjálfstæðrar stofnunar í eigu
ríkisins, samkvæmt 1. og 10. grein.
Ingibjörg hefur sagt í fjölmiðlum
að Seðlabankinn hafi komið að
þeirri ákvörðun að hækka vextina.
Forsætisráðherra sagði í viðtali
við Fréttablaðið á miðvikudag að
ríkisstjórnin, Seðlabankinn og IMF
kæmu að efnahagsáætluninni á bak
við aðstoð frá sjóðnum „og það er
þá undirliggjandi í henni að það
þurfi að hækka vextina“. Hann
sagði jafnframt að Seðlabankinn
myndi einn sjá um næstu stýri-
vaxtaákvörðun.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra segir hækk-
unina hafa verið gerða með vitund
og vilja Seðlabankans en ríkis-
stjórnin beri ábyrgð á samkomu-
laginu við IMF. „Seðlabankinn leik-
ur stórt hlutverk í að fylgja eftir
samkomulaginu og það skiptir máli
að hann sé vel upplýstur. Þorgerður
hafnar því að lög um bankann hafi
verið brotin með því að vaxta-
ákvörðunin hafi verið tekin úr
höndum bankans. „Nei, þess vegna
varð Seðlabankinn að vera með í
þessu. Þótt Seðlabankinn taki
ákvörðunina þá er hún í samræmi
við það samkomulag sem liggur
fyrir og Seðlabankinn vissi það.“
Fréttablaðið óskaði í gær eftir
svörum frá Seðlabanka við spurn-
ingum varðandi stýrivaxtahækkun-
ina. Svara var óskað samdægurs.
Við því var ekki orðið.
svavar@frettabladid.is
kolbeinn@frettabladid.is
Óljóst hver ákvað
stýrivaxtahækkun
Seðlabankinn gefur í skyn að hann hafi ekki komið að stýrivaxtahækkun; það
hafi verið bundið í samkomulag ríkisstjórnar og IMF. Ráðherrar segja bankann
hafa verið með í ráðum enda sé annað brot á sjálfstæði hans samkvæmt lögum.
I. Var ákvörðun sú um vexti, sem kynnt var 28. október sl., tekin skv. 10 gr.
laga um Seðlabanka Íslands, sbr. 1. gr. um sjálfstæði hans?
II. Var við undirbúning þeirrar ákvörðunar farið eftir starfsreglum um undir-
búning, rökstuðning og kynningu ákvarðana í peningamálum?
III. Hafi verið vikið frá þeim reglum, í hvaða greinum var það?
IV. Byggir ákvæðið í 19. tl. samkomulags ríkisstjórnarinnar og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins (letter of intent), á ákvörðun Seðlabankans eða lítur
bankastjórnin svo á að nefnt ákvæði feli í sér fyrirmæli frá ríkisstjórn um
vaxtaákvarðanir?
V. Til hvaða yfirlýsinga ráðherra í ríkisstjórn Íslands er vísað í athugasemd
bankans frá í dag?
SPURNINGAR FRÉTTABLAÐSINS TIL SEÐLABANKA
Eins og kunnugt er hefur verið litið svo á að samningsgerð (Letter of Intent)
á milli ríkisstjórnar Íslands og sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé enn
trúnaðarmál. 19. tl. samningssgerðarinnar er þó eðli málsins samkvæmt
ekki lengur trúnaðarmál.
Ráðherrar úr ríkisstjórn hafa undrast vaxtahækkun í 18% og hafa jafnframt
sagt að ekkert ákvæði um slíka gjörð sé í samningsgerðinni. Í samnings-
gerðinni segir í 19. tl: „To raise the policy interest rate to 18 percent.“
Lög um Seðlabanka Íslands:
1. gr. Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins.
10. gr. Seðlabanki Íslands ákveður vexti af innlánum við bankann, af lánum
sem hann veitir og af verðbréfum sem hann gefur út.
ATHUGASEMD FRÁ SEÐLABANKA ÍSLANDS
STÝRIVEXTIR HÆKKAÐIR Davíð Oddsson, formaður stjórnar Seðlabankans, tilkynnti um umdeilda stýrivaxtahækkun á þriðjudag.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
EFNAHAGSMÁL Öllum starfsmönn-
um Skjásins, sem sér um rekstur
Skjáseins, var í gær sagt upp. Upp-
sagnirnar taka gildi 1. nóvember.
Sigríður Margrét Oddsdóttir,
framkvæmdastjóri Skjásins, segir
þó enn mikinn hug í fólki og vilja
til að róa lífróður fyrir fyrirtæk-
inu áður en uppsagnarfresturinn
rennur út en hann er að jafnaði
þrír mánuðir að lengd. Fjörutíu
fastráðnir starfsmenn hafa starf-
að hjá fyrirtækinu auk fimm verk-
taka.
Sigríður segir tvennt þurfa að
gerast til að grundvöllur sé fyrir
áframhaldandi starfsemi Skjásins.
Í fyrsta lagi þurfi stjórnvöld að
koma á eðlilegu
samkeppnisum-
hverfi í líkingu
við það sem ger-
ist annars stað-
ar á Norðurlönd-
um og hins
vegar koma
gjaldeyrisvið-
skiptum í lag
svo kaupa megi
efni frá erlend-
um birgjum.
Sigríður telur undarlegt að á
meðan gríðarlegur samdráttur
hafi orðið á auglýsingamarkaði
sem reyni mjög á sjálfstæða sjón-
varpsstöð sem byggi tekjur sínar
einvörðungu á auglýsingum þurfi
þær einnig að keppa við ríkisrekna
sjónvarpstöð um þær reytur sem
eftir séu.
Þorsteinn Þorsteinsson, mark-
aðsstjóri RÚV, segir illt í ári alls
staðar í samfélaginu og samdrátt-
ur á auglýsingamarkaði reyni á
alla fjölmiðla, ekki bara Skjáinn.
Honum þyki leitt að Skjárinn hafi
þurft að grípa til uppsagna. Hann
telji hins vegar ómögulegt fyrir þá
sem þar stjórna að varpa sökinni
yfir á RÚV. „Þar fyrir utan er ég
ekki viss um að rekstrargrundvöll-
ur fyrir Skjáeinum hafi nokkurn
tímann verið fyrir hendi,“ segir
hann. - kdk
Skjárinn vill láta endurskoða samkeppnisumhverfi fjölmiðla:
Öllu starfsfólki Skjásins sagt upp
Frítt í sund í Þorlákshöfn
Öll börn og ungmenni á leik- og
grunnskólaaldri frá frítt í sund í
Þorlákshöfn frá og með 1. janúar
næstkomandi. Bæjaryfirvöld í Sveit-
arfélaginu Ölfusi ákváðu þetta nýlega
en með þessu vilja þau leggja sitt af
mörkum til að standa vörð um vel-
ferð barna í sveitarfélaginu og milda
áhrif sem slæmt efnahagsástand
getur haft á börnin.
ÞORLÁKSHÖFN
Ert þú með yfirdrátt í banka
eða sparisjóði?
JÁ 52,8%
NEI 47,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Þekkir þú einhvern sem hefur
misst vinnuna í þessum mán-
uði?
Segðu skoðun þína á vísir.is
Gott veganesti
„Það er afar gott að fá svona vega-
nesti fyrir daginn,“ segir Ragnar Jör-
undsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar,
en á Patreksfirði beið falleg orðsend-
ing og konfektmoli undir rúðuþurrk-
um bíla bæjarbúa í gærmorgun frá
leynihópi sem kallar sig F.f. Ragnar
sagði ekki veita af smá hvatningu þar
enda efnahagsástandið í þjóðfélaginu
erfitt nú um stundir.
PATREKSFJÖRÐUR
SIGRÍÐUR MAR-
GRÉT ODDSDÓTTIR
ATVINNA Fjölmiðlafyrirtækið 365
hf., sem meðal annars gefur út
Fréttablaðið, hefur ákveðið að
segja yfir tuttugu manns upp
störfum nú um mánaðamótin.
Fyrirtækið grípur einnig til
launalækkana til að bregðast við
breyttu efnahagsástandi.
Í bréfi Ara Edwald, forstjóra
365, til starfsmanna kemur fram
að mikill samdráttur sé á
auglýsingamarkaði eins og víða í
efnahagslífinu. Ekki verði lagðar
niður einingar innan fyrirtækis-
ins og fyrirtækið ætli sér að
komast í gegnum erfiðleikana,
sem geti tekið mánuði eða
jafnvel ár. - shá
Uppsagnir og lækkun launa:
365 hf. segir
upp starfsfólki
KJÖRKASSINN